Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Síða 32
Vikublað 25.–27. október 201624 Fólk Þ etta kemur allt með kalda vatninu,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, þyrlu- flugmaður, fyrirsæta og athafnakona, sem er nýlega flutt aftur til Íslands og er að stand- setja nýja íbúð miðsvæðis í Reykja- vík. Ásdís Rán er að velta því fyrir sér að klára atvinnuflugmanninn svo hún öðlist réttindi til að fljúga þyrlu á Íslandi. Þá er hún að leita sér að kynjaketti en kveðst alltof upptekin til að vera í föstu sambandi. Ólýsanleg tilfinning að fljúga um háloftin Ásdís heldur heimili í tveimur lönd- um, í Búlgaríu og á Íslandi. „Ég er búin að vera á Íslandi síðan í sept- ember en þá byrjaði dóttir mín í Austurbæjarskóla og við verðum hér að mestu leyti í vetur.“ Líkt og áður hefur komið fram er Ásdís orðin þyrluflugmaður og með próf á þrjár vélar, R22, tveggja sæta, og As350b2 og As350b3 sem eru 5–7 farþega vélar. „Eins og er þá er lítið sem ég get gert á þessu sviði á Íslandi fyrr en ég er orðin atvinnuflugmaður þar sem þeir eru ekki með R22 hér til að leika sér á, hinar eru of dýrar í flugi svona til skemmtunar.“ Þá segir Ásdís að til að verða at- vinnuflugmaður vanti hana 50 til 60 flugtíma og um það bil einn vetur í bóklegu námi erlendis. „Þetta mun kosta töluverð- an tíma og pening en væntanlega kemur allt með kalda vatninu, ef ég ákveð að slá til. Hins vegar er ég komin þangað sem ég ætlaði mér. Það er að segja að verða þyrluflug- maður og fljúga um fjöllin blá víðs vegar um heiminn.“ Langar í kött Ásdís kveðst ekki vera búin að gefast upp á karlmönnum og viðurkennir að eiga elskhuga. „Það er nóg fyrir svona konu eins og mig sem ferðast of mikið og getur ekki verið til stað- ar fyrir hefðbundið samband.“ Þá er Ásdís að höttunum eftir kynjaketti. Hún segist vera týp- an sem líður best með tvær til þrjár kisur heima hjá sér. Þar sem hún hafi verið svo mikið á far- aldsfæti síðustu ár hafi hún ekki átt kött en nú gæti orðið breyting á. „Ég fór á kattasýn- inguna í Garð- heimum um helgina. Það var gaman að kíkja á allar þessar fal- legu kisur og vonandi finn ég draumakisuna fljótlega.“ Þá er ýmis- legt á döfinni hjá Ásdísi í vetur en hana langar í skíðaferðir, hún er farin að hlakka mikið til jólanna en stefnir á að eyða áramótunum í Búlgaríu. Ekki mikill tími eftir Ásdís viðurkennir að sýnin á lífið hafi breyst með árunum. „Ég hugsa töluvert meira út í hvað ég geri og ana ekki út í hlutina eins og skrið- dreki.“ Líkt og svo mörgum finnst Ásdísi tíminn líða allt of hratt. „Ég á eftir að gera svo mikið. Mér finnst stundum eins og ég sé að keppa við tímaklukku og að það sé ekki nógu mikill tími eftir.“ n Ásdís Rán er ekki búin að gefast upp á karlmönnum n Líður best með tvo til þrjá ketti á heimilinu n Alltof upptekin til að vera á föstu Kristín Clausen kristin@dv.is „Ég hugsa töluvert meira út í hvað ég geri og ana ekki út í hlutina eins og skriðdreki. Ásdís Rán Finnst lífið líða alltof hratt. Mynd ÚR EinKasafni Glæsibæ • www.sportlif.is ReStyle Grenningar próteinsjeik fyrir KONUR. ReStyle eykur brennslu og dregur úr matarlyst. ReStyle inniheldur trefjar, prótein og L-Carnitine og fleiri efni sem auka brennslu! AVIS BÍLARNIR ERU KOMNIR Í SÖLU AVIS bílarnir eru þekktir fyrir að vera í toppstandi og eru með ársábyrgð á vél og drifbúnaði. VANTAR ÞIG TOPPBÍL Á GÓÐU VERÐI? Skoðaðu bílana og fáðu nánari upplýsingar hjá eftirtöldum bílasölum: Bílasala Reykjavíkur − Bílasala Íslands − Toyota Selfossi Sími 587 8888 Sími 510 4900 Sími 480 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.