Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 32
Næstum helming- ur þeirra sem spurðir voru taldi eðli- legt og rétt að setja börn í ískalt bað ef þau væru með háan hita. Tómas fékk slæmt bakflæði en honum leið mun betur eftir að ég hóf að gefa honum Bio- Kult Infantis. Elín Albertsdóttir elin@365.is Vísindalega þróuð góðgerlablanda fyrir börn sem bætir melting- una og heilsuna. Amma og afi eru alltaf best en þau þyrftu kannski að kynna sér eitt og annað í sambandi við öryggismál barna. Þótt rannsóknin sýni að amma og afi geti haft rangar hugmyndir í ýmsu er varðar barnauppeldi þá setja þau ekki börn í hættu viljandi. Ó, nei, þau gera það með sinni bestu vitund. Þau nota sömu aðferðir og þau gerðu þegar þeirra börn voru að alast upp. Þær eru hins vegar margar úreltar. Engum dettur í hug í dag að hafa börn laus í bílnum eins og tíðkaðist fyrir 30+ árum. Þá þótti einnig eðlilegt að gefa börnum venjulegan mat þegar þau voru á fyrsta mánuði. Börnin sváfu jafnvel með þung teppi ofan á sér. Allt er þetta breytt. Afi og amma eru oft að gæta barnabarna og vilja hjálpa til með pössun. Þessi nýja bandaríska rannsókn var kynnt í tengslum við ársfund Pediatric Academics Societies en félagið leggur áherslu á heilsu barna. Rannsóknin tók til 636 manns sem eru afar og ömmur í Bandaríkj- unum. Hún sýndi að mjög margt af þessu fólki hafði ekki vitneskju um ýmis mikilvæg öryggisatriði varðandi börn. Margar gamlar mýtur töldu ömmur og afar full- gildar í dag. „Við getum ekki gengið út frá því að afi og amma séu sérfræðingar í barnauppeldi þótt þau hafi alið upp börn,“ segir Andrew Adesman prófessor og einn af þeim sem fram- kvæmdu rannsóknina, sem fór fram á Cohen Childrens Medical Center í New York, í samtali við fréttastofu CNN. Næstum helmingur þeirra sem spurðir voru taldi eðlilegt og rétt að setja börn í ískalt bað ef þau væru með háan hita. „Það er mjög hættu- legt að setja veikt barn í ísbað því það getur orðið til þess að líkamshit- inn falli alltof mikið,“ segir Andrew. Fjórðungur afanna vissi ekki að það ætti að leggja ungbörn á bakið þegar þau sofa. Barn sem liggur á maganum er í mun meiri hættu á köfnun en þau sem sofa á bakinu. Köfnun hefur verið ein helsta dánarorsök barna á fyrsta ári í Bandaríkjunum. Þegar spurt var hvort ætti að setja plástur á opið sár, vissu 68% ekki að það ætti að plástra. Flestir vissu þó að það ætti ekki að setja smjör á brunasár. Aðeins 24% svarenda höfðu öll svörin rétt af þeim tólf spurningum sem sneru að öryggismálum barna. Niðurstöður rannsóknarinnar eru ætlaðar til að vekja fólk til umhugsunar um ýmis öryggismál er tengjast ungum börnum. „Afar ættu kannski að sækja sér faglega ráðgjöf frá leikskólakennurum en erfitt getur verið að koma því við,“ segja sérfræðingarnir. Vísinda- mennirnir sem standa á bak við rannsóknina hafa áhuga á að gera aðra slíka rannsókn og þá með foreldrum. Það væri gott að vita hvað þeir vita mikið um mikilvæg öryggismál er tengjast börnum. Eru amma og afi hættuleg? Ný bandarísk rannsókn sýnir að amma og afi hafa ekki alltaf rétt fyrir sér þegar kemur að barna- uppeldi. Þau geta meira að segja metið aðstæður rangt og sett barnið í mikla hættu. Bio-Kult Infantis meltingargerl-arnir eru vísindalega þróuð góðgerlablanda fyrir börn sem bætir meltinguna og heilsuna. Góð- gerlablandan inniheldur sjö gerla- strengi af mismunandi mjólkur- sýrugerlum og sýnir reynslan og rannsóknir að gerlarnir styrkja og bæta bæði meltinguna og heilsuna. Auk þess innihalda þeir D3-vítamín og gott hlutfall af Omega 3. Bio-Kult Infantis meltingar- gerlarnir fást í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Bæta heilsu og meltingu barna Bio-Kult Infantis meltingargerlarnir innihalda sjö gerlastrengi af mismun- andi mjólkursýrugerlum. Gerlarnir styrkja og bæta meltingu og heilsu. Tanja Karen Salmon hefur gefið syni sínum, Tómasi Peter, Bio-Kult Infantis meltingargerlana frá því að hann var þriggja mánaða gamall. „Tómas fékk slæmt bakflæði á þessum tímabili en honum leið mun betur eftir að ég hóf að gefa honum Bio-Kult Infantis. Núna er hann orðinn 18 mánaða og bak- flæðið hefur alveg elst af honum. Þó finn ég greinilega að ef ég gef honum ekki Bio-Kult Infantis er meira loft í maganum á honum og meltingin verður alls ekki jafn góð. Þannig að hann byrjar alla daga vikunnar á því að fá Bio-Kult út á hafragrautinn sinn og honum finnst það æðislegt. Honum líður miklu betur og er hressari allan daginn.“ Bio-Kult Infantis hefur reynst okkur mjög vel Tanja Karen Salmon með 18 mánaða syni sínum, Tómasi Peter. Hann hefur tekið inn Bio-Kult Infantis frá þriggja mánaða aldri. Frá þriggja mán- aða aldri hefur Tómas Peter tekið inn Bio-Kult Infantis melt- ingargerlana. Í dag er hann 18 mánaða og laus við bakflæðið. 4 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . m a Í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -5 C C 4 1 D 1 6 -5 B 8 8 1 D 1 6 -5 A 4 C 1 D 1 6 -5 9 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.