Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Síða 10
Vikublað 25.–27. október 201610 Fréttir Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos Bragðgóð grísk jógúrt að vestan É g féllst á brottvísun en mót- mælti endurkomubanni,“ segir Mirjam Foeke Van Twui- jever, hollensk kona sem gift er íslenskum manni, með lög- heimili á Íslandi og með íslenska kennitölu. Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa eigi henni úr landi. Þá má hún ekki koma aftur til Íslands næstu þrjátíu árin. Það tekur hana sárt að vera bannað að heimsækja heimaland mannsins síns í nánustu framtíð. „Allt við þetta mál er ævintýralegt klúður. Tálbeituaðgerð fer úrskeiðis. Konan mín er rekin frá Kvíabryggju fyrir strok sem aldrei sannast. Hún er svikin um opið úrræði og svo á hún ekki að fá að koma hingað í 30 ár,“ segir Tómas Ingi Þórarinsson, eigin- maður Mirjam. Hún hlaut þyngsta dóm Íslands- sögunnar fyrir fíkniefnasmygl en hún var tekin með um tuttugu kíló af kókaíni og amfetamíni þegar hún kom til landsins í ársbyrjun 2015. Það sem kemur helst á óvart við þann dóm er að ekki var tekið tillit til samstarfsvilja hennar eins og Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur hef- ur bent á. Yfirvöld halda hins vegar fram að afsláttur hafi verið gefinn af refsingunni. Refsiramminn er há- mark 12 ár. „Mirjam vann náið með lög- reglunni og gaf upp öll nöfn sem hún vissi deili á. Með því setti hún sig í stórhættu. Í raun getur hún ekki farið aftur heim til Hollands. Þá þarf dóttir hennar að láta lögreglu vita af ferðum sínum,“ segir Tómas Ingi. Forsaga málsins Mirjam kom hingað til lands föstu- daginn langa í fyrra frá Amsterdam ásamt 17 ára dóttur sinni. Mikið magn fíkniefna fannst í fórum þeirra. Játaði Mirjam tafarlaust aðild sína að málinu. Ljóst mátti vera að hún hafði verið notuð sem burðardýr. Hún vann eins og áður segir náið með lög- reglunni við rannsókn málsins. Tók hún þátt í tálbeituaðgerð sem fór úr- skeiðis á ævintýralegan hátt. Vegna þess ganga þeir sem skipulögðu inn- flutninginn lausir. Sá sem stjórnaði tálbeituaðgerðinni hefur verið sak- aður um óeðlileg samskipti við brota- menn. Héraðssaksóknari felldi þau mál niður. Dómurinn yfir Mirjam vakti hörð viðbrögð, sérstaklega í ljósi þess að sannað þótti að hún væri burðar- dýr. Brynjar Níelsson, lögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ósáttur og spurði hvað hefði farið úr- skeiðis: „Þegar refsiramminn er nýttur í botn gagnvart burðardýrum er ekkert svigrúm til hærri refsinga gagnvart eigendum efnanna og skipuleggj- endum innflutnings þeirra. Eða trúa menn enn að þungar refsingar séu réttu viðbrögðin við þeim heilbrigðis- vanda sem neysla fíkniefna er?“ Dómurinn yfir Mirjam var svo mildaður í átta ár í Hæstarétti. „Ég geri mér grein fyrir að ég þurfi að taka út mína refsingu,“ segir Mirjam. „Ég hjálpað lög- reglunni og gert allt sem hún bað mig um. Þeir klúðruðu öllu og hvað fékk ég að launum? Fáránlega háan dóm og á meðan er maður í fang- elsi fyrir að flytja inn yfir tuttugu kíló af fíkniefnum og hann fékk fimm ár. Annar flutti inn 90 kíló af hassi og öðrum efnum og fékk átta og hálft ár. Ég flutti inn tuttugu kíló og fékk 11 ár, það er ekkert réttlæti í því, sérstaklega í ljósi þess að ég stóð við allt mitt og var sagt að ég myndi fá mun vægari dóm.“ Ástarsamband á Kvíabryggju Tómas var að taka út sína refsingu á Kvíabryggju þegar Mirjam var flutt þangað í opið úrræði. Aðspurður hvað það hafi tekið langan tíma að heilla hana svarar Tómas: „Það voru ekkert svo margir klukkutímar,“ svarar hann og glott- ir. „Þetta var ást við fyrstu sýn. Það voru ekki allir hrifnir af því að við værum að draga okkur saman. Við veltum því dálítið fyrir okkur þar sem vitað er að karlmenn eiga til að draga sig saman í fangelsum og ekki er þeim bannað að fara saman í sturtu. Þá var á þessum tíma hert á þeim reglum að karlfangar mættu ekki fara inn í klefa hjá kvenföngum og öfugt.“ Aðskilnaður Mánuði eftir að Mirjam var flutt á Kvíabryggju fékk Tómas pláss á Vernd sem er opið úrræði í höfuð- borginni. Þar greiða fangar leigu, mega fara út klukkan sjö á morgn- ana, en eiga að skila sér heim á milli klukkan sex og sjö og mega svo fara aftur út til klukkan 11. „Á þessum tíma var okkur farið að gruna að hún væri ólétt. Þegar við fengum það á hreint hringdi ég í Birgi forstjóra Kvíabryggju. Við ætl- uðum að eiga barnið og hittast oftar. Ég sagði að við vildum fá að gifta okkur hjá sýslumanni sem fyrst.“ Tómas sakar Birgi um að hafa dregið lappirnar í að láta þá ósk rætast. Um þetta leyti hafi það svo gerst að Mirjam hafi fundið til verkja og blæðinga orðið vart. Hún var að missa fóstrið. „Hún var eyðilögð yfir þessu. Við höfðum ætlað að eiga þetta barn. Hún hringdi í mig niðurbrotin og sagði: „Það er farið að blæða. Ég er að missa þetta fóstur.“ Svo liðu dagar og hún var enn með verki og talaði ekki við neinn. Hún var niðurbrotin og ég ákvað að fara til að hitta hana. Ég sagði við hana að við gætum sést yfir girðinguna. Ég var kominn á undan og þeir sáu mig og ég ók burt. Þeir sáu hana síðan koma gangandi frá fjörunni og það var túlkað sem strok. Ég var kallaður á teppið og lagði spil- in á borðið og viðurkenndi að hafa ætlað að hitta hana og gaf skýrslu um það.“ Tómas segir að hann hafi fengið áminningu. „Ég uni því. Við hittumst ekki. Hún gefur skýrslu um að við hefðum ætlað að hittast en ekki hist. Þeir telja að hún hafi strokið en hafa enga sönnun og vegna þess er hún föst í kerfinu í lokuðu úrræði,“ segir Tómas. „Það er hart að svipta konu opnu úrræði sem var í þessu hugar- ástandi. Þetta meinta strok hennar var nú ekki meira en það að hún kom sjálf gangandi að Kvíabryggju frá fjörunni. Og fjaran hefur alltaf verið föngum opin til afþreyingar. Á þessum tímapunkti var hún í hengl- um. Ég ætlaði að veita henni stuðn- ing á þessum erfiðu tímum. Ég vissi í raun ekki hvað ég átti að gera.“ Mirjam var því flutt til Akureyrar og var ósátt við flutninginn. Tómas ákvað að óska eftir að þau fengju að gifta sig þar. Segir Tómas að það hafi reynst auðsótt mál, og allt annað uppi á teningnum en á Kvíabryggju. Birgir Guðmundsson neitar að hafa sett stein í götu parsins. Þegar fangar óska eftir giftingu taki það tíma að safna saman gögn- um. Tómas gefur lítið fyrir þær út- skýringar. „Ég var búinn að heyra það út undan mér að hann ætlaði ekki að taka þátt í þessu.“ Gifting á Akureyri Fljótlega eftir flutning til Akureyrar leitaði Tómas til forstöðumanns um að fá leyfi fyrir giftingu og var það samþykkt undir eins. „Þeir gerðu þetta af stakri prýði og skipulögðu athöfnina undir ber- um himni uppi á hæð við hliðina á tveimur styttum. Þar stóð sýslumað- ur í fullum skrúða í æðislegu veðri.“ Tómas og Mirjam voru pússuð saman. Um nóttina gisti Tómas í fangaklefa lögreglunnar og fór aftur upp í fangelsið morguninn eftir til að vera með eiginkonu sinni. „Það var allt gert fyrir hana. Þau fóru með hana í innkaupaleiðang- ur og keyptur var fallegur kjóll og þau gerðu allt til að dagurinn yrði fullkominn. Forstöðumaðurinn og Gift en má ekki koma til Íslands í 30 ár n Giftu sig í fangelsi n Hjálpaði lögreglunni en græðir ekkert n Sögð hafa strokið af Kvíabryggju n Fær ekki að koma til Íslands í 30 ár Athöfnin utandyra Tómas og Mirjam giftu sig á Akureyri. Athöfnin var falleg en um nóttina svaf brúðurin í fangelsinu á Akureyri en Tómas á lögreglustöðinni. Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Hamingjusöm í fangelsi Tómas hrósar forstöðumanni fangelsisins á Akureyri. Fangaverðir fóru með Mirjam í verslunarleiðgangur til að kaupa kjól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.