Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 51
Fordyri helvítis opnast Höfundur: Amalie Olsen Amalie Olsen útskrifaðist sem leikskáld frá Aarhus Teater og hefur vakið verðskuldaða athygli í Danmörku síðustu misserin fyrir leikverk sín. Nýjasta verk hennar, De Rene Rum, var sett upp í Aarhus Teater haustið 2016. sprengja Höfundur: Fredrik Brattberg Leik- og tónskáldið Fredrik Brattberg hlaut Ibsen-verð- launin árið 2012 fyrir verk sitt Tilbake komstene, var tilnefndur til frönsku Godot-verðlaunanna 2016 og er eitt þekktasta leik- skáld Noregs um þessar mundir. Verk hans hafa verið sviðsett víða um Evrópu, í Banda ríkjunum og Asíu. sjöunda barnlausa kvöldið Höfundur: Anders Duus Sænska leikskáldið Anders Duus hefur skrifað á fimmta tug leikverka fyrir alla aldurshópa og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, nú síðast leik- skáldaverðlaun sænsku Ibsen- samtakanna 2017. Hann starfar einnig sem dramatúrg við Örebro leikhúsið. púslið sem mig vantaði Höfundur: Salka Guðmunds- dóttir Salka hefur skrifað sviðs- og út- varpsverk fyrir börn og fullorðna og hafa verk hennar meðal ann- ars ratað til Skotlands, Ástralíu og Danmerkur og hreppt ýmis verðlaun og tilnefningar innan- lands sem utan. Salka gegnir starfi leikskálds Borgarleikhúss- ins 2016-17. Örverkin fjögur leiklist er með frábærum leikurum að takast á við sterkt verk. Þetta þarf ekki að snúast um umgjörðina held- ur er gott að opna á þennan mögu- leika og setja þetta í aðeins annað samhengi og aðgengilegra.“ Salka bendir á að þegar verið er að færa íslensk verk á svið í viðamiklum uppfærslum þá sé mikið undir. „Það er einhvern veginn allt undir í slíkum uppfærslum á meðan þessi leið gefur manni frekar tækifæri til að þróa hlutina. Prófa hvað virkar og hvað virkar ekki. Þetta er líka skemmtileg viðbót fyrir áhorfendur því fyrir þá er þetta soldið eins og að koma að hlaðborði. Vonandi munu svo áhorf- endur sjá einhver leikskáld sem þeim líkar við og þá geta þeir leitast við að kynnast þeim betur í kjölfarið og jafnvel hvatt til þess að verk eftir við- komandi rati svo á íslensk leiksvið.“ Endapunktur eða ekki Aðspurð hvort það sé ákveðinn þráður sem liggi í gegnum verkin fjögur þá segir Salka að þau hafi fengið alveg frjálsar hendur með það hvernig þau vildu tengja verkin. „Í mínum hóp var sú leið farin að verkin hverfast öll í kringum einn atburð sem hefur ólík áhrif og afleið- ingar í hverju verki fyrir sig. En svo er sama persónan sem kemur við sögu í öllum verkunum fjórum sem eins konar aukapersóna. Þannig að í raun eru þetta fjórar mjög ólíkar aðstæður og sögur sem eiga samt þessa teng- ingu sameiginlega.“ Salka segir að skáldin fjögur séu talsvert ólík en innan hennar hóps séu þó ekki nema svona um tuttugu ár á milli elsta og yngsta skáldsins. „Við byrjuðum á því að lesa mikið af verkum eftir hvert annað, segja frá og leitast við að skilja hvernig hvert og eitt leikskáld væri að vinna. Við fórum þessa leið til þess að hvert og eitt skáld gæti unnið með sína tækni og út frá sínum hæfileikum. Það voru þarna líka gríðarlega reynd skáld eins og t.d. Anders Duus sem hefur skrifað á fimmta tug verka og er eitt mikilsvirtasta skáld Svíþjóðar. Svo er það Amelie sem er rísandi stjarna þannig að fólk er svona á ólíkum stöðum á sínum ferli.“ Umhverfi íslenskra leikskálda er talsvert ólíkt því sem kollegar þeirra búa við á Norðurlöndunum og Salka segir að það ráðist í raun einfaldlega af smæðinni. „Smæðin er okkar versti óvinur. Mín reynsla af því að vinna í Bretlandi er til að mynda að þar fær maður að þróa verkið með því að sýna það. En hérna er sýningin einhvern veginn alltaf endapunktur. Það heldur soldið aftur af okkur þar sem hvert og eitt verkefni fær kannski ekki alveg þann tíma sem það þarf til þess að dafna. Þetta ræðst af smæðinni og því held ég að við mættum nýta okkur betur möguleikann á afslappaðri formum til þess að koma nýjum leikritum á framfæri. Það sem Dramafronten er að gera er eitthvað sem við þurfum að skoða betur og jafnvel mögulega taka okkur til fyrirmyndar.“ Það er einhvern veginn allt undir í slíkum uppFærslum á meðan Þessi leið geFur manni Frekar tækiFæri til að Þróa hlutina. Frásagnarsnilld af íslenskri og erlendri klassík Fleiri klassískar kiljur frá Forlaginu ... SKOÐAÐU ÚRVALIÐ WWW.FORLAGID.IS www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Kaupmannssonurinn Leifur Muller hélt kornungur út í heim skömmu áður en heimsstyrjöldin síðari braust út. Í umróti stríðsins var hann svikinn í hendur Gestapo í Noregi, fangelsaður og sendur til Sachsenhausen- fangabúðanna skammt frá Berlín. Býr Íslendingur hér?, ein áhrifamesta ævisaga sem rituð hefur verið á íslensku, segir sögu hans. Hún hefur verið ófáanleg um langt skeið en kemur nú loks í nýrri útgáfu. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ðf r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 31f Ö S t U D A G U r 1 2 . m A í 2 0 1 7 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -6 6 A 4 1 D 1 6 -6 5 6 8 1 D 1 6 -6 4 2 C 1 D 1 6 -6 2 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.