Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 6.–8. desember 201612 Fréttir Retor Fræðsla Íslenskukennsla fyrir innflytjendur Vorönn 2017 hefst 9. janúar. Skráning hafin á retor.is eða í síma 519 4800. Retor Fræðsla - Hlíðasmára 8, Kópavogi - Sími: 519 4800 - www.retor.is n „Erum að reyna að hefja nýtt líf“ n Vilja kveða allar kjaftasögur í kútinn n Neita að gefast upp n Tvær sprengjuárásir og eitt innbrot É g hafði fylgst með Ólafíu úr fjarlægð, en ég hef lengi haft áhuga á húðflúri og öllu sem því tengist. Ólafía er stórt núm- er í íslenska húðflúrheiminum og ég var alltaf skotinn í henni,“ segir Andri Már Engilbertsson í samtali við DV, aðspurður hvernig hann kynntist unnustu sinni, Ólafíu Kristjánsdóttur. Ólafía og Andri hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir að húðflúrstofa í þeirra eigu var gjör- eyðilögð. Stofan sem heitir Immortal Art var í Hafnarfirði og átti að opna hana morguninn eftir, þann 1. nóv- ember. Það varð þó aldrei. Skömmu eftir miðnætti komu tveir menn á skellinöðru, stoppuðu hjá stofunni, brutu rúðu og köstuðu inn tívolí- bombu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði og innanstokksmun- ir gjöreyðilögðust. Í kjölfarið voru fimm handteknir en fjórir úrskurð- aðir í gæsluvarðhald en Hæstiréttur átti eftir að fella úrskurðinn úr gildi nokkrum dögum síðar. Andri og Ólafía vilja ekki nafn- greina fólkið sem þau telja að liggi undir grun. Þau ákváðu að stíga fram og segja alla söguna til að leið- rétta sögusagnir sem reynt hafi verið að koma af stað um að Ólafía hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Vilja fá að vera í friði Ólafía og Andri hafa greint stuttlega frá því að þau hafi sætt hótunum í að- draganda þess að opna átti stofuna. Þau settust niður með blaðamönn- um DV til að segja alla söguna en þau stefna á að opna stofuna að nýju fljót- lega. „Við erum venjulegt fólk sem er með heiðarlegan rekstur og erum bara að reyna að hefja nýtt líf saman,“ segir Andri. „Við viljum bara fá að vera í friði,“ bætir Ólafía við. Hvernig kynntust þið? „Ég hafði vitað af henni lengi. Hún er þekkt í faginu. Í fyrrasumar heyrði ég að hún væri hætt með kærastanum og við byrjuðum að pota í hvort ann- að á Instagram.“ Instagram er sam- skiptamiðill sem gengur út á að birta myndir við hin ýmsu tækifæri. „ Eftir viku vorum við bæði farin að læka tveggja ára gamlar myndir. Það var bara verið að segja: Hei, ég er að tékka á þér. Það leið ekki langur tími þar til ég tók af skarið og sendi henni einkaskilaboð og vinabeiðni á sama tíma. Ég lét hana vita að mér þætti hún ótrúlega falleg, ég væri mikill að- dáandi verka hennar og langaði að kynnast henni betur.“ Í kjölfarið fóru þau út að borða og lagður var grunnur að sambandi. „Við smullum strax saman og það var lítið sofið næstu vikurnar.“ Hótað brottrekstri Ólafía hafði unnið sem húðflúrari frá árinu 2011 við góðan orðstír. Á stof- unni sem hún réð sig til fyrst voru engin leiðindi sem tekur að nefna. Þegar í ljós kom að hún var að hitta Andra varð fjandinn laus. Þetta var í byrjun sumars 2015. Kveðst Ólafía hafa verið hótað brottrekstri ef hún „Viljum bara fá að vera í friði“ „Ég heyrði ekkert frá henni og ég fann á mér að eitthvað væri að. m y n d s ig tr y g g u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.