Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 44
Um helgina mun Sigrún Inga Hrólfsdóttir, deildar-forseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, opna sýningu fyrsta árgangsins sem hún hefur fylgt í heilt ár í náminu. Hún segir að um fjölbreyttan hóp sé að ræða. „Ég tók þátt í að opna sýninguna í fyrra, þá nýtekin við starfinu, en þessum árgangi sem nú útskrifast hef ég fylgt í heilt ár. Þetta leggst mjög vel í mig og mér finnst þau öll vera að standa sig ótrúlega vel,“ segir Sigrún. „Þau eru að vinna í gríðarlega fjöl- breytta miðla og eru að takast á við sam- tímann á áhugaverðan hátt, hvert með sínum hætti,“ segir Sigrún um hópinn sem sýnir á útskriftarsýningu Listahá- skóla Íslands sem verður opnuð á laugar- daginn. Alls eru 18 nemendur að útskrifast úr myndlistardeild. Nemendur vinna í fjölbreytta miðla Sigrún lofar sterkri sýningu með fjöl- breyttum áherslum. „Í náminu fær hver og einn tækifæri til að þróa sína list á eigin forsendum og fær til þess stuðning og viðeigandi hjálp, bæði tæknilega og hugmyndafræðilega. Nemendur eru hvattir til þess að móta sína eigin listrænu sýn, með gagnrýna hugsun og innsæi að leiðarljósi. Þau eru einnig hvött til þess að kanna nýjar hugmyndir og aðferðir. Hóp- urinn hefur notið leiðsagnar fastráðinna kennara við deildina, Heklu Daggar Jóns- dóttur, Bjarka Bragasonar, Carls Boutard og Ólafar Nordal auk fjölda gestakennara. En þessi hópur nemenda er sjálfstæður og þau sækja sér innblástur og umfjöllunar- efni mjög víða.“ Spurð út í stefnur og strauma sem nem- endur eru að vinna með þessa stundina segir Sigrún málverkið til að mynda vera á uppleið. „Á sýningunni er að finna vídeó, innsetningar og gjörninga og nokkrir í hópnum eru að fást við mál- verk. Nemendur nýta sér líka nútíma- tækni eins og sýndarveruleika. Það má segja að þau séu að nota alla mögulega miðla,“ útskýrir Sigrún sem segir upp- setningu sýningarinnar hafa gengið vel. „En þetta er alltaf krefjandi ferli og getur verið svolítið stressandi. Þetta er mikil- vægur þáttur í náminu og þau hafa unnið hörðum höndum að uppsetningunni. Þetta er samt svo samheldinn hópur og þau eru góð í að hjálpast að og sýna hvert öðru mikla virðingu. Þó að þau séu að vinna sín verk á eigin forsendum þá styðja þau við hvert annað og það er fal- legt að fylgjast með því.“ Að lokum vill Sigrún hvetja alla til að leggja leið sína í Hafnarhúsið á útskriftar- sýningu Listaháskóla Íslands. „Þetta er náttúrulega ótrúlega stór hátíð og fjöl- sótt sýning, hún er líka ákveðinn vorboði. Þessi sýning hefur fest sig í sessi sem einn af mikilvægustu menningarviðburðum ársins. Það er alltaf gaman að leggja leið sína í Hafnarhúsið og sjá hvað er að gerast í samtímalist. Hvort sem maður tengist einhverjum nemanda í sýningunni eða ekki, þá er alltaf gaman að sjá kraftinn í þessum krökkum. Það er mikið stuð í myndlistinni í dag.“ „Inntökuferli stendur nú yfir fyrir árganginn sem mun hefja nám í mynd- listardeild í haust. Það var mikil fjölgun á umsóknum í deildina, bæði á BA-stigi og MA-stigi. Þessi fjölgun umsókna ber vott um það að við séum að gera eitthvað rétt hérna,“ segir Sigrún sem finnur fyrir miklum myndlistaráhuga hjá fólki þessa stundina. gudnyhronn@365.is Sýningin eins og vorboði Sigrún Inga Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar LHÍ, opnar útskriftarsýn- ingu nemenda á laugardaginn. Hún segir útskriftarhópinn vera fjölbreyttan og sam- heldinn og hvetur alla til að leggja leið sína í Hafnarhúsið á útskriftarsýninguna. Sigrún Inga Hrólfsdóttir hvetur alla til að leggja leið sína í Hafnarhúsið um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Maðurinn minn elskulegur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Jónas Sigurðsson Bogahlíð 2, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 7. maí. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 16. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Steinunn Árnadóttir Hildur Sigurðardóttir Svanur Þorvaldsson Arnar Sigurðsson Margrét S. Höskuldsdóttir Árni Fannar Sigurðsson Giada Pezzini og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sveins Heiðars Jónssonar byggingameistara, Holtateigi 44, Akureyri. Sérstakar þakkir til allra sem önnuðust hann í veikindum hans. Lifið og njótið. Ragnheiður Sveinsdóttir Hrafn Þórðarson Fríða Björk Sveinsdóttir Jóhann Ómarsson Lovísa Sveinsdóttir Heiðar Jónsson Erlingur Heiðar Sveinsson Rósa Björg Gísladóttir afabörn og langafabörn. Ástkær faðir minn, fósturfaðir, bróðir og afi, Henrik Thorarensen Gunnlaugsson lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 4. maí. Útför verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 12. maí, klukkan 15. Hulda Henriksdóttir Gunnþórunn Arnarsdóttir Þór Thorarensen Gunnlaugsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Auður Guðmundsdóttir lést laugardaginn 29. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins. Lárus Guðjónsson Guðbjörg Benediktsdóttir Guðmundur Guðjónsson Herdís Benediktsdóttir Stefán Örn Guðjónsson Sigrún Sigurjónsdóttir Jóhannes Sturla Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Sigríður Magnúsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 29. apríl sl. Jarðarför hefur farið fram. Örn Blævarr Magnússon Svanhvít I. Magnúsdóttir Hrafnhildur Magnúsdóttir Magnús Magnússon Kristín G. Magnúsdóttir tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Guðmundur B. Guðbjarnason viðskiptafræðingur og fyrrverandi skattrannsóknarstjóri, Kristnibraut 89, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 7. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 19. maí klukkan 15.00. Þórunn Magnúsdóttir Guðbjarni Guðmundsson Ragnheiður Marteinsdóttir Magnús Guðmundsson Lovísa María Gunnarsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Sujesh Sundarraj Erna Guðleif Guðbjarnadóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hörður Þorgilsson múrarameistari, Miðtúni 82, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 30. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Málfríður Andrea Sigurðardóttir Sigurður Harðarson Sigríður Guðjónsdóttir Selma Vilhjálmsdóttir Hörður Harðarson Bára Kemp Anna Harðardóttir Eiður Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, eiginmaður og vinur, Þorleifur V. Stefánsson Mandi, Hulduhlíð 38, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. maí. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju mánudaginn 15. maí kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. F.h. aðstandenda, Stefán Óli Þorleifsson Magnús Smári Þorleifsson Anna Sigurðardóttir Okkar yndislegi unnusti, faðir, bróðir, mágur og kær vinur, Sigurður Birgir Baldvinsson Hólmaseli, Flóahreppi, lést sunnudaginn 30. apríl á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 12. maí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á þyrlukaupasjóð Landhelgisgæslu Íslands. Einnig, ef þið eigið góða mynd af Sigga, þá væri vel þegið að fá afrit svo við getum hjálpað börnunum hans að minnast hans ( sbaldvins@gmail.com ). Claire Thuilliez Marylou Jökla Sigurðardóttir Alexander Baldvin Sigurðsson Kristófer Ingi Sigurðsson Helga Rut Baldvinsdóttir Ólafur Kj. Halldórsson Quentin Thuilliez 1 2 . m a í 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U R24 T í m a m ó T ∙ F R É T T a B L a ð i ð tímamót 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 6 -8 4 4 4 1 D 1 6 -8 3 0 8 1 D 1 6 -8 1 C C 1 D 1 6 -8 0 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.