Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 4
í 40 ÁR
Með álfinum
...til betra líf
s!
Stjórnmál Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, hefur mætt einu sinni til
atkvæðagreiðslu á Alþingi frá þing-
setningu, eða þann 22. desember
2016. Þá greiddi hann atkvæði í 28
skipti við afgreiðslu á svokölluðum
bandormi. Alls hefur hann verið fjar-
verandi í 87,2 prósent tilfella frá því
að þing kom saman síðastliðið haust.
Sex þingfundadagar eru eftir fram
að þingfrestun og sumarfríum í lok
mánaðarins.
Þátttaka alþingismanna í
atkvæðagreiðslum er skrásett á
heimasíðu Alþingis. Þingmenn
mæta mjög misjafnlega vel til
atkvæðagreiðslu en alla jafna eru
ráðherrar mest fjarverandi við
atkvæðagreiðslur. Þó eru á því
undantekningar en sá þingmaður
sem minnst hefur mætt, að Sig-
mundi undanskildum, er Ásta Guð-
rún Helgadóttir, þingmaður Pírata.
Ásta hefur verið fjarverandi við 88
atkvæðagreiðslur á tímabilinu eða
í 38,8 prósent tilfella. Þar með hefur
hún verið meira fjarverandi en allir
ráðherrar ríkisstjórnarinnar.
Þó munar aðeins einni atkvæða-
greiðslu á Ástu og Kristjáni Þór Júlíus-
syni menntamálaráðherra, sem hefur
verið fjarverandi 87 sinnum.
Það eru þingmenn stjórnarand-
stöðunnar sem mæta verst, ef frá er
talinn menntamálaráðherra. Á eftir
Sigmundi og Ástu Guðrúnu kemur
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, sem hefur verið
fjarverandi í þriðjungi atkvæða-
greiðslna. Gunnar Bragi Sveinsson,
þingmaður Framsóknarflokksins
hefur verið fjarverandi í 31 prósenti
tilfella.
Til eru þó þeir þingmenn sem
varla láta sig vanta. Steinunn Þóra
Árnadóttir, þingmaður Vinstri
grænna, hefur aldrei verið fjarverandi
frá því að þing hófst. Hún hefur einu
sinni tilkynnt fjarvist. Flokksbræð-
urnir Birgir Ármannsson og Óli Björn
Kárason, þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, hafa hvor um sig verið fjarverandi
frá einni atkvæðagreiðslu.
Sigmundur einungis mætt einu sinni
Þátttaka þingmanna í atkvæðagreiðslum segir ekkert um framlag þeirra á fundum hjá nefndum Alþingis. FréttAblAðið/EyÞór
Fjarvistir ráðherra frá atkvæðagreiðslum
Bjarni
Benediktsson
forsætisráðherra
23,3%
Benedikt
jóhannesson
fjármálaráðherra
5,3%
Björt
ólafsdóttir
umhverfisráðherra
23,3%
Guðlaugur Þór
Þórðarson
utanríkisráðherra
25,6%
jón
Gunnarsson
samgönguráðherra
20,7%
Kristján Þór
júlíusson
menntamálaráðherra
38,3%
óttarr
Proppé
heilbrigðisráðherra
6,2%
Sigríður á.
Andersen
dómsmálaráðherra
21,9%
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðh.
24,8%
Þorsteinn
Víglundsson
félagsmálaráðherra
6,6%
Þórdís Kolbrún
Gylfadóttir
iðnaðarráðherra
5,7%
Mestu fjarvistir óbreyttra þingmanna í atkvæðagreiðslum:
Sigmundur D.
Gunnlaugs.
Framsóknarfl.
87,2%
ásta Guðrún
Helgadóttir
Pírötum
38,8%
Oddný G.
Harðardóttir
Samfylkingu
33,5%
Gunnar Bragi
Sveinsson
Framsóknarfl.
31,3%
Þessir mæta best í atkvæðagreiðslur:
Steinunn Þ.
árnadóttir
Vinstri græn
Aldrei óútskýrð
fjarvera
Birgir
ármannsson
Sjálfstæðisflokki
1 fjarvera
Guðjón S.
Brjánsson
Samfylkingu
1 fjarvera
logi
Einarsson
Samfylkingu
1 fjarvera
óli Björn
Kárason
Sjálfstæðisflokki
1 fjarvera
Þingmenn stjórnarand-
stöðunnar skipa öll sæti
þeirra þingmanna sem
verst mæta til atkvæða-
greiðslu á Alþingi. Að-
eins einn þingmaður
hefur aldrei verið fjar-
verandi af óútskýrðum
ástæðum. Sigmundur
Davíð mætir illa í
atkvæðagreiðslur.
Þá hafa Samfylkingarmennirnir
Logi Einarsson og Guðjón S. Brjáns-
son einnig aðeins verið fjarverandi
einu sinni hvor um sig.
Fréttablaðið óskaði eftir viðtali
við Sigmund Davíð Gunnlaugsson
um téðar fjarvistir með smáskila-
boðum. Þeim svaraði Sigmundur
skömmu síðar með sama hætti:
„Sæl og blessuð. Nei takk. Ég er
löngu hættur að svara svona rugli
frá sérstökum áhugamönnum um
mig. Ég er í vinnu sem þingmaður
á hverjum einasta degi. Á þessu ári
eru páskadagur og annar í páskum
einu undantekningarnar. Það heyrir
til undantekninga að ég mæti ekki í
þinghúsið eða á skrifstofuna þegar
eru þingfundardagar nema ég sé á
fundum annars staðar á landinu.
Hins vegar er ég iðulega að hitta fólk
víðar en í þinghúsinu. Enn hafa ekki
verið greidd atkvæði um tvísýnt mál
á árinu. Mér sýnist fljótt á litið að það
hafi verið þrír atkvæðagreiðsludagar
á þinginu á þessu ári (fyrir utan til-
fallandi atkvæðagreiðslur). Þar af var
um helmingur allra atkvæðagreiðslna
ársins sl. fimmtudag. Þann dag þurfti
ég að fara á fundi í kjördæminu.“
Samkvæmt heimasíðu Alþingis
hafa atkvæði verið greidd á níu mis-
munandi dögum frá áramótum.
snaeros@frettabladid.is
Steinunn Þóra Árna-
dóttir er eini þingmaðurinn
sem hefur aldrei tilkynnt
fjarvist.
mEnntun „Það kæmi sér afar vel í
íslenskukennslu að hafa aðgang að
efni eins og Kiljunni, Landanum,
Orðbragði og þessum þáttum,“ segir
Berglind Rúnarsdóttir, íslensku-
kennari við Borgarholtsskóla. Hún
er ósátt við það að Ríkisútvarpið,
sem er útvarp í almannaþágu, láti
framhaldsskólunum ekki sjónvarps-
efni í té endurgjaldslaust.
„Þetta myndi nýtast í kennslu en
þetta þarf að kaupa alltaf sérstak-
lega af RÚV. Jafnvel þótt þú sért bara
að kaupa hluta úr þætti þá er það
selt í hverju tilfelli fyrir sig,“ segir
Berglind. Hún segir fleiri íslensku-
kennara taka undir með sér. „Okkur
íslenskukennurum þykir þetta svo-
lítið gamaldags. Og okkur vantar öll
vopn í baráttunni fyrir því að halda
þessu tungumáli á lífi – bara aðeins
til að lífga upp á kennsluna,“ segir
Berglind.
Berglind segir að íslensku-
kennarar í Borgarholtsskóla hafi
skrifað menntamálaráðuneytinu
bréf vegna þessa. Þar hafi þau svör
fengist að ráðuneytið myndi ekki
hlutast til vegna þessa. Kennar-
arnir þyrftu að eiga um þetta mál
við Ríkisútvarpið. Berglind segir
engan vafa leika á því að kennarar
myndu nýta sér efni frá RÚV meira
við kennslu ef þeir fengju það
endurgjaldslaust. „Ekki nokkur
spurning.“ Á vef RÚV kemur fram
að einstaklingar geta fengið mynd-
eða hljóðbrot til einkanota fyrir
2.500 til 4.500 krónur. Fyrirtæki
eða samtök geta fengið mynd- eða
hljóðbrot til sýningar fyrir 20 þús-
und krónur. jonhakon@frettabladid.is
Skólum gert að greiða fyrir efni frá RÚV
ríkisútvarpið býður einstaklingum, fyrirtækjum og samtökum að kaupa efni.
Skólar geta ekki fengið það endurgjaldslaust. FréttAblAðið/PjEtur
1 2 . m A í 2 0 1 7 F Ö S t u D A G u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t A B l A ð i ð
1
3
-0
6
-2
0
1
7
1
0
:5
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
6
-6
B
9
4
1
D
1
6
-6
A
5
8
1
D
1
6
-6
9
1
C
1
D
1
6
-6
7
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
1
5
2
0
1
7
C
M
Y
K