Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 18
Fulla ferð til Stokkhólms Skalli og mark Belginn stóri, Marouane Fellaini, skaut Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi en hann skoraði eina markið í 1-1 jafntefli í seinni leiknum á móti Celta Vigo. Hér fagnar miðjumaðurinn hárprúði marki sínu. Nordicphotos/Getty mma Það leit lengi vel ekki út fyrir að Gunnar Nelson myndi fá bardaga í sumar eins og hann hafði stefnt að. Flestir fyrir ofan hann á styrkleika- listanum eru komnir með bardaga eða eru meiddir. Eftir sannfærandi sigur á Banda- ríkjamanninum Alan Jouban um miðjan mars vildi Gunnar fá að reyna sig gegn einhverjum af þeim bestu. Það er ekki mögulegt í sumar. Hann vildi samt ólmur fá bardaga og hefur nú fengið bardaga gegn hinum sterka og spennandi Arg- entínumanni Santiago Ponzinibbio. Bardagi þeirra verður aðalbardagi kvöldsins. „Ég veit nú voðalega lítið um hann. Ég kann ekki einu sinni að bera fram nafnið hans enn sem komið er en það mun koma,“ segir Gunnar léttur um væntanlegan and- stæðing. Aðeins tapað þrisvar Þessi Argentínumaður er þrítugur og er mjög reyndur. Hann er búinn að berjast 27 sinnum og vinna 24 þeirra bardaga. Er því aðeins með þrjú töp. Þrettán sigrar komu eftir rothögg, sex með uppgjafartaki og aðeins fimm bardagar hafa endað á dómaraúrskurði. Síðan Ponzinibbio kom inn í UFC hefur hann unnið sex bardaga og tapað tvisvar. Hann er búinn að vinna fjóra bardaga í röð og er kominn í  þrettánda sætið á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Gunnar er þar í níunda sæti. „Það er mjög ánægjulegt að fá annað tækifæri til þess að vera í aðalbardaga á Bretlandseyjum. Það var mjög svekkjandi þegar ég þurfti að draga mig út úr bardaganum í Belfast í nóvember vegna meiðsla. Gaman að vera þarna því það er auðvelt fyrir fólk að hoppa yfir. Ég geri ráð fyrir hrikalegri stemningu í höllinni. Það kemur pottþétt fólk frá Írlandi, Englandi og auðvitað frá Íslandi,“ segir Gunnar en það leyndi sér ekki að hann var mjög hamingjusamur með að hafa fengið bardaga í sumar. Eftir að hafa ekki keppt mikið síðustu ár vildi hann fá þrjá til fjóra bardaga í ár. Okkar maður viðurkennir að hann hafi nánast verið orðinn úrkula vonar um að fá bardaga í sumar. Vildi ólmur berjast í sumar „Þetta leit ekki vel út á tímabili. Það var enginn á lausu á topp tíu. Þetta var því næsti gæi og hann lítur mjög vel út. Ég vildi ólmur fá bardaga í sumar og svo ná þriðja bardaganum í lok árs. Það var planið hjá mér. Þetta er því bara hið besta mál.“ Þó að Gunnar væri ekki kominn með bardaga þá hefur hann ekkert gefið eftir á æfingum. Hann æfir allt árið og tekur aldrei langa pásu frá æfingasalnum. „Maður æfir aðeins minna þegar bardagi er ekki klár en keyrir svo upp hraðann þegar það er kominn bardagi. Ég er alltaf að æfa. Ég er aldrei í því að gera ekki neitt. Ég hef notið þess að vera með fjölskyldu og vinum og leika mér á sleðanum mínum áður en snjórinn fer,“ segir Gunnar en næsta mál á dagskrá hjá honum er að setja upp æfinga- áætlun. Hann reiknar með því að vera nokkrar vikur á Írlandi líkt og oftast en þar er þjálfari hans, John Kavanagh. til í thompson næst Þó að Gunnar hafi ekki fengið and- stæðing í topp tíu þá segir hann enga ástæðu til þess að pirra sig á því. Í umræðunni var að hann myndi berjast við Stephen Thomp- son en hann er meiddur. Gunnar er þó með þann bardaga í huga. „Ég hugsa að það gæti orðið næsti bardagi eftir þennan,“ segir Gunn- ar en Thompson mun ekki berjast fyrr en í fyrsta lagi í október eins og staðan er núna. Með því að keppa við menn fyrir neðan sig er Gunnar eðlilega að taka áhættu. Sigur gefur honum ekki eins mikið og andstæðingnum. Að sama skapi ef hann tapar þá kastast hann lengra aftur fyrir í goggunarröðinni. „Það er hluti af sportinu að taka áhættu. Ég sýndi með síðasta bar- daga að ég er til í að taka áhættu og ég set það ekkert fyrir mig. Ég set pressu á aðra með þessu að gera slíkt hið sama.“ henry@frettabladid.is Hluti af sportinu að taka áhættu Gunnar Nelson mun stíga aftur inn í búrið þann 16. júlí í sumar er hann verður aðalnúmerið á bardaga- kvöldi hjá UFC í Glasgow. Andstæðingur hans kemur frá Argentínu og er á mikilli siglingu innan UFC. Klár í næsta stríð. Gunnar fær aðalbardaga í Glasgow og á von á miklum stuðningi. hann er hér fyrir sinn síðasta bardaga. fréttAblAðið/Getty 17.00 players champion. Golfst. 18.50 WbA - chelsea Sport 19.05 fram - haukar Sport 2 21.00 teigurinn Sport 21.10 1 á 1 með Gumma ben Sport 22.30 everton - Watford Sport 00.00 Washingt. - boston Sport 2 inkasso-deildin: 19.15 hK - leiknir r. 19.15 fram - haukar 19.15 Ír - Þróttur r. 19.15 Grótta - fylkir Í dag lyon - Ajax 3-1 0-1 Kasper Dolberg (27.), 1-1 Alexandre Lacazette (45., víti), 2-1 Alexandre Laca- zette (45+1), 3-1 Rachid Ghezzal (81.) Ajax fór áfram, 5-4, samanlagt. Man. Utd - celta Vigo 1-1 1-0 Marouane Fellaini (17.), 1-1 Facundo Roncaglia (85.). rautt: Eric Bailly og Roncaglia (90.) Man. Utd. fór áfram, 2-1, samanlagt. Nýjast evrópudeild UefA KUHN HAFNAði BrEiðABliKi Breiðablik fékk ekki manninn sem það vildi helst fá sem þjálfara liðsins í Pepsi-deild karla, Danann Allan Kuhn. Kuhn fékk tilboð frá Breiðabliki um að taka við starfinu eftir að Arnar Grétarsson var rekinn á þriðjudaginn en sá danski gerði Malmö að Svíþjóðar- meisturum á síðustu leiktíð og var aðstoðarþjálfari Álaborgar þegar liðið varð afar óvænt Danmerkur- meistari árið 2014. „Það er mér heiður að Breiðablik hafi boðið mér starfið sem þjálfari liðsins. Aftur á móti er ég að skoða betur önnur tilboð sem mér hafa borist og því verð ég að hafna tilboði Breiðabliks,“ sagði Kuhn við íþróttadeild 365 í gær. Sigurður Víðis son, aðstoðar- maður Arnars Grétarssonar, stýrir Blikunum á móti Stjörnunni í nágrannaslag í Pepsi-deildinni á sunnudag. Blikar eru stiga- lausir. SöNGFUGliNN SAMDi Jón Jónsson, bakvörður Íslands- meistara FH og einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við FH. Jón tók sér frí frá fótbolta á síðustu leiktíð þegar Hafnafjarðar- liðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð og í áttunda sinn í sögu félagsins. Jón er öflugur hægri bak- vörður sem varð meistari með FH árin 2012 og 2015. EiðUr ArON Á lEið Í VAl Valsmenn í Pepsi-deild karla í fótbolta eru að bæta við sig sterkum miðverði en Eiður Aron Sig- urbjörnsson er á leið til liðsins. Þetta staðfesti Ólafur Jóhannes- son, þjálfari Vals, í þættinum 1á1 sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00 í kvöld. Eiður Aron er 27 ára gamall Eyjamaður og var á árum áður einn allra besti varnarmaður Pepsi-deildarinnar. Hann hefur spilað með örebro, Sandnes Ulf og nú síðast Kiel í þýsku 3. deildinni sem atvinnumaður. Þetta leit ekki vel út á tímabili. Það var enginn á lausu á topp tíu. Gunnar Nelson 1 2 . m a í 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U R18 S p o R T ∙ F R É T T a B L a ð i ð sport 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -6 1 B 4 1 D 1 6 -6 0 7 8 1 D 1 6 -5 F 3 C 1 D 1 6 -5 E 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.