Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Blaðsíða 30
Vikublað 25.–27. október 201622 Menning Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS Persónuleg og fagleg þjónus ta einstakar skreytingar við öll tækifæri H estvík er ný bók eftir Gerði Kristnýju og þriðja skáld- saga hennar fyrir fullorðna. Gerður Kristný er spurð hvort hugmyndin að bók- inni hafi fylgt henni lengi. „Ég byrjaði á henni fyrir fjórum árum þegar ég frétti að rétturinn að skáldsögunni minni, Bátur með segli og allt, hefði selst til Þýskalands níu árum eftir að hún kom út. Það kom mér skemmtilega á óvart. Ég hafði verið að einbeita mér að ljóðum og barnasögum en þarna fékk ég aftur löngun til að reyna við fullorðins- skáldsögu. Mig langaði strax til að sagan gerðist í Grafningnum þar sem foreldrar mínir eiga sumarbústað og ég dvaldi um hverja helgi sem krakki yfir sumrin. Þar var ekkert rafmagn og ég man að í ágúst þegar myrkr- ið færðist yfir á kvöldin varð mað- ur að gjöra svo vel að leggja frá sér bækurnar og skríða ofan í svefnpok- ann. Þarna var sérstök stemning sem ég reyndi að endurskapa í bókinni en færði vitanlega í stílinn.“ Það er magnað andrúmsloft í þessari bók og lesandinn getur varla annað en farið að ímynda sér alls konar hluti. Vildirðu hafa þessa sögu nokkuð myrka? „Já, hún átti að vera myrk því þá verður erfiðara að finna þá sem týn- ast.“ Múgsefjun og grimmd Aðalpersónan er einstæð móðir, Elín, sem fer með son sinn upp í sum- arbústað. Hann er barn af tölvukyn- slóð og virðist alls ólíkur því barni sem hún var. Þarna eru áhugaverð- ar andstæður. „Mig langaði til að bregða upp togstreitu á milli konu með fortíðar- þrá og sonar sem hefur áhuga á allt öðru en hún, svo sem fótbolta og tölvuleikjum. Við sjáum eigin æsku oft í hillingum og reynum að ota því sem við höfðum gaman af að okkar krökkum. Við viljum að þau kynn- ist Húsinu á sléttunni, leiki sér í brennibolta og snúsnú langt fram á kvöld og skiljum ekki af hverju Múmínálfarnir, Nasreddin og aðrar sögur bernsku okkar eru ekki í stöð- ugri endurprentun þótt krakkar sýni þeim lítinn áhuga.“ Myrkt og magnað andrúmsloft Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is n Hestvík er skáldsaga eftir Gerði Kristnýju n Vildi skrifa myrka sögu „Sögurnar úr barna- skólanum held ég að séu mjög raunsæjar lýsingar á þeirri múgsefjun og grimmd sem þar fær oft að gerjast. Gerður Kristný „Hún átti að vera myrk því þá verður erfiðara að finna þá sem týnast.“ Mynd Kristinn MaGnússon F órnarlamb án andlits er sænsk glæpasaga eftir Stefan Ahnhem og hlaut Crimetime- verðlaunin þar í landi. Smíða- kennari finnst myrtur í kennslustofu sinni. Hjá líkinu liggur gömul bekkj- armynd úr gagnfræðaskóla. Lög- regluforinginn Fabian Risk rannsak- ar málið. Morðinginn heldur áfram að myrða og fórnarlömb hans eru úr einum og sama bekknum í gagn- fræðaskóla en Risk var einmitt í þeim bekk. Það eru engin sérstök tilþrif í þessari bók. Stíllinn er flatur og stundum kauðalegur, eins og er orðið alltof algengt í norrænum glæpasög- um. Snemma virðist lausnin blasa við, en það má segja höfundinum til hróss að þar er um blekkingu að ræða. Morðinginn er svo afhjúpaður, en ekki er trúverðugt að persóna af þeirri gerð sem hann er hafi lagt á sig jafn við- bjóðslegar pyntingar- aðferðir og notaðar eru við morðin. Sál- fræðiþáttur bókarinn- B ókin Sólbjört Valentína: Um freyðibað og dansandi hjóla- skauta eftir Irmgard Kramer er viðburðarík saga sem er stútfull af skemmtilegum húmor í bland við frásögn af vandamálum sem flest börn ættu að kannast við. Þar á meðal er foreldri sem er svo upptekið af vinnunni að meira að segja kvöldsagan gleymist. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Um frumskógarfugla og konunglegar nærbuxur. Sögu- sviðið er lítið sveitaþorp. Sagan ber örlítinn keim af Börnunum í Ólátagarði og þá helst vegna þess að systkinahópurinn, sem hefur mikið frelsi í öruggu sveitaum- hverfinu er samheldinn, og þar treystir hver á annan. Líkt og í fyrri sögunni um hina ráðagóðu Sólbjörtu Valentínu, Nóa og Amir, þá leikur gamla húsið sem þau búa í eitt aðalhlutverkið. Hús- ið, sem er lifandi, hefur mikil áhrif á daglegt líf heimilisfólksins sem ber mikla virðingu fyrir skoðunum þess og tilfinningum. Húsið stýrir söguþræðinum sem leiðir Sólbjörtu, í þetta skipt- ið, alla leið til New York í leit að kennara sínum sem húsið týndi. Þá tekur sagan óvæntan krók undir lokin þegar Sólbjört rekst skyndilega á átrúnaðargoð sitt, Hollywood-leikarann Brad Pitt. Frjótt hugmyndaflug höfundar- ins gefur lesandanum tækifæri til að gleyma sér í töfraheimi Sól- bjartar og fjölskyldu hennar. Þetta er falleg saga sem er skemmtilega myndskreytt og á fullt erindi til barna á öllum aldri. n Töfraheimur Sólbjartar Kristín Clausen kristin@dv.is Bækur Sólbjört Valentína: Um freyðibað og dansandi hjólaskauta Höfundur: Irmgard Kramer Myndir: Nina Dulleck Þýðandi: Herdís Hubner útgefandi: Bókabeitan 171 blaðsíður Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Fórnarlamb án andlits Höfundur: Stefan Ahnhem Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir útgefandi: Ugla 511 blaðsíður Tilþrifalítil glæpasaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.