Fréttablaðið - 07.06.2017, Side 2
Garðtraktorar
fyrir þá kröfuhörðu
Gerir sláttinn auðveldari
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Veður
Norðan- og norðvestanátt, víða
5-13 m/s. Rigning með köflum
norðan til og slydda til fjalla. Lengst
af þurrt og bjart syðra. sjá síðu 16
PERsÓNuVERND Rafræn vöktun IKEA
utan lóðarmarka fyrirtækisins er
óheimil. Sömu sögu er að segja af sér-
stakri vöktun og skráningu upplýs-
inga um einstaklinga sem fyrirtækið
telur óæskilega í versluninni. Þetta
felst í ákvörðun Persónuverndar.
Ákvörðuninni er ekki hægt að áfrýja
til dómstóla.
„Að mínu mati er þetta ofboðs-
lega þröng túlkun á þessum lögum
og reglum sem sníður okkur afar
þröngan stakk. Mér finnst líka skjóta
skökku við að fyrirtæki á borð við
Facebook og YouTube geti látið upp-
lýsingar um okkur ganga kaupum og
sölum en við megum ekki passa upp
á okkar eigin eigur,“ segir Þórarinn
Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA
á Íslandi.
Þórarinn segir að vöktunin hafi
gefið góða raun. Myndavélin sem
vaktar bílastæðin hafi komið að
notum þegar keyrt hefur verið á bíla,
ef einhver slasast á bílastæðinu eða
ef einhver heldur því fram að inn-
kaupakerra hafi skemmt bíl sinn.
Sömu sögu sé að segja af bílnúmera-
vöktuninni. Nú viti starfsmenn um
leið ef einhver sem hefur valdið tjóni
eða stolið mæti í verslunina.
„Ég á eftir að fara yfir þetta með
lögfræðingi en niðurstaðan er mikil
vonbrigði,“ segir Þórarinn. „Ein af
forsendum stofnunarinnar er sú að
svið myndavélarinnar nái út fyrir
lóðarmörk IKEA. Við eigum eftir
að kanna hvort þetta sé heimilt ef
önnur fyrirtæki á svæðinu sam-
þykkja vöktunina.“ – jóe
Vonbrigði að
þurfa að láta
af vöktuninni
FORNLEIFAR Fornleifarannsóknir
á bænum Stöð í Stöðvarfirði hafa
leitt í ljós að tveir skálar voru reistir
þar á níundu og tíundu öld. Eldri
skálinn er sennilega frá fyrri helm-
ingi níundu aldar, frá því áratugum
áður en Ingólfur Arnarson er sagður
hafa numið Ísland, en líklegt þykir
að hinn skálinn hafi verið byggður
einhvern tímann á níundu eða
tíundu öld.
Bjarni F. Einarsson fornleifafræð-
ingur, sem stýrir rannsóknunum,
segir í samtali við Fréttablaðið
að tilgáta rannsakenda sé sú að
húsarústirnar á svæðinu hafi verið
útstöð frá Skandinavíu eða öðrum
norrænum byggðum á fyrri hluta
níundu aldar. Þar hafi fólk dvalið
áður en hefðbundið landnám
hófst.
„Það er ekkert sem hefur breyst í
þeim efnum enn þá. Við gerum allt
til þess að reyna að afsanna tilgátu
okkar en það hefur ekki tekist enn
sem komið er,“ segir hann.
Þess má geta að mannvistarleifar
frá svipuðum tíma hafa áður fundist
í Kvosinni í Reykjavík, í Höfnum á
Reykjanesi og Húshólma við Krýsu-
vík.
Fornleifarnar voru rannsakaðar
í ágúst og september í fyrra og var
markmiðið fyrst og fremst að stað-
festa að skálar hefðu verið reistir á
staðnum. Bjarni segir hins vegar að
langtímamarkmiðið sé að komast
að því hvort um hafi verið að ræða
hefðbundið landnámsbýli eða
útstöð skömmu fyrir landnámið.
Í sumar verður svæðið, og þá sér-
staklega skálarnir tveir, kannað
nánar.
„Við hófumst aftur handa 1. júní.
Líklega elstu merki um
landnám á Íslandi
Fornleifarannsóknir á Stöð í Stöðvarfirði halda áfram í sumar. Þær hafa leitt í
ljós að skálar voru reistir þar á níundu öld. Talið er að skálarnir hafi verið útstöð
frá Skandinavíu. Uppgröfturinn er sagður einn sá áhugaverðasti í heiminum.
Fetta sig og bretta
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom saman til æfinga á Laugardalsvelli í gær. Fram undan er leikur gegn toppliði Króata sem hreinlega verður
að vinnast ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast beint á heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Tapist leikurinn verður ansi strembið að ná
í skottið á Króötum en þeir hafa reynst okkur erfiðir síðustu ár. Undirbúningur stendur yfir út vikuna en leikurinn er á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fornar rústir fundust fyrir tilviljun við gamla bæjarstæðið á Stöð árið 2003.
Fornleifafræðingar rannsaka nú rústirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/FRIÐRIk ÞóR
Það er ekkert sem
hefur breyst í þeim
efnum enn þá. Við gerum allt
til þess að reyna að afsanna
tilgátu okkar en það hefur
ekki tekist enn sem komið
er.
Bjarni F. Einarsson,
fornleifafræðingur
Við lentum strax í úrhelli og fimbul-
kulda, en nú er þetta farið að skána
og allt komið á fullt,“ segir hann
en hópur fornleifafræðinga undir
stjórn Bjarna verður að störfum út
mánuðinn.
Fornleifarannsóknir Bjarna hlutu
fyrr á árinu viðurkenningu sem ein
tuttugu áhugaverðustu fornleifarann-
sókna á heimsvísu í fyrra. Í umsögn
sérfræðinga Archaeofeed, sem stóð
að útnefningunni, kom fram að rann-
sóknir Bjarna hefðu líklega leitt í ljós
elstu merki um landnám á Íslandi.
kristinningi@frettabladid.is
Þórarinn, framkvæmdastjóri IkEA.
LögREgLumáL Aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn segir lögregluyfirvöld ekki
búa yfir upplýsingum um að hryðju-
verk sé í undirbúningi hér á landi.
Gera má ráð fyrir frekari lokunum
fyrir umferð í miðborginni til að
tryggja öryggi almennings á stórum
viðburðum. Þetta kom fram í kvöld-
fréttum Stöðvar 2 í gær.
Í áhættumati greiningardeildar
Ríkislögreglustjóra vegna hryðju-
verkahættu, sem gefið var út í janúar,
er áhættan í meðallagi. Hryðjuverka-
ógn hefur færst nær Íslandi vegna
atburða sem orðið hafa í Svíþjóð,
Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi
undanfarið. „Við teljum eðlilegt að
við færum okkur í meðallag sem
þýðir að það sé ekki hægt að útiloka
hættuna á hryðjuverki,“ segir Gylfi
Hammer Gylfason aðstoðaryfirlög-
regluþjónn. – ósk
Meiri áhersla á
öryggi á stórum
viðburðum
7 . j ú N í 2 0 1 7 m I ð V I K u D A g u R2 F R é t t I R ∙ F R é t t A B L A ð I ð
0
7
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
0
3
-B
6
3
4
1
D
0
3
-B
4
F
8
1
D
0
3
-B
3
B
C
1
D
0
3
-B
2
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
6
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K