Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 10
Vikublað 6.–8. desember 201610 Fréttir Meirihlutinn stendur við stóru orðin n Borgarstjórnarmeirihlutinn vel á veg kominn með að uppfylla samstarfssamninginn n Flest verkefni komin í framkvæmd eða ferli v ið myndun meirihlutasam- starfs Samfylkingar, Bjartrar framtíða, Vinstri grænna og Pírata í borgarstjórn árið 2014 var samþykktur sam- starfssamningur milli flokkanna. Í samningnum voru sett fram 81 at- riði sem vinna skyldi að á kjörtímabil- inu. Nú, þegar kjörtímabilið er ríflega hálfnað, hefur meirihlutanum tekist að hrinda miklum fjölda þessara mála í framkvæmd eða í það minnsta setja þau á dagskrá. Fá dæmi eru um að ekki hafi verið staðið við þær áætl- anir sem tilteknar voru í samningn- um. Helst er slíkt að finna þar sem lofað var auknum fjármunum til skólamála en vegna erfiðleika í rekstri borgarinnar og hagræðingarkröfu var meðal annars bakkað með að lækka leikskólagjöld um 200 milljónir á yf- irstandandi ári, líkt og til stóð. Í fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár, sem kynnt verður í dag, er gert ráð fyrir að 120 milljónir króna verði sett- ar í lækkuð leikskólagjöld. Samningnum er skipt upp í tíu kafla sem fjalla um stjórnkerfi og lýðræði, húsnæðismál, skóla- og frístundamál, bætt kjör barnafjöl- skyldna, umhverfis- og skipulags- mál, velferð, mannréttindamál, íþrótta- og tómstundamál, atvinnu- og ferðamál og menningarmál. Áherslurnar eru hverjar fyrir sig mjög misumfangsmiklar og kalla þannig á mismikil fjárútlát eða að- gerðir af hálfu borgarinnar. Til að mynda eru þau verkefni sem falla undir kaflann stjórnkerfi og lýðræði fæst þess eðlis að þær kalli á mikil fjárútlát. Aftur á móti mun fjölgun fé- lagslegra íbúða, sem er hluti af hús- næðismálakafla samningsins, þýða veruleg útgjöld á næstu fimm árum. Stjórnkerfi- og lýðræði Sé horft á fyrsta kaflann, sem fjallar um stjórnkerfi og lýðræði, innheldur hann átta verkefni sem ráðast á í. Flestum þessara verkefna er lokið, að heild eða hluta, og önnur eru í ferli. Þannig var stefnt að stofnun stjórn- kerfis- og lýðræðisráðs sem verða myndi fastanefnd í borgarkerfinu. Ráðið var stofnað 16. júní 2014, fimm dögum eftir undirritun samstarfs- samningsins og hefur starfað síðan. Þá var í desember sama ár stofnað embætti erindreka gagnsæis og sam- ráðs sem vinna skyldi með umræddu ráði og var það í samræmi við sam- starfssamninginn. Úttekt var unnin á verkefnunum Betri Reykjavík og Betri hverfi, rafrænum kosningum um verk efni innan borgarkerfisins, og úr- bætur gerðar á þeim ferlum. Þá hafa drög að reglum um íbúakosningar verið lögð fram í forsætisnefnd borg- arinnar en ekki verið samþykktar þar enn. Eina verkefnið í kaflanum sem á enn nokkuð í land með að klára er til- lögugerð um eflingu nærþjónustu og hlutverk hverfaráða. Hins vegar hefur talsverð vinna verið lögð í það verk- efni en það er þó umfangsmikið og á enn eftir að klára. Húsnæðismál Fimm atriði í samstarfssamningnum snúa að húsnæðismálum. Langsam- lega stærst þeirra er áætlun um að- komu borgarinnar að uppbyggingu á þriðja þúsund leigu- og búseturéttar- íbúða og fjölgun félagslegra íbúða á vegum borgarinnar. 12. mars á þessu ári undirrituðu Reykjavíkurborg og Alþýðusamband Íslands samkomu lag um að hefja uppbyggingu eitt þúsund leiguíbúða í borginni. Miðað er við að verkefnið taki fjögur ár og er um blandaða uppbyggingu að ræða. Reykjavíkurborg mun úthluta lóðum sem stofnstyrk inn í Almenna íbúða- félagið í þessu skyni. Húsnæðis- áætlun Reykjavíkur gerir jafnframt ráð fyrir uppbyggingu íbúða í sam- starfi við Búseta, Félagsstofnun stúd- enta, Byggingafélag námsmanna, Félag eldri borgara og fleiri til þess að auka framboð íbúða fyrir alla. Við það bætast svo íbúðir sem rísa á hefðbundnum íbúðamarkaði. Hinn 27. nóvember 2014 sam- þykkti borgarráð tillögu borgarstjóra um að heimila Félagsbústöðum að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á árunum 2015 til 2019. Fjárfesting Félagsbústaða mun nema um 13,5 milljörðum króna. Verður íbúðum fjölgað með byggingum eða kaupum og mun eignasafn Félagsbústaða stækka um 28 prósent til ársloka 2019. Stofnfjár- framlag Reykjavíkurborgar er áætl- að rúmlega 1,23 milljarðar á tímabil- inu. Er þessi samþykkt í samræmi við samstarfssamning meirihluta borgarstjórnar. Þá mun einstaklings- bundinn húsnæðisstuðningur sem taki mið af stöðu viðkomandi taka gildi 1. janúar næstkomandi. Skóla- og frístundamál Í kafla þar sem fjallað er um skóla- og frístundamál eru tólf atriði undir. Megnið af þeim snýr að skipun starfs- hópa, gerð stefnumiða, auknu sam- starfi milli skólastiga og sveitarfé- laga og annarra áætlana sem snúa að skólum og frístundamálum. Flest- um þeirra atriða hefur verið hrint í framkvæmd að hluta eða heild. Til að mynda fengu grunnskólar borgar- innar úthlutað 75 milljónum króna á yfirstandandi ári til að styrkja verk-, tækni- og listgreinakennslu. Þá var 60 Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Vel á veg komin Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og samstarfsfólk hans í meirihluta borgarstjórnar geta verið býsna sátt við framgang verkefna samstarfssamningsins. Mynd SigtRygguR ARi Efling strætó Tíðni aksturs á helstu leiðum hefur verið aukin hjá Strætó. ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.