Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Blaðsíða 18
Vikublað 25.–27. október 20162 Rómantík - Kynningarblað
Hótel Laki, sannkölluð náttúruperla
Héldu draumabrúðkaupið sitt með Stjórnarfoss í bakgrunni
K
irkjubæjarklaustur er gull-
fallegur staður í grennd
við ýmsar af fegurstu nátt-
úruperlum Íslands. Í Efri-Vík
er að finna eina þeirra, Hótel
Laka, eitt glæsilegasta og notaleg-
asta sveitahótel landsins. Hótelið er
í miðri hringiðu alls kyns afþreyinga
og er tilvalið að fara þaðan í dags-
ferðir upp á hálendi, í fjöruferðir
og skoða þjóðgarðinn Skaftafell og
hið ætíð tilkomumikla Jökulsárlón.
Margs konar gönguferðir eru í boði í
nágrenninu með eða án leiðsagnar.
„Á hlaðinu hjá okkur er öskulagabyrgi
þar sem lesa má gossögu Íslands,
fuglaskoðunarhús sem stendur við
Víkurflóð og Álfaborgin okkar er í
göngufæri með alla sína stórkost-
legu álfasögur, gamlar og nýjar,“ seg-
ir Eva Björk Harðardóttir hótelstýra.
Hótel Laki er þar fyrir utan á hinum
fullkomna stað fyrir draumabrúð-
kaupið enda gefa náttúruperlur
Skaftárhrepps bestu ljósmyndastof-
um ekki neitt eftir.
Afurðir úr heimabyggð
Hjónin Eva Björk og Þorsteinn M.
Kristinsson hafa rekið Hótel Laka frá
árinu 2000 ásamt foreldrum Evu, sem
hafa rekið gistiheimili á svæðinu frá
árinu 1973. Þetta glæsilega hús, sem
nú stendur á landinu, og er hannað af
Yrki Arkitektum, stendur því á göml-
um og sterkbyggðum ferðaþjónustu-
grunni. Í boði eru áttatíu herbergis-
einingar í þremur gæðaflokkum til
þess að sinna mismunandi þörfum
gesta hótelsins. „Veitingastaðurinn
okkar er opinn frá kl. 12.00 til 21.00
og leggjum við áherslu á afurðir úr
heimabyggð. Lambakjötið kemur
frá Borgarfelli og Seglbúðum, rófur
fáum við frá Maríubakka og nautakjöt
kaupum við frá Breiðabólstað. Einnig
bjóðum við upp á Klausturbleikju,
bygg og repjuolíu frá Sandhóli og sí-
vinsæli ísinn okkar kemur svo beint
frá frá Suður-Fossi.
Ógleymanlegt stefnumót
Fyrir pör er tilvalið að stinga af
saman úr skarkala borgarinnar á
föstudagseftirmiðdegi, fá sér drykk
á hótelbarnum okkar að láta stjana
við sig í mat og drykk á Hótel Laka.
„Á laugardeginum myndum við vilja
færa turtildúfunum morgunverð
upp á herbergi. Það er svo nota-
legt að sofa út, nýta sér herbergis-
þjónustuna og slaka á langt frá ys
og þys borgarlífsins. Svo mæli ég
heilshugar með góðri gönguferð eða
bíltúr í Skaftafell,“ segir Eva. Hótel-
ið býður einnig upp á Super-Jeep
ferðir fyrir þá sem þyrstir í ævintýr.
„Á veitingastaðnum erum við með
fimm rétta lúxusmatseðil sem gælir
við bragðlaukana, notalegt and-
rúmsloft og fyrsta flokks þjónustu.
Leyfið okkur að skapa grunninn fyr-
ir dásamlegar minningar fyrir ykkur
um hvort annað.“ n
Hótel Laki er staðsett að Efri-
Vík, 880 Kirkjubæjarklaustri. Hafa
má samband í síma 412-4600 eða
með netpósti hotellaki@hotellaki.is
Nánari upplýsingar má finna á vef-
síðu hótelsins www.hotellaki.is en
þar er einnig hægt að bóka herbergi.
Himneskt nudd, slökun og dekur
N
udd er áhrifarík leið til að
draga úr streitu, spennu og
verkjum í vöðvum og bein-
um. Nudd dregur jafn-
framt úr andlegri streitu
og kvíða og vinnur gegn þunglyndi.
Nuddstofan Nudd og vellíðan býð-
ur upp á nokkrar tegundir af há-
gæðanuddi á sanngjörnu veðri.
Slökunarnudd er meðal þess
sem í boði er, en það er endurnær-
andi og slakandi nudd sem mýkir
vöðva og dregur úr spennu í líkam-
anum. Í partanuddi er lögð áhersla
á ákveðin svæði og líkamshluta eft-
ir þörfum hvers og eins. Íþrótta-
nudd miðar að því að auka blóð-
flæði og flýta endurbata eftir erfið
líkamleg átök.
Í steinanuddi eru sérstakir stein-
ar notaðir til að hitta á lykilpunkta
á líkamanum til að slaka á vöðv-
um og auka blóðflæði. Sérstakri
nuddtækni er beitt samhliða þessu.
Steinanudd er gott fyrir þá sem vilja
fá djúpa vöðvaslökun án beitingar
fastra strokna.
Í svæðanuddi er fótanudd þar
sem punktar sem hafa áhrif á
ákveðin svæði á líkamanum eru
örvaðir til að ná fram slökun og
vellíðan.
Nýjung: Paranudd!
Paranudd er rómantísk nýjung í
boði hjá Nudd og vellíðan. Para-
nudd hjá Nudd og vellíðan er
einstakt að því leyti að stofan býr
yfir sérhannaðri aðstöðu sem leyf-
ir pörum að njóta nuddsins saman
og spjalla meðan á nuddinu stend-
ur, í stað þess að vera lokuð af hvort
í sínu herberginu.
Nudd er góð og heilsusamleg
gjöf og eru hagstæð gjafabréf í boði
hjá Nudd og vellíðan. Gjafabréf er
hægt að panta á vefsíðu nuddstof-
unnar, http://www.nuddogvelli-
dan.is/kaupa-gjafabref/, og eru
þau yfirleitt tilbúin til afgreiðslu
samdægurs. n
Sem fyrr segir er stofan til húsa
að Hlíðasmára 2, Kópavogi. Nánari
upplýsingar og tímabókanir eru á
vefsíðunni www.nuddogvellidan.is.
Einnig er hægt að bóka með tölvu-
pósti á netfangið nudd@nuddog-
vellidan.is og fá nánari upplýsingar
í síma 788-0070.
Brúðkaup Brúðhjónin giftu sig núna í október. Með náttúruperluna Stjórnarfoss í bakgrunni. Economy herbergi. Standard herbergi.
Fallegt Húsið er fallegt í öllum árstíðum.
Fjallið í bakgarðinum
Nudd og vellíðan, Hlíðasmára 2, Kópavogi