Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 2
Veður Áfram hvöss norðaustanátt, stormur og hvassir vindstrengir undir Eyjafjöllum og í Öræfum, en annars hægari vindur. Sums staðar dálítil él fyrir norðan, en þurrt að mestu vestanlands. Talsverð eða mikil rigning eða slydda austan til á landinu upp úr hádegi, einkum á Austfjörðum og á Suðausturlandi austan Öræfa. sjá síðu 26 Leikur bæjarlistir sínar Margrét Örnólfsdóttir er heiðurslistamaður Kópavogs í ár og Sigtryggur Baldursson bæjarlistamaður. Tilkynnt var um valið á þeim í gær. Eins og sjá má var Sigtryggur afar kátur með þennan heiður og lék á svokallaðar parabólur fyrir utan Gerðarsafn. Fréttablaðið/anton brink PÁSKATILBOÐ EUROVISIONTILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 • 4 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Grillflötur 65 x 44 cm • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Hér er aflið í lagi! • Afl 12 KW Frá Þýskalandi Skoði ð nýja vefve rslun www .grillb udin.i s 79.900 Verð áður 89.900 Niðurfellanleg hliðarborð Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 Grillbúðin Andlát Jóhanna Kristjónsdóttir Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöf- undur og þýðandi, lést í fyrrinótt á heimili sínu eftir langvarandi erfið veikindi. Jóhanna, sem fæddist árið 1940, fór snemma að fást við skriftir og gerðist blaðamaður á Morgun- blaðinu. Hún  vann að ýmsum félagsmálum og  var fyrsti for- maður Félags einstæðra foreldra. Þegar Jóhanna lét af störfum á Morgunblaðinu 1995 hóf hún  arabískunám í Sýrlandi, Egyptalandi og Jemen. Árið 2005 stofnaði hún Fatímusjóðinn sem í fyrstu beitti sér fyrir menntun stúlkna í Jemen og síðan fyrir margvíslegri neyðaraðstoð í Afríku og Miðausturlöndum. Jóhanna lætur eftir sig fjögur uppkomin börn, sem og barna- börn og barnabarnabörn.  Bílar  Mikill fjöldi bíla er nú við bílastæði og í gámum hjá stærstu flutningafyrirtækjum landsins. Allt að mánaðarbið er eftir bílum sem fara í forskráningu hjá Samgöngu- stofu. „Forskráningar hjá Samgöngu- stofu hafa gengið ótrúlega hægt og hafa valdið okkur hjá bílaumboð- unum og þeim sem eru að flytja inn bíla gríðarlegum töfum. Það hefur valdið því að í sumum tilvikum er forskráning bíla sem jafnan hefur tekið tvo daga að taka allt að fjórum vikum. Þetta er þó misjafnt eftir bíl- tegundum,“ segir Jón Trausti Ólafs- son, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. „Það eru nokkrir þættir sem skýra þetta, í fyrsta lagi er mikill innflutn- ingur í apríl og maí vegna bílaleigu- bíla. Einnig voru óvenju margir frí- dagar í apríl og maí sem hægðu á öllu. Samgöngustofa er á fjárlögum og hefur ekki náð að bæta við sig mannskap í takti við þessar auknu skráningar og umsýslu.“ „Svo það sem gerist í ofanálag er að það myndast ákveðinn tappi hjá flutningafyrirtækjum, þau hafa ekki pláss fyrir bílana sem safnast upp út af þessu og þá er verið að stafla bílum upp í gámum. Þetta er mjög vond staða fyrir mjög marga. Þetta hefur gríðarleg áhrif á bílaum- boðin og bílaleigur og viðskiptavinir eru ekki sáttir við þennan tíma sem þetta tekur,“ segir Jón Trausti. Hann segir óskiljanlegt að ekki sé brugðist betur við hjá Samgöngu- stofu eða samgönguráðuneytinu. „Við höfum rætt við ráðherra og höfum bent á leiðir til að flýta fyrir þannig að skráningum verði komið meira í hendur umboðanna eins og er til dæmis með tollamálin. Undanfarna 18 mánuði hafa verið töluverð samskipti við Samgöngu- stofu en þeir skýla sér alltaf á bak við það að þeir hafi ekki fjárheimildir til að takast á við þessi auknu verkefni og þetta er að kosta þessi fyrirtæki fullt af peningum. Samfélagslegur kostnaður er mun hærri en sparnaðurinn fyrir ríkið. Við erum mjög ósátt með hvernig að þessum málum er staðið,“ segir Jón Trausti. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu vera að gera sitt besta en ljóst sé að þörf sé á aukinni fjárveitingu í þennan málaflokk. saeunn@frettabladid.is Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum. að sögn Jón Þórs hafa flutningafyrirtæki tekið upp á því að stafla bílum upp í gámum vegna skorts á plássi. Fréttablaðið/GVa Forskráningar hjá Samgöngustofu hafa gengið ótrúlega hægt og hafa valdið okkur hjá bílaumboð- unum og þeim sem eru að flytja inn bíla gríðarlegum töfum. Jón Trausti Ólafs- son, framkvæmda- stjóri bílaumboðsins Öskju 1 2 . m a í 2 0 1 7 F Ö s T u D a G u r2 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð EFnahaGsmál  Á næstunni er ekki útlit fyrir að tryggingagjald verði lækkað, þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað verulega og verið einungis 1,7 prósent í mars, sam- kvæmt mælingum Hagstofunnar. „Nei, við höfum boðað það að við munum taka það til skoðunar síðar á kjörtímabilinu en það er ekki akkúrat núna. Það er fleira sem fellur þarna undir. Til dæmis almannatryggingaframlag og þar hafa útgjöldin aukist,“ segir Bene- dikt Jóhannesson fjármálaráð- herra. Tryggingagjald er samkvæmt Ríkisskattstjóra sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna sinna á tekjuári og eftir atvikum af eigin reiknuðu endurgjaldi. Trygginga- gjaldið er nú 6,85 prósent og lækk- aði um 0,5 prósent á síðastliðnu ári. – sg Trygginga- gjaldið ekki lækkað í bráð benedikt Jóhannesson segir að tryggingagjaldið verði tekið til skoð- unar síðar á kjörtímabilinu. Fréttablaðið/Vilhelm Við munum taka það til skoðunar síðar á kjörtímabilinu … Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -5 7 D 4 1 D 1 6 -5 6 9 8 1 D 1 6 -5 5 5 C 1 D 1 6 -5 4 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.