Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 38
Flestir muna eftir ástarsorg og vonleysi hinnar þekktu per-sónu Bridget Jones. Örugglega hafa margir sett sig í sömu spor. Leggjast undir sæng og breiða upp yfir haus í örvinglun sinni. En það birtir yfirleitt aftur í lífinu. Ýmis- legt skiptir máli þegar vinna þarf úr ástarsorg. Til dæmis hversu lengi þið hafið verið saman. Eruð þið enn vinir eða fór allt í háaloft þegar þið hættuð saman? Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur hjá Lausninni, er vön að fást við alls kyns erfið mál sem koma upp í sambandi við áföll. Hún segir að fyrst og fremst sé mikil- vægt fyrir þann sem er í ástarsorg að tala um líðan sína og tilfinningar við einhvern sem hann treystir, til dæmis vin, fjölskyldumeðlim eða fagaðila. „Ég myndi mæla með því að fólk haldi sinni daglegu rútínu eins og að mæta í skólann eða vinnuna, hreyfi sig og sé duglegt að finna sér eitthvað áhugavert að gera. Eftir sambandsslit er gott að hafa í huga að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þó svo að alls kyns tilfinn- ingar komi upp í kjölfarið eins og söknuður til þess sem var og átti að verða þá er gott að reyna að veita athygli nýjum tækifærum sem koma upp og jafnvel að leggja sig fram við að skapa ný tækifæri,“ segir hún. Láta drauma rætast „Sumir láta drauma rætast sem af einhverjum ástæðum lágu í dvala á meðan á sambandinu stóð eins og að fara til útlanda með vini eða vinkonu. Þó svo að annar aðilinn upplifi höfnun við endalok sam- bands þá er gott fyrir þann hinn sama að reyna að bera virðingu fyrir ákvörðun þess sem vill ljúka sam- bandinu. Sá sem upplifir ástarsorg ætti að reyna að sleppa tökunum á hinum aðilanum, horfast í augu við orðinn hlut, halda áfram með líf sitt og sýna ferlinu sem hann gengur í gegnum þolinmæði. Það getur tekið tíma að jafna sig á ástarsorg en það sem skiptir mestu er að það birtir alltaf til að lokum. Einstaklingur í ástarsorg ætti til dæmis að varast að einangra sig. Eins er mikilvægt að hann fari ekki að forðast ákveðið fólk eða staði í kjölfarið heldur haldi sínu striki eins og áður.“ Lífið er ekki bara slétt og fellt Þegar Guðrún Katrín er spurð hvort ástarsorg geti verið alvarleg, svarar hún: „Ástarsorg er ein af þeim til- finningum sem fólki finnst erfitt að upplifa og vill helst ekki finna fyrir. Gott er að minna sig á að slæmu til- finningarnar eru hluti af því að vera manneskja rétt eins og góðu tilfinn- ingarnar. Alveg sama hvað, þá förum við aldrei í gegnum lífið án þess að þurfa að finna til. Þá er mikilvægt að muna að erfiðar og óþægilegar tilfinningar eru ekki hættulegar þótt það geti verið erfitt að takast á við þær. Það er einmitt svo mikilvægt að taka eftir tilfinningum sínum, horfast í augu við þær og takast á við þær. Ef fólki er farið að finnast það vera fast í vítahring neikvæðra hugsana þá getur verið mikilvægt að leita aðstoðar fagaðila.“ Upplifa allir ástarsorg? „Það er í rauninni ekki hægt að alhæfa um það. Sumt fólk upp- lifir sig til dæmis aldrei ástfangið á ævinni, þar af leiðandi er eiginlega ekki hægt að segja að það lendi í ástarsorg. Til að lenda í ástarsorg þurfum við fyrst að verða ástfangin,“ segir Guðrún Katrín. Hægt að fá hjálp Það er mjög erfitt fyrir báða aðila að slíta sambandi, sérstaklega ef það hefur varað í einhverja mánuði. Það getur farið í gang heilmikið sorgar- ferli hjá þeim sem fyrir höfnuninni verður. Sá sem slítur sambandinu hefur oft hugsað um það í einhvern tíma. Best er að slíta sambandi strax og viðkomandi finnur að það er ekki að ganga upp. Ekki viðhalda von- lausu sambandi, það gerir engum gott. Flestir unglingar ganga í gegnum ástarsorg og það er ekki skemmti- legur tími. Hins vegar jafnar fólk sig venjulega fljótt á unga aldri. Mun verra mál er þegar sambandið hefur varað í mörg ár og jafnvel barn komið í spilið. Ekki er gott að henda sér í faðm á nýjum kærasta eða kærustu. Það samband mistekst yfirleitt. Betra að láta tímann líða og leyfa sárunum að gróa. Guðrún Katrín tekur á móti fólki sem glímir við mismunandi áföll. Hún segir að fólk leiti til sín af mörgum ástæðum, meðal annars í kjölfar sambandsslita og vegna ástarsorgar. „Gott er að hafa í huga að það er í raun ekkert of lítið eða of mikið til að leita til meðferðaraðila. Sumir hafa áhyggjur af því að það sé veikleiki að leita sér aðstoðar hjá meðferðaraðila en í rauninni er það gagnstætt því það þarf styrk og hug- rekki til þess,“ segir hún. Ástarsorg getur verið sár Það vita allir sem þekkja að ástarsorg er ekkert gamanmál hjá ungu fólki. Mismunandi langan tíma tekur að ná sér eftir að samband kærustupars rofnar. En er eitthvað hægt að gera við þessari sorg? Elín Albertsdóttir elin@365.is Það getur verið sárt þegar kærasti ákveður að slíta sambandi. Guðrún Katrín félagsráðgjafi segir að vel sé hægt að komast yfir þann sársauka. Guðrún Katrín Jóhannesdóttir er félagsfræðingur hjá Lausninni. Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET Síðumúla 31 • 08 Reykjavík • S. 5 20 • 84 0470 • www.parketverksm djan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET Síberíulerki - Aldrei að bera á Í kjarnvið síberíulerkis er náttúruleg fúavörn. Því þarf aldrei að bera fúavörn á viðinn.Viðurinn er sterkur, endinga- góður og þolir afar vel íslenska veðráttu. Veggklæðningar og pallaefni 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . M a í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 6 -8 9 3 4 1 D 1 6 -8 7 F 8 1 D 1 6 -8 6 B C 1 D 1 6 -8 5 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.