Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Blaðsíða 14
Vikublað 25.–27. október 201614 Fréttir Erlent
Baráttan um
Hvíta húsið
n Munurinn á stefnumálum Donalds Trump og Hillary Clinton
Skattamál
Hillary Clinton
Clinton hefur lagt áherslu á að skattar
á þá sem hafa árstekjur undir 250
þúsundum dollara verði ekki hækkaðir.
Að sama skapi vill hún að þeir efnameiri
greiði meira til sam-
félagsins. Þannig muni þeir sem hafa
fimm milljónir dala eða meira í árstekjur
greiða fjögurra prósenta viðbótarskatt
af tekjum sínum. Þá muni þeir sem hafa
eina milljón dala eða meira í tekjur
greiða að lágmarki 30 prósenta skatt.
Donald Trump
Trump vill fara aðra leið en Clinton og
hefur talað fyrir flötum skattalækkun-
um. Þetta þýðir að allir, hvort sem þeir
eru ríkir eða fátækir, greiði minna en
áður. Trump hefur þó talað fyrir því að
þeir efnaminni fái ríkari skattafslátt en
þeir efnameiri og þeir allra tekjulægstu
greiði enga skatta. Þá vill Trump fækka
skattþrepum í þrjú í stað sjö. Loks vill
hann lækka skatta á fyrirtæki verulega.
Innflytjendamál
Hillary Clinton
Hillary Clinton er hófsamari en Donald
Trump þegar kemur að innflytjenda-
málum. Hún er andsnúin einkareknum
fangelsum, eða innflytjendamiðstöðv-
um og hefur látið hafa eftir sér að það
sé „heimskuleg“ hugmynd að ætla sér
að loka landamærum Bandaríkjanna
og Mexíkó með vegg. Clinton vill að
ólöglegir innflytjendur, sem dvalist
hafa árum saman í Bandaríkjunum, hafi
möguleika á að fá landvistarleyfi og,
eftir atvikum, ríkisborgararétt.
Donald Trump
Trump hefur vakið
athygli fyrir harða
afstöðu í innflytj-
endamálum. Trump
vill láta byggja
vegg með fram
landamærum
Bandaríkjanna
og Mexíkó til að
stöðva straum
ólöglegra
innflytjenda til
landsins. Trump
virðist þó hafa
mýkst í afstöðu
sinni til þessa
málaflokks eftir
því sem á kosn-
ingabaráttuna
hefur liðið. Hann
hefur til dæmis
dregið í land með
þær hugmyndir að
senda alla ólöglega inn-
flytjendur í Bandaríkjun-
um úr landi og að loka
landinu fyrir
múslimum.
Utanríkismál
Hillary Clinton
Hillary Clinton studdi innrásina í Írak á sín-
um tíma en segist í dag sjá eftir þeim stuðn-
ingi. Hún studdi aðgerðir Bandaríkjanna í
Líbíu á sínum tíma og hefur kallað eftir því
að Bandaríkjamenn beiti sér af meiri hörku
gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Þá vill hún
útvega Kúrdum og sýrlenskum uppreisnar-
mönnum vopn. Hún er talsmaður þess að
Bandaríkjamenn verði áfram í NATO.
Donald Trump
Donald Trump hefur gagnrýnt stríðs-
rekstur Bandaríkjanna í Írak og í öðrum
ríkjum Mið-Austurlanda. Hann vill bæta
samskipti Bandaríkjanna og Rússa og
segir að Bandaríkjamenn verði að eign-
ast bandamenn í Evrópu og Asíu. Hann
er talsmaður þess að Bandaríkjamenn
sigrist á Íslamska ríkinu með öllum
tiltækum ráðum og hefur látið hafa eftir
sér að NATO þurfi að gera meira í barátt-
unni gegn hryðjuverkamönnum.
Loftslagsmál
Hillary Clinton
Clinton hefur fylgt flokkslínum Demó-
krata flokksins hvað loftslagsmál varðar.
Hún telur, líkt og flestir, að Bandaríkjun-
um standi ógn af loftslagsbreytingum
og vill að strangari reglugerðir verði
settar um fyrirtæki sem starfa í
orkuiðnaði. Þá er hún andsnúin
frekari jarðborunum í Alaska og
lagningu Keystone-olíuleiðslunnar
frá Kanada til Bandaríkjanna, líkt
og Barack Obama. Hún hefur þó vakið
reiði náttúruverndarsinna vegna
afstöðu sinnar til svonefnds bergbrots
(e. fracking) sem hún styður.
Donald Trump
Loftslagsmál hafa ekki verið ofarlega
á baugi í kosningabaráttu Donalds
Trump. Í ræðum hefur hann þó sagt, í
grófum dráttum, að hann sé mótfallinn
því að gróðasjónarmið vegi þyngra en
náttúruverndarsjónarmið. Trump hefur
sagst vera talsmaður hreins lofts og
vatns, en vill samt lækka fjárframlög til
Umhverfisverndarstofnunar Banda-
ríkjanna (e. Environmental Protection
Agency). Þá segir hann að hlýnun jarðar
af mannavöldum sé „gabb“.
Skotvopnaeign
Hillary Clinton
Bandaríkjamenn eiga þjóða mest
af skotvopnum og Hillary Clinton
hefur sagt að nauðsynlegt sé að
athuga betur bakgrunn þeirra sem
kaupa sér skotvopn. Þá vill hún að
almenningur geti ekki fengið að kaupa
stærri skotvopn, svonefnda árásarriffla.
Donald Trump
Trump hefur sagt að koma hefði mátt í
veg fyrir margar skotárásir með frjáls-
lyndari skotvopnalöggjöf. Segir hann
að hinn óbreytti borgari hefði getað
gripið inn í og bjargað þannig mannslíf-
um. Hann segir að ákvæði bandarísku
stjórnarskrárinnar sem tryggir rétt
einstaklinga til að bera vopn verði ekki
afnumið nái hann kjöri.
Lög og regla
Hillary Clinton
Hillary vill gera ákveðnar
grundvallarbreytingar
á réttarkerfinu með það að markmiði
að fækka föngum. Hún vill afnema þá
ófrávíkjanlegu reglu að afbrotamenn
sem gerast sekir um ákveðin brot fái
sjálfkrafa ákveðinn lágmarksdóm. Þá
styður hún lög sem banna kynþátta-
greiningu (e. racial profiling) meðal
lögreglumanna; að gera ákveðna þjóð-
félagsþegna að skotspæni á grundvelli
kynþáttar. Þá vill hún fjölga úrræðum
fyrir fanga sem dæmdir hafa verið til
langrar fangelsisvistar fyrir aðra glæpi
en ofbeldisglæpi. Loks er hún mótfallin
því sem kallað er „stop-and-frisk“,
en það felur í sér heimild lögreglu til
að stöðva gangandi vegfarendur og
spyrja ýmissa spurninga, til dæmis um
vopnaburð.
Donald Trump
Hálfgert stjórnleysisástand ríkir í
Bandaríkjunum, að mati Trumps, sem
vill að lögregla fái meiri valdheim-
ildir til að berjast gegn glæpum og
glæpamönnum. Hann vill að lögregla
fái auknar heimildir til að beita hörku
gegn glæpamönnum. Hann er annarrar
skoðunar en Clinton hvað varðar
kynþáttagreiningu, og segir hana vera
nauðsynlegt verkfæri bandarískra
löggæslustofnana til að berjast gegn
hryðjuverkum og hryðjuverkamönnum.
Þá er hann talsmaður þess að lögregla
geti áfram beitt „stop-and-frisk“-heim-
ildinni og bendir á að hún hafi gefið góða
raun í New York.
Fóstureyðingar
Hillary Clinton
Hillary Clinton hefur fylgt flokkslínum
Demókrataflokksins hvað þetta varðar.
Hún styður fóstureyðingar og hefur talað
gegn því að þær verði bannaðar eftir 20
vikna meðgöngu. Þá hefur hún beitt sér
gegn lagabreytingum sem myndu setja
þeim sem framkvæma fóstureyðingar
þrengri skorður. Þá hefur hún gagnrýnt
íhaldssinna fyrir tilraunir þeirra til að
skera á fjárframlög til Planned Parent-
hood, félagasamtaka sem sjá fólki
fyrir heilbrigðisþjónustu, í ljósi þess að
samtökin framkvæmi fóstureyðingar.
Donald Trump
Trump sagði í mars að fóstureyðingar
ættu að vera ólöglegar. Hann bætti
um betur og sagðist styðja hugmyndir
um að konum, sem gangast undir
fóstureyðingu, yrði refsað fyrir
það. Nú er annað hljóð komið í
strokkinn og segist Trump vera
þeirrar skoðunar að hvert
og eitt ríki ætti að setja
sér sínar reglur hvað
fóstureyðingu varðar.
Þá ætti að beina
refsingum að þeim
sem sjá um fóstur-
eyðingar frekar en
þeim sem gangast
undir þær. Þá
sagðist hann styðja
fóstureyðingar
í ákveðnum til-
fellum, til dæmis
þegar um nauðgun
eða sifjaspell er að
ræða eða þegar líf
móður er í húfi.
A
ðeins eru þrjár vikur
þar til Bandaríkjamenn
ganga til kosninga um
nýjan forseta. Bar-
áttan um Hvíta húsið
stendur á milli Hillary Clinton,
frambjóðanda demókrata, og
Donalds Trump, frambjóðanda
repúblikana, og benda skoð-
anakannanir til þess að Hillary
hafi þó nokkuð forskot á keppi-
naut sinn. Á miðvikudag birti
Bloomberg niðurstöður nýrrar
könnunar sem bentu til þess að
Hillary hefði níu prósentustiga
forskot. En hvar standa þess-
ir tveir frambjóðendur í hin-
um ýmsu málum? DV fór ofan í
saumana á stefnumálum Don-
alds Trump og Hillary Clint-
on fyrir kosningarnar sem fram
undan eru. n einar@dv.is