Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2016, Blaðsíða 11
Vikublað 6.–8. desember 2016 Fréttir 11 Meirihlutinn stendur við stóru orðin n Borgarstjórnarmeirihlutinn vel á veg kominn með að uppfylla samstarfssamninginn n Flest verkefni komin í framkvæmd eða ferli milljóna króna auknu fjármagni veitt til faglegs starfs í grunnskólum síðast­ liðið haust. Framlög vegna náms­ gagna til skapandi starfs í leikskólum voru hækkuð úr 1.800 krónum á barn í 3.000 krónur, einnig síðastliðið haust. Nefndar hækkanir eru hluti af sér­ stakri aðgerðaáætlun í skólamálum. Þá var sérstaklega tiltekið að vinna ætti áætlun um að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla. Skýrslu um málið var skilað árið 2015 en unnið er að frekari útfærslu sem liggja á fyrir fyrri hluta næsta árs. Þá verð­ ur opnað fyrir inntöku yngri barna á leikskóla borgarinnar á næsta ári. Samkvæmt aðgerða áætlun í skóla­ málum er stefnt að því að taka börn sem fædd eru í mars og apríl árið 2015 inn á leikskóla borgarinnar frá og með næstu áramótum. Til þessara aðgerðar verða tryggðar 425 milljónir króna í fjárhagsáætlun 2017. Bætt kjör barnafjölskyldna Í kaflanum bætt kjör barnafjöl­ skyldna eru þrjú atriði undir. Systkina afslættir þvert á skólastig hafa verið teknir upp frá árinu 2015 og frístundakort var hækkað um 5.000 krónur á barn árið 2015. Sam­ kvæmt samstarfssamningnum stóð til að hækka upphæð frístundakorts­ ins að nýju á þessu ári en fallið var frá því vegna fjárhagsstöðu borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykja­ víkurborg stendur til að hækka upp­ hæðina á næsta ári. Hið sama á við um fjármagn til skóla­ og frístundasviðs. Í samstarfs­ samningnum kom fram að lækka ætti leikskólagjöld um 100 milljónir króna árið 2015 og var staðið við það. Hins vegar áttu leikskólagjöld einnig að lækka á yfirstandandi ári, þá um 200 milljónir króna. Ekki varð af þeirri lækkun sökum erfiðrar rekstrar stöðu borgarinnar en stefnt er að því að leik­ skólagjöld verði lækkuð á næsta ári, um 120 milljónir króna. Þá er rétt að benda á að fæðisgjöld voru hækkuð síðastliðið haust í leik­ og grunnskól­ um borgarinnar og var hluta þeirrar hækkunar velt yfir á fjölskyldur. Umhverfis- og skipulagsmál Þegar kemur að umhverfis­ og skipulagsmálum eru hvorki meira né minna en sextán mál undir. Hluti þeirra snýr að lýðræðismálum og þátttöku borgaranna og er vel á veg kominn. Auk þess var meðal annars stefnt að eflingu strætisvagnakerf­ isins og auknum forgangi almenn­ ingssamgangna. Efling strætisvagna­ kerfisins er þegar hafin samkvæmt áætlun um forgangsakstur strætós yfir umferðarljós og á forgangsrein­ um auk þess sem tíðni hefur verið aukin á stærstu leiðum úr 15 mínút­ um í 10 mínútur. Þá er enn sem fyrr til skoðunar að byggja upp léttlestar­ kerfi innan borgarinnar, í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuð­ borgarsvæðinu. Undir þennan kafla falla einnig málefni Orkuveitu Reykjavíkur en björgunaráætlun í rekstri fyrirtækis­ ins hefur verið í gildi frá árinu 2011. Verkefninu lýkur í árslok 2016 og hefur árangur áætlunarinnar verið umfram markmið. Velferðarmál Tólf atriði eru tiltekin þegar kemur að velferðarmálum. Meðal annars var stefnt að því að bjóða þeim sem þarfn­ ast fjárhagslegrar aðstoðar borgarinn­ ar tækifæri til vinnu, náms, starfsend­ urhæfingar eða meðferðar. Ýmis verkefni í þessa veru hafa verið sett af stað og hafa þau reynst vel. Þeim sem þáðu fjárhagsaðstoð fækkaði þannig frá janúar til mars 2016 um 23,6 pró­ sent miðað við sama tímabil árið 2015. Þá var því lýst í samstarfssamn­ ingnum að efla ætti heimaþjónustu við eldra fólk og gera því þannig kleift að búa lengur heima hjá sér. Því verk efni var hrint af stað og gaf góða raun. Þá er fyrirliggjandi samn­ ingur um byggingu ríflega 100 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg og munu framkvæmdir hefjast á næsta ári, en fjölgun hjúkrunarrýma var eitt þeirra atriða sem tiltekin voru í samstarfssamningnum. Mannréttindamál Í mannréttindakafla samstarfssamn­ ingsins kemur fram að áfram verði framfylgt áætlun um að útrýma kyn­ bundnum launamun innan borgar­ innar. Sú áætlun virðist vera að skila árangri en ekki liggja fyrir nýrri gögn en fyrir árið 2014. Þegar litið er á borgina sem eina heild hefur kyn­ bundinn launamunur farið úr 13,5 prósentum árið 2007 niður í 3,5 pró­ sent árið 2014. Önnur verkefni eru vel á veg komin. Íþrótta- og tómstundamál Í íþrótta­ og tómstundamálum ber kannski hæst uppbyggingu sund­ laugar og íþróttamannvirkja í Úlfarsár­ dal en ríflega fjórir milljarðar eru áætl­ aðir í þá uppbyggingu á næstu fimm árum. Auk þess er unnið að byggingu útilaugar við Sundhöll Reykjavíkur sem opnar á næsta ári. Þessi verk­ efni voru tiltekin í samstarfssamningi meirihlutans, auk annarra sem al­ mennt eru vel á vegi stödd. Atvinnu- og ferðamál Í atvinnu­ og ferðamálahluta samn­ ingsins fær ferðaþjónustan talsvert rými. Þannig var samþykkt að dreifa frekari uppbyggingu gistirýma og hótela með skynsamlegum hætti um borgina. Nú þegar hefur verið settur kvóti á fjölda hótela í Kvosinni. Í ár á að samþykkja slíkan kvóta á Lauga­ vegi og nærliggjandi götum. Er það í samræmi við samstarfssamninginn. Menningarmál Að síðustu fjallar samstarfssamn­ ingurinn um menningarmál. Tals­ verður hluti þess kafla er almenn­ ur um vilja til að leggja áherslu á listir og styrkja grasrótarstarf. Hef­ ur verið unnið að þeim verkum á kjörtímabilinu. Þá er lögð áhersla á að borgarhátíðir verði þróaðar áfram og efldar. Efldir hafa verið samstarfs­ samningar við sjálfsprottnar hátíðir í borginni með hækkuðu framlagi og langtímasamningum. Yfir 40 hátíðir í borginni njóta nú framlags til lengri eða skemmri tíma og hefur sá fjöldi aldrei verið meiri. n Borgarhátíðir efldar Unnið hefur verið að því að efla borgarhátíðir á borð við Menningarnótt. jólagjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin fást www.mytouch.rocks Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. fæst á www.mytouch.rocks Optrel Vegaview 2.5 DIN er heimsmeistarinn Optrel fótósellu- hjálmar fyrir rafsuðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.