Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 14
Vikublað 6.–8. desember 201614 Fréttir Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi Verið ávallt velkomin Almar bakari Bakarí og kaffihús Sunnumörk Opið frá 7-18 mánudaga til laugardaga og sunnudaga frá 8-17 Brauðin í okkar handverksbakaríi fá rólega og góða meðhöndlun. Þau eru kælihefuð í allt að 18 tíma og því notum við engan viðbættan sykur, minna salt og minna ger í hvert og eitt brauð. Með þessari meðferð verða þau bragðbetri og hollari. Nýjasta brauðið er súrdeigsbrauðið sem er steinbakað og súrinn lagaður af bakaranum. Það heitir Hengill og er bragðmikið og öflugt brauð með þykkri skorpu. Við keyptum nýjar græjur og hengd- um málverkin upp á vegg. En sirka tíu dögum fyrir opnun heyri ég utan úr bæ að það eigi að skemma allt fyrir okkur.“ Kveðst Andri hafa með aðstoð komist í samband við mann sem þekkir vel til í undirheimunum. Markmiðið var að skýra þeirra hlið og þau vildu aðeins fá að starfa í friði. Sá fundur var stuttur og engin niðurstaða fékkst í málið. Tíu dög- um síðar boðaði maðurinn Andra á annan fund, nánar tiltekið 20. október síðastliðinn. Fór sá fundur fram í Bakarameistaranum í Kópa- vogi. „Þar taldi ég að ég væri að hitta einn mann. Þegar þangað var kom- ið var mér sagt að annar maður vildi ræða við mig. Þeir komu svo þrír inn og ég sat þarna við borðið með þeim fjórum. Hann segir við mig yfir vegaður án nokkurra láta: „Við ætlum að hafa þetta stutt, þetta er ekki flókið. Ólafía flúrar aldrei á Ís- landi. Hún sveik fjölskylduna mína og þetta stoppar strax.“ Segir Andri að félagi manns- ins hafi þá tekið til máls og sagt að hennar fyrri vinnuveitendur hafi keypt fyrir hana íbúð, bíl og fleira. Í samtali við DV segir Andri: „Það er ekki rétt. Hún keypti þetta sjálf. Þetta eru lygar og það var verið að reyna skemma hennar mannorð og það tekur því varla að hrekja allar þessar fáránlegu ásakanir.“ Ólafía bætir við: „Ég átti líka að hafa brotist inn á stofuna og breytt aðgangsorði að Facebook-síðunni minni. Eina sem ég gerði var að ég tók út sem stjórn- anda þann sem vann í afgreiðslu á húðflúrstofunni þar sem ég hafði búið síðuna til í mínu nafni út frá minni persónulegu Facebook-síðu. Á endanum ákváðum við að eyða síðunni og slíta þannig á alla strengi og búa til nýja.“ Andri fékk nóg af tilhæfulausum ásökunum og sagði: „Strákar, þetta er konan mín. Þetta er ekki okkar hlið á þessu máli. Nú hef ég heyrt ykkar hlið.“ Eftir það leystist fundurinn upp. Í kjölfarið lét Andri lögreglu vita af fundinum í bakaríinu. Þá var búið að kæra bæði innbrotið á heimili Ólafíu og fyrri sprengjuárásina. Lög- reglan tók málið alvarlega og ákvað að fylgjast með framvindunni. Upp- tökuvélum var komið upp beint á móti húðflúrstofunni til að fylgjast með mannaferðum. Tilhlökkun – draumur verður að martröð Þann 31. október var Immortal Art tilbúin fyrir opnun. Falleg málverk á veggjum. Ný tæki til að vinna með. Andri og Ólafía höfðu staðið fyrir leik á Facebook þar sem í boði var ókeypis húðflúr og aðdáendum síðunnar fjölgaði ört. Andri og Ólafíu lögðust glöð upp í rúm. Stóri dagurinn var fram undan. Klukkan 01.44 hringdi sími Andra. Það var búið að kasta sprengju inn í stofuna. „Okkur leið ömurlega,“ segir Ólafía. „Við fórum upp eftir í rusli og áfall- ið var gríðarlegt. Draumarnir skyndi- lega á bak og burt.“ Næstu dagar voru erfiðir. „Það tók við mikil sorg, síðan þurft- um við að ganga í gegnum trygginga- ferli. Við lögðum fram kærur og við vitum eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum að málið var litið alvarlegum augum.“ DV fjallaði áður um aðgerðir lög- reglu sem voru samhæfðar og fram- kvæmd húsleit á sjö stöðum. Þá kom fram í frétt DV að eigendur Reykjavík Ink, Össur Hafþórsson og Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, hefðu verið hand- teknir ásamt Kristens Kristenssyni og Sævari Hilmarssyni. Voru þau úr- skurðuð í vikulangt gæsluvarðhald grunuð um aðild að sprengjuárásinni. Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurðinn og var þeim sleppt. Framtíðin björt Eftir allt sem á undan er gengið hafa Andri og Ólafía fundið fyrir gríðar- legum stuðningi. Múrarameistarar, rafvirkjar og píparar hafa boðist til að gefa vinnu sína og það styttist í að Immortal Art verði opnuð. „Við erum reyna að hefja líf okkar saman og hún er að reyna skilja þetta fólk eftir. Við viljum bara fá að gera það sem við elskum. Þetta eru okkar heiðarlegu peningar, allt er uppi á yfir- borðinu og það kemur enginn annar nálægt okkar rekstri. Við erum venjulegt fólk. Ólafía er heiðarleg manneskja sem hefur þrælað fyrir sínu og við viljum kveða allar kjaftasögur í kútinn.“ n „Við erum venju- legt fólk sem er með heiðarlegan rekstur og erum bara að reyna að hefja nýtt líf saman. Eftir eldsvoðann Draumurinn búinn í bili. Allt innbú gjörónýtt. m y n d s ig Tr y g g u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.