Fréttablaðið - 13.06.2017, Side 18
Almenningur er æ meðvitaðri um mikilvægi heilsunnar og eru útihlaup hluti af breytt-
um lífsstíl hjá mörgum sem þannig
hugsa. Útihlaup er góð aðferð til að
stuðla að bættu líkamlegu formi og
ekki þarf dýran búnað til að byrja
þó vissulega sé mikilvægt að huga
vel að góðum skóm.
Þeir sem eru að hefja hlaup
þurfa þó að huga að ýmsum
þáttum, segir Gunnar Páll Jóa-
kimsson, hlaupaþjálfari og
íþróttafræðingur. Forsendur séu
mjög misjafnar hjá byrjendum þar
sem líkamlegt ástand og aldur hafi
mikið að segja. Frumskilyrði sé þó
að byrja rólega og gefa sér góðan
tíma til að aðlagast breyttu álagi.
„Ekki falla í þá gryfju að finnast að
meira sé alltaf betra. Öll hreyfing
er betri en engin. Sumir eru með
góðan grunn úr öðrum íþróttum
og geta byrjað á hlaupaæfingum.
Aðrir byrja að ganga og blanda
síðan saman göngu og skokki.
Fyrstu vikurnar geta verið með
einföldum æfingum en eftir
það er betra að hafa æfingarnar
fjölbreyttar, bæði hvað varðar
hlaupaleiðir og æfingaálag. Flest-
allir eiga að geta stundað hlaup
sem heilsurækt en ganga er líka
ágætt form líkamsræktar fyrir þá
sem ekki geta eða vilja hlaupa.“
Skór skipta máli
Ekki er nauðsynlegt að fjárfesta í
dýrum útbúnaði en þó skipta góðir
skór máli, segir Gunnar Páll. „Mikið
framboð er af alls kyns góðum
skóm en skór geta verið fínir til síns
brúks þó þeir henti ekki fyrir þig.
Þá eru bestu skórnir fyrir utanvega-
hlaup ekki alltaf góðir á malbikinu.
Því er gott að leita ráða við val á
skóm. Mikið framboð er af góðum
útivistarfatnaði sem hentar vel til
hlaupa. Á Íslandi eru fingravett-
lingarnir góðir, með þá líður þér
betur þó þú sért léttklæddur að
öðru leyti. Í íslenska rokinu er gott
að vera í hlýjum undirfatnaði og
þar yfir í léttum skjólfatnaði sem
ver þig gegn vindinum.“
Hann ráðleggur byrjendum
að skrá sig í hlaupahóp, slíkt
hafi gjörbreytt viðhorfinu hjá
fjölmörgum til hlaupa. „Innan
hlaupahópa fæst leiðsögn og
aðhald. Ekki bara frá leiðbein-
endunum heldur líka frá hinum í
hópnum. Auðvitað kjósa margir
að hlaupa einir en það er þá auð-
velt að blanda þessu saman. Ég
ráðlegg öllum að finna sér félags-
skap í hlaupunum, allavega einu
sinni í viku. Þá er gaman að hafa
samband við hlaupahópa þegar
þú ert á ferðalagi og njóta þekk-
ingar þeirra á hlaupaleiðum á sínu
svæði.“
Muna að teygja
Teygjur og styrktar æfingar skipta
einnig máli, segir Gunnar Páll.
„Hlaupin ein og sér eru of einhæft
form líkamsræktar. Ég ráðlegg
öllum að taka einhverjar styrkt-
aræfingar með hlaupunum. Eftir
æfingu er best að taka sér tíma til
að taka teygjuæfingar og léttar
styrktaræfingar, með eða án tækja.
Þá er rétt að liðka sig alltaf vel í
upphafi. Upphitun með göngu eða
skokki og léttum liðkunaræfingum
ef fara á í einhverjar krefjandi
æfingar. Annars að byrja allar
æfingar rólega, jafnvel á göngu, og
enda þær á sama hátt.“
Að lokum bendir hann á að
ýmsir skemmtilegir viðburðir þar
sem allir geta tekið þátt, skemmti-
skokkarar jafnt sem afreksfólk, hafi
átt sinn þátt í að fjölga þátttakend-
um. „Fjölbreytni þessara viðburða
er líka alltaf að aukast. Sumum
finnst gaman að taka þátt í götu-
hlaupum en aðrir heillast af utan-
vegahlaupum. Það er hvetjandi
að setja sér takmark og vera með í
viðburði sem viðkomandi þarf að
þjálfa markvisst fyrir í langan tíma
til að taka þátt. Á síðunni hlaup.
is er að finna fjölda viðburða sem
höfða til ólíkra hópa auk lista yfir
flesta starfandi hlaupahópa hér á
landi.“
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
„Fyrstu vikurnar geta verið með einföldum æfingum en eftir það er betra að
hafa æfingarnar fjölbreyttar,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, hlaupaþjálfari og
íþróttafræðingur. MYND/ANTON BRINK
Frumskilyrði að byrja rólega
Margir byrja að stunda útihlaup á þessum árstíma. Nauðsynlegt er að gefa
sér góðan tíma til að aðlagast breyttu álagi og huga vel að hlaupaskóm.
Kæri Nágranni
Okkur langar að benda ykkur á nokkur atriði varðandi Secret Solstice hátíðina sem fer fram 15. til 18. Júní.
Við munum gera allt sem getum til að lágmarka það ónæði sem nágrannar okkar verða fyrir á meðan hátíðinni
stendur. Við vinnum náið með Reykjavíkurborg til að ganga úr skugga um að allir njóti helgarinnar á meðan við
gætum fyllsta öryggis bæði gesta og íbúa.
Hávaðamengun: Öll sviðin okkar eru staðsett með það í huga að lágmarka hávaðamengun í íbúðahverfum í
kring. Þá munum við vera með reglulegar hávaðamælingar til að tryggja að við höldum okkur innan þess sem
leyfilegt er.
Það verður spiluð lifandi tónlist úti fimmtudaginn 15. júní frá kl. 18:00 til 23:30, og frá 12:00 til 23:30 dagana 16.
til 18. júní. Hvernig dag munu hljóðprufur hefjast klukkan 11:00
Miðvikudaginn 14. júní munu fara fram prófanir á hljóðkerfum klukkan 15:00
Með kærri kveðju
Starfsfólk Secret Solstice
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . j ú N í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
1
3
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
0
-B
9
C
8
1
D
1
0
-B
8
8
C
1
D
1
0
-B
7
5
0
1
D
1
0
-B
6
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K