Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Blaðsíða 5
Vikublað 25.–27. október 2016
www.avaxtabillinn.is
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110
VETRAR-
Tilboð
Til VinnuVEiTEndA
Gómsætir
veislubakkar
sem lífga upp á
allar uppákomur
Það er líka
hægt að panta stöku
sinnum hjá Ávaxtabílnum
utan áskriftar.
T.d. þennan ávaxtapakka með 7 kg
af blönduðum ávöxtum á 5.000 kr.
Eða bara hvaða blöndu sem er,
en lágmarkspöntun er 4.000 kr.
Ávextir í áskrift kosta
um 550 kr. á mann
á viku og fyrirhöfn
fyrirtækisins er engin.
Við komum með ávexti
og þið uppskerið
hressara starfsfólk
Áhrif ávaxtakörfunnar eru göldrótt
á sálarlíf og heilsufar starfsfólks.
Fyrir óverulega upphæð er því hægt að hafa
afar góð áhrif á mannskapinn.
Fréttir 5
Vistheimili barna
löngu sprungið
n börn hafa þurft að sofa á skrifstofu n mikið álag í sumar n nýtt húsnæði bíður á teikniborðinu
Þörf á nýju húsnæði Vistheimili barna er nú í þessu húsnæði við Laugarásveg 39. Þar
dvelja börn sem fjarlægja hefur þurft af heimilum sínum tímabundið. Húsið er á þremur hæð-
um en til eru teikningar fyrir nýtt og betra húsnæði. Heiðrún Harpa vonar að það rísi sem fyrst.
Pláss fyrir sjö börn Börn kom oft á Vistheimili barna með skömmum fyrirvara og þá
getur fjöldi barna sem þar dvelja farið upp í 12. Þá er skiljanlega orðið þröngt á þingi, en
starfsfólk gerir gott úr því sem það hefur.
Grunur um myglusvepp Fyrir þremur
árum var sérfræðingur kallaður til vegna
gruns um myglusvepp í húsnæðinu. Í
kjöl farið var ráðist í viðgerðir til að ráða
niðurlögum rakaskemmda.
inngripum barnaverndar að fara
með börnin þangað. Heiðrún Harpa
segir foreldra ekki alltaf vera sátta
við ákvarðanir barnaverndar, sem
oft eru teknar í óþökk foreldranna.
Krefjandi en gefandi starf
En hvernig er að vera starfsmaður
sem vinnur við að taka á móti börn-
um sem tekin hafa verið af foreldrum
sínum af einni eða annarri ástæðu?
„Þetta er krefjandi starf en á
móti gefandi. Það er verið að vinna
í málunum og leita lausna. Þannig
að það er von í þessu líka en auð-
vitað er oft erfitt að horfa upp á
börnin upplifa það að fara frá fjöl-
skyldu og ættingjum þegar það er
ekki að ganga nógu vel af einhverri
ástæðu. En hlutverk barnaverndar
er að styðja við fjölskyldur og gera
allt sem í hennar valdi stendur til að
láta það ganga upp, svo þau geti ver-
ið heima. Allt er reynt áður en gripið
er inn í með því að fjarlægja börnin
af heimilunum.“
Heiðrún Harpa segir að þau vilji
að ættingjar, og ef hægt er foreldrar,
séu sem mest á staðnum. En það fari
eftir málum hversu mikið það er hægt.
Hlutverk Vistheimilis barna sé að
veita börnum öryggi, vernd og skjól
og halda í rútínuna svo þau geti haldið
áfram í skóla, hitt vini og ættingja.
„Stundum koma börn hingað
inn vegna þess að það er ekkert
tengslanet til staðar. Foreldrar hafa
ekkert tengslanet og enginn getur
sinnt börnunum, hvorki fjölskylda
né ættingjar.“
Þrátt fyrir að auðvelt sé að
ímynda sér að starfið sé erfitt og geti
tekið á sálartetur fólks að horfa upp á
sundraðar fjölskyldur segir Heiðrún
Harpa að starfsmannavelta sé lítil á
stofnuninni þar sem starfi 14 manns,
þar sem alltaf séu 3–4 á vakt og einn á
næturvakt með bakvakt.
„Það hefur gengið framar björtustu
vonum og maður sér á álagstíma
hversu duglegt starfsfólk maður
hefur. Við þurfum að hugsa um öryggi
og þá er eins gott að mönnun sé ágæt
miðað við álagið sem stundum er.“ n