Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 6.–8. desember 20164 Fréttir A fkoma þriggja fé­ laga Helga Magn­ ússonar, fjárfestis og fyrrverandi for­ manns Samtaka iðnaðar­ ins, var mjög góð á árinu 2015 og nam hagnaður þeirra eftir skatta samtals 838 milljónum króna. Helgi á tvö félög, Hof­ garða og Varðberg, að öllu leyti en eignarhlutur hans í Eignarhaldsfélagi Hörpu nemur 56 pró­ sentum. Afkoma félag­ anna var mun betri en árið 2014 þegar hagnað­ ur þeirra var samtals 242 milljónir. Félögin fjárfesta aðallega í skráð­ um hlutabréfum, þar sem mestu munar um eignarhluti í Marel og N1, en starfsemin gekk sérstaklega vel á síðasta ári. Heildareignir fé­ laganna þriggja í árslok 2015 námu um 2,6 milljörðum króna en skuld­ ir voru 800 milljónir. Bókfært eigið fé var því jákvætt um 1,8 milljarða. Á árinu 2015 greiddi Eignarhaldsfé­ lag Hörpu 50 milljónir króna í arð til hluthafa. Enginn arður var greiddur hjá Hofgörðum og Varðbergi. Í samtali við DV sagði Helgi Magnússon að afkoma þessara fé­ laga ráðist aðallega af því hvernig gangi í hlutabréfafjárfestingum. Af­ koman í fyrra hafi verið óvenjugóð en þróun hlutabréfaverðs sé hins vegar almennt mun lakari á þessu ári. Hann bendir á að hlutabréfa­ viðskipti séu sveiflukennd í eðli sínu og það komi glögglega í ljós þegar árin 2014, 2015 og 2016 eru borin saman. n hordur@dv.is Helgi hagnaðist um 838 milljónir króna Afkoman batnaði um 600 milljónir á milli ára Fjárfestir Helgi Magnússon. Samþykkir beiðni vogunarsjóða um dómkvadda matsmenn Fá óháða sérfræðinga til að leggja mat á efnahagsstöðu Íslands og aðgerðir stjórnvalda H éraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni banda­ rískra fjárfestingarsjóða um að skipaðir verði tveir óháðir erlendir matsmenn sem eiga að meta þær efnahagsleg­ ur forsendur sem lágu til grundvallar aðgerðum íslenskra stjórnvalda um meðferð aflandskrónueigna. Telja sjóðirnir, sem eiga aflandskrónur að fjárhæð tugi milljarða og neit­ uðu að skipta þeim á genginu 190 krónur fyrir hverja evru í gjaldeyris­ útboði Seðlabankans um miðjan júní síðast liðinn, að aðgerðirnar sem gripið var til verði ekki réttlættar með vísan til efnahagslegrar nauðsynjar. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms verður hlutverk hinna óháðu er­ lendu sérfræðinga hins vegar nokk­ uð umfangsminna en fjárfestingar­ sjóðirnir höfðu upphaflega farið fram á. Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofu­ stjóri efnahagsmála og fjármála­ markaða í fjármálaráðuneytinu, seg­ ir í samtali við DV að næsta skref íslenskra stjórnvalda sé að kanna hvort áfrýja eigi niðurstöðu héraðs­ dóms. Ekki hafi verið tekið ákvörðun um það á þessari stundu. Þess er skemmst að minnast að Eftirlits­ stofnun EFTA (ESA) komst að þeirri niðurstöðu 23. nóvember að frum­ varp fjármálaráðherra um meðferð aflandskrónueigna væri í samræmi við skuldbindingar Íslands gagn­ vart EES­samningnum. Tók stofn­ unin því ekki undir kvartanir sömu aflandskrónueigenda – vogunar­ sjóðsins Autonomy Capital og sjóða­ stýringarfyrirtækisins Eaton Vance – þess efnis að aðgerðir íslenska rík­ isins til að losa fjármagnshöft hafi falið í sér ólögmæta eignaupptöku og brot á jafnræðisreglu stjórnar­ skrárinnar. Hafnaði þremur spurningum Meira en fimm mánuðir eru liðnir síðan lögmaður sjóðanna á Íslandi, Pétur Örn Sverrisson, fór þess á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur að skip­ aðir yrðu tveir dómkvaddir mats­ menn til að svara alls ellefu ítar­ legum spurningum er lúta að efnahagsstöðu Íslands og aðgerðum stjórnvalda gagnvart aflandskrónu­ eigendum. Í frétt Bloomberg í sept­ ember síðastliðnum sakaði Pétur Örn íslenska ríkið um að reyna að tefja fyrir því að dómstólar skipuðu óháða sérfræðinga í málinu. Stjórn­ völd höfðu þá fengið frest til að skila frekari skriflegum greinargerðum fyrir því að ekki ætti að skipa slíka matsmenn. Í fréttinni var haft eftir Guðrúnu Þorleifsdóttur að stjórnvöld væru einfaldlega að verja sína hagsmuni og benti hún jafnframt á að það væri afar óvenjulegt að dómstólar myndu skipa dómkvadda matsmenn sem hefðu jafn víðtækt hlutverk og fjár­ festingarsjóðirnir höfðu farið fram á í beiðni sinni. Í niðurstöðu Héraðs­ dóm Reykjavíkur í síðustu viku er fallist að hluta til á þau sjónarmið ís­ lenskra stjórnvalda þar sem dómur­ inn hafnaði þremur af þeim ellefu spurningum sem sjóðirnir óskuðu eftir rökstuddu áliti matsmanna á. Fram kemur í matsbeiðni Autonomy Capital, sem DV hefur undir hönd­ um, að aflandskrónueign vogunar­ sjóðsins sé í höndum þriggja sjóða sem félagið hefur í stýringu. Þar er um að ræða Autonomy Master Fund Limited, GAM Trading (No. 37) og Autonomy Iceland Two S.á.r.l. „Ólögmæt skerðing“ krónueigna Í matsbeiðninni segir að tilefni hennar sé meðal annars fá hina óháðu sérfræðinga til að meta hvort hægt hefði verið að ná efnahags­ legum markmiðum um afléttingu hafta með öðrum leiðum, og minna íþyngjandi fyrir aflandskrónu­ eigendur, en sú „ólögmæta skerðing“ sem sjóðirnir telja að felist í aðgerðum stjórnvalda. Þá vilja fjárfestingarsjóðirnir að lagt verði mat á efnahagsleg áhrif þeirra til­ lagna til lausnar á greiðslujafnaðar­ vandanum sem kynntar voru full­ trúum framkvæmdahóps um afnám fjármagnshafta á fundi í Seðlabank­ anum 19. febrúar fyrr á þessu ári. Þær tillögur fólu í sér „tíu tímabila lausn þar sem afsláttur af krónueignum matsbeiðanda færi stigminnkandi yfir til dæmis 5 ára tímabil. Afsláttur af fyrstu útborg­ un krónueigna matsbeiðanda hefði verið 20% og hefði farið stiglækk­ andi niður í 0% á níunda tímabil­ inu.“ Lausnin hefði gert stjórnvöld­ um kleift, að því er fram kemur í matsbeiðninni, að greiða vogunar­ sjóðnum „án þess að þurfa að notast við gjaldeyrisforða þjóðarbúsins. Innflæði gjaldeyris samkvæmt efnahagsspám Seðlabankans sjálfs hefðu dugað til að leysa vandann.“ Ekki „óeðlilegur afsláttur“ Fyrrnefndar kvartanir Autonomy Capital og Eaton Vance til ESA byggðust einkum á því að rök ís­ lenskra stjórnvalda og tilvísun í verndarsjónarmið ættu sér ekki stoð miðað við núverandi efnahags­ ástand á Íslandi. Þótt efnahagur ís­ lenska ríkisins hafi styrkst á undan­ förnum árum taldi ESA hins vegar það ekki fela í sér að greiðslujöfn­ unarvandi Íslands hafi verið leystur. Því sé enn ekki tryggt að ekki verði óstöðugleiki í kjölfar afnáms hafta og var það því niðurstaða ESA að aðgerðir stjórnvalda féllu innan þessa svigrúms. Í úrskurði segir ESA jafnframt að sjóðirnir hafi ekki lagt fram nein gögn sem sýni fram á að íslensk stjórnvöld hafi með gjaldeyrisút­ boði Seðlabankans þvingað erlenda aðila sem áttu aflandskrónur til að samþykkja „óeðlilegan afslátt“ af krónueignum sínum. Þvert á móti, eins og stjórnvöld nefna í bréfi sínu til ESA, sé ástæða til að benda sér­ staklega á í því samhengi að vís­ bendingar séu um viðskipti með aflandskrónur á lægra gengi en 190 krónum gagnvart evru nokkrum vikum fyrir útboð Seðlabankans. Samkvæmt heimildum DV áttu þau viðskipti sér stað á genginu 195 krónur fyrir hverja evru og var það vogunarsjóðurinn Autonomy Capi­ tal sem stóð að baki kaupunum. n Aflandskrón- ufrumvarp Hlutverk hinna dómkvöddu matsmanna verður ekki jafn víðtækt og sjóðirnir höfðu farið fram á. Mynd Sigtryggur Ari Hörður Ægisson hordur@dv.is Gleraugnaverslunin Eyesland opnar nýja og glæsilega verslun á Grandagarði 13. Mikið úrval af góðum gleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónstu. Opnum augun á nýjum stað! Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Ray Ban umgjörð kr. 24.890,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.