Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 30
„Að upplifa eitthvað nýtt með nákomnum veitir meiri hamingju sem endist lengur en hamingja sem er keypt með skóm eða nýjum síma,“ segir Lára. Hún og Sigríður eiga samtals fimm drengi á svipuðum aldri sem fá mikla útrás í úti- vist með fjölskyldunni og koma jafnan endurnærðir heim. MYND/EYÞÓR Í báðum bókum þeirra Sigríðar og Láru er eins konar uppskriftir að áhuga- verðum stöðum til að heimsækja. Þær Lára G. Sigurðar-dóttir læknir og Sigríður Arna Sigurðardóttir hjúkrunar- fræðingur gáfu út bókina Útivist og afþreying fyrir börn árið 2012. Þær fylgja henni nú eftir með Reykjavik With Kids, sem kom út fyrir skemmstu. Eftir útgáfu fyrri bókarinnar opnuðu þær vefsíðuna utipukar.is þar sem þær benda á skemmtileg útivistarsvæði og segja frá viðburðum sem henta börnum og ýmsu tengdu barnauppeldi. Endurnærandi að fara út Þær Lára og Sigríður kynntust á sam- eiginlegum vinnustað. „Við eigum samanlagt fimm orkumikla drengi á svipuðum aldri sem eiga það sameiginlegt að sækja í að sitja fyrir framan tölvuskjá. Ég hafði tekið eftir skapgerðarbreytingu til hins verra ef mínir strákar sátu lengi við og vildi ekki að tölvuleikjanotkun yrði aðal- æskuminningin hjá þeim. Þegar við foreldrarnir reyndum að fara með þá út af heimilinu fannst mér sam- verustundirnar heldur einsleitar. Það var skipst á að fara í Húsdýra- garðinn, sund og ævintýralandið í Kringlunni. Ég tók hins vegar eftir því hve Sigríður var endurnærð eftir hin ýmsu helgarævintýri og fylltist tilhlökkun yfir að fá að slást í för með henni,“ lýsir Lára, en Sigríður hefur stundað útivist um langt skeið og fór fljótt að taka drengina sína með. „Ég tók fljótt eftir því að ólíkt því þegar setið er við tölvuna fengu strákarnir mínir útrás fyrir hreyfi- þörfina í náttúrunni og allir komu endurnærðir heim. Við Sigríður urðum sammála um að það væri sniðugt að benda á þá staði sem okkur þótti gaman að heimsækja og þannig hófst samstarfið.“ Lára segir að hún og Sigríður hafi strax náð vel saman. „Við erum báðar menntaðar í heilbrigðis- vísindum og það litar eflaust áhuga- svið okkar, en okkur þykir báðum mikilvægt að börn alist upp við heil- brigða lífshætti. Í því sambandi jafn- ast fátt á við að vera úti í náttúrunni sem veitir ró, kraft og hreysti. Við vitum líka að það að upplifa eitt- hvað nýtt með nákomnum veitir okkur meiri hamingju sem endist lengur en t.d. hamingja sem er keypt með nýjum síma eða skóm. Þá er góður félagsskapur afar mikilvægur heilsunni. Þegar við upplifum eitt- hvað nýtt með börnunum og gefum þeim alla okkar athygli þá erum við að stuðla að góðri andlegri og líkamlegri heilsu þeirra.“ Samverubækur Í báðum bókum þeirra Sigríðar og Láru eru eins konar uppskriftir að áhugaverðum stöðum til að heimsækja. „Það er góð afþreying að fletta uppskriftabók og fá hug- myndir að góðum mat en það er ekki síðra að fletta samverubók og fá hugmyndir að skemmtilegum samverustundum. Í Reykjavik With Kids höfum við uppfært upplýsing- ar úr fyrri bókinni okkar og bætt við stöðum, eins og Heimaey sem er alger ævintýraeyja fyrir börn. Við ákváðum líka að hafa hana á ensku enda hefur enskumælandi íbúum hér á landi fjölgað ört og sömuleiðis erlendu ferðafólki. Við vildum ná til þeirra líka. Flestir Íslendingar eru vel læsir á ensku þannig að bókin ætti ekki síður að nýtast þeim. Bókin er hugsuð fyrir alla sem vilja fá hugmyndir að því hvað þeir geta gert með sínum nánustu, hvort heldur er innandyra eða utandyra, í sumarfríi og um helgar. Bókinni er skipt í níu kafla eftir kennileitum, náttúruperlum, görðum, leiksvæðum, skemmtun/ afþreyingu, menningu, fjallgöng- um, sundlaugum og dagsferðum frá Vera Einarsdóttir vera@365.is Heilsusamlegra fjölskyldulíf Bókin inniheldur hugmyndir að stöðum til að heimsækja, sem margir hverjir bjóða upp á ævintýralega upplifun í fallegri náttúru. Þær Lára og Sigríður kalla þessa staði uppskrift að ham- ingjusamara og heilsusamlegra fjölskyldulífi. Þær nefna nokkur atriði sem skipti máli í útivist með börnum: 1. Leyfa barninu að taka þátt í að velja staðinn. Börnum finnst til dæmis gaman að skoða myndirnar í bókinni og fá þann- ig tækifæri til að gera eitthvað sem þeim finnst spennandi. 2. Mikilvægt er að laga ferðina að þörfum barnsins, svo sem að stoppa reglulega og hvíla sig og muna að flýta sér hægt. 3. Klæða barnið eftir veðri og að- stæðum. Taka jafnvel með auka - fatnað, sokka og handklæði. 4. Taka með nesti og nóg að drekka. Það er stór hluti af upp- lifuninni þegar fjölskyldan sest niður og fær sér nesti saman. 5. Gefum okkur tíma til að upp- lifa náttúruna með barninu og nota tækifæri til að spjalla um daginn og veginn. 6. Muna svo að útivist er hægt að stunda allt árið. Maður klæðir sig bara eftir veðri. Nokkrar hugmyndir Það er mikið framboð af fjöl- skylduvænum stöðum í Reykjavík og nágrenni sem gaman er að heimsækja með börn. Hér eru nokkrar hugmyndir úr bókinni Reykjavik With Kids. 1. Fjallganga er alltaf hressandi og má þar nefna Úlfarsfell, Esju og Mosfell. 2. Fjöruferð er vinsæl hjá börnum og eru Grótta og Álftanes- strönd góð dæmi. 3. Hellaskoðun er ævintýraleg og spennandi og eru til dæmis Leiðarendi og Arnarker hent- ugir. 4. Könnunarleiðangur með nesti á útivistarsvæði svo sem Heið- mörk, Öskjuhlíð eða Elliðaár- dal. 5. Sund er alltaf vinsælt hjá börnum og er til dæmis öldu- laugin á Álftanesi vinsæl hjá okkar drengjum. 6. Safnaferð er í senn fræðandi og áhugaverð, svo sem Þjóðminja- safnið, Hvalasafnið eða hið Íslenska reðursafn. 7. Bogfimi og klifur vekur mikla kátínu bæði hjá ungum sem eldri. 8. Dagsferð úr bænum í hinar ýmsu náttúruperlur og spenn- andi staði svo sem Adrenalín- garðinn á Nesjavöllum, heitu lækina í Reykjadal, Orkuverið Jörð á Reykjanesi eða jafnvel dagsferð til Vestmannaeyja. borginni. Aftast í bókinni er kort sem hjálpar til við að rata. Hreyfingarleysi er áhyggjuefni Spurð hvor börn leiki sér minna úti nú en áður segir Lára það því miður vera svo. „Hreyfingarleysi er vaxandi áhyggjuefni því allt að 75% barna fá ekki nægilega mikla hreyfingu, sem miðað er við að þurfi að vara í að minnsta kosti 60 mínútur á dag. Hún segir ekki eins auðvelt að senda börn út að leika í dag og áður því það er yfirleitt nóg af dóti eða raf- tækjum á heimilum sem halda þeim uppteknum. „Því er gott að fara hreinlega út af heimilinu með þeim. Það brýtur mynstrið upp.“ Að mati Láru er náttúran frá- Við erum báðar menntaðar í heil- brigðisvísindum og það litar eflaust áhugasvið okkar, en okkur þykir báðum mikilvægt að börn alist upp við heil- brigða lífshætti. Lára G. Sigurðardóttir. bært mótvægi við allt áreitið í umhverfinu því hún hefur streitu- losandi áhrif. „Síðan er ómetanleg tilfinning að verða vitni að stolti sem skín úr augum barns sem er að uppgötva eigið afrek, eins og að komast alla leið upp að Steini á Esju. Með því að fara með börn- unum út og upplifa eitthvað nýtt þá erum við að sá fræjum sem blómgast kannski ekki strax en með því að hlúa vel að þeim þá munu þau á endanum bera góðan ávöxt.“ Sjá nánar á utipukar.is og á Reykja- vik With Kids á Facebook. Þær Lára og Sigríður ákváðu að hafa bókina á ensku enda hefur ensku- mælandi íbúum hér á landi fjölgað ört og sömuleiðis erlendu ferðafólki. Hún er þó ekki síður hugsuð fyrir Íslendinga. Framhald af forsíðu ➛ Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 2 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . M A Í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -7 0 8 4 1 D 1 6 -6 F 4 8 1 D 1 6 -6 E 0 C 1 D 1 6 -6 C D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.