Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 28
Lárperusósa 4 dl grískt jógúrt 1 lárpera 1 msk. smátt saxaður kóríander 1 tsk. hunang Safi úr hálfri límónu (lime) Salt og pipar Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og maukið þar til sósan er orðin silkimjúk. Berið strax fram og njótið. Spicy grænmetissúpa 1 msk. olía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 rauð paprika ½ spergilkálshöfuð 5-6 gulrætur 350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós 1-2 msk. tómatpúrra 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) 1 tsk. paprikukrydd ½ tsk. cumin-krydd ½ tsk. þurrkaður kóríander 1 tsk. karrí Salt og pipar Hitið olíu í potti, skerið græn- metið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökk- uðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi. Meðlæti með súpunni 1 msk. olía Tortillakökur, skornar í litla bita Sýrður rjómi Lárpera Ferskur kóríander Hreinn fetaostur Hitið olíu við vægan hita á pönnu, skerið tortillakökurnar í litla bita og steikið á pönnu í 1- 2 mínútur eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Berið súpuna fram með stökkum tortillavefjum, smátt skorinni lár- peru, smátt söxuðum kóríander, sýrðum rjóma og hreinum fetaosti. Kjúklingur saltimbocca Fjórar kjúklingabringur 8 hráskinkusneiðar 10-12 fersk salvíublöð Salt og nýmalaður pipar 1-2 msk. ólífuolía Skerið kjúklingabringur í tvennt og kryddið með salti og pipar. Leggið eitt salvíublað ofan á kjúklingabringuna og vefjið hráskinkunni utan um hvern bita. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í smá stund á hvorri hlið eða þar til þær eru brúnaðar á öllum hliðum. Leggið bringurnar því næst í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 20 mínútur. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum útbúið þið sósuna og kartöflumús. Kartöflumús með parmesan- osti 500 g soðnar kartöflur 30 g smjör 1 dl mjólk Salt og nýmalaður pipar 1 dl rifinn parmesan-ostur Afhýðið kartöflurnar og bræðið smjörið. Setjið kartöflurnar út í smjörið og takið pottinn af hitanum, stappið kartöflurnar vel saman við smjörið og hellið volgri mjólk út í í smáum skömmtum. Bætið ostinum við og stappið allt vel saman þar til réttri áferð er náð, það er smekksatriði hvað þið notið mikla mjólk en þið finnið það um leið ef þið þurfið að bæta við mjólk. Bragðbætið með salti og pipar. Hvítvínssósa 2 msk. smjör 6-7 fersk salvíublöð, smátt skorin 700 ml hvítvín 1 stk. kjúklingakraftur Nýmalaður pipar Bræðið smjörið á pönnu og steikið salvíublöðin. Hellið hvítvíninu út á og bætið kjúklingakraft- inum saman við. Kryddið til með pipar. Leyfið sósunni að sjóða í smá stund, lækkið þá hitann og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu 500 ml rjómi 100 g hvítt súkkulaði 2 msk.  vanillusykur 1 tsk.  vanilluduft eða vanillukorn úr vanillustöng 2 plötur matarlím Leggið matarlímsblöð í kalt vatn í 4-6 mínútur. Á meðan hitið þið rjóma að suðu og bætið súkku- laði saman og bræðið í róleg- heitum. Hrærið í á meðan og þegar súkkulaðið er bráðnað bætið þið vanillusykri og vanilludufti saman við, í lokin kreistið þið vökvann frá matarlímsblöðum og hrærið út í vanillublönduna. Hellið í skálar og geymið í kæli að minnsta kosti í tvær til þrjár klukkustundir, best yfir nótt. Ástaraldinsósa 3 ástaraldin 3 tsk. flórsykur Skafið innan úr ástaraldininu og blandið saman við smá flórsykur, setjið yfir vanillubúðinginn áður en þið berið hann fram og njótið strax. Steikar taco með mangósalsa og lárperusósu. Ítalskur vanillubúðingur. Kjúklingur Satlimbocca. Steikar taco 400 g nautasteik, t.d. sirloin-steik Ólífuolía 1 msk. steinselja ¼ rautt chili Hvítlauksrif Salt og pipar Saxið niður steinselju, chili og hvítlauk. Blandið saman við ólífuolíu og nuddið steikinni upp úr marineringunni, kryddið einnig með salti og pipar. Hitið grillpönnu og setjið kjötið á þegar pannan er orðin mjög heit, steikið í um það bil fimm til sex mínútur á hvorri hið. Það fer auð- vitað eftir þykktinni á kjötinu og smekk hvers og eins. Kjötið þarf að hvíla í lágmark sex mínútur þegar það er tilbúið. Á Steikar-taco og vanillubúðingur Eva Laufey Hermannsdóttir töfrar fram kræsingar í þáttum sínum, Í eld- húsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum. Hér má finna upp- skriftir að steikar-taco, grænmetissúpu, kjúklingarétti og vanillubúðingi. Eva Laufey Kjaran Her- mannsdóttir stýrir matreiðsluþættinum Í eldhúsi Evu. meðan undirbúið þið meðlætið. Þegar kjötið er búið að hvílast þá er gott að skera það í þunnar sneiðar og bera fram með tortilla- vefjum, hreinum fetaosti, mangó- salsa og ljúffengri lárperusósu. Mangósalsa 1 mangó 10 kirsuberjatómatar ½ laukur 1 msk. smátt söxuð steinselja Ólífuolía Salt og pipar Safi úr hálfri límónu (lime) Skerið hráefnið smátt og blandið saman í skál, hellið smá ólífuolíu saman við og kryddið til með salti og pipar. Rétt áður en þið berið salatið fram þá kreistið þið vel af límónusafa yfir. Spicy grænmetissúpa. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . m a Í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -8 4 4 4 1 D 1 6 -8 3 0 8 1 D 1 6 -8 1 C C 1 D 1 6 -8 0 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.