Fréttablaðið - 07.06.2017, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.06.2017, Qupperneq 12
fótbolti Birkir Bjarnason var mættur á æfingu íslenska lands- liðsins í gær og virkar stálhraustur. Ekki veitir af fyrir átökin miklu gegn Króötum um næstu helgi en það er alger lykilleikur fyrir íslenska liðið í undankeppni HM 2018. Birkir hefur verið meiddur lengi og hefur ekki spilað knattspyrnuleik í rúma þrjá mánuði vegna meiðsla. „Það er ekkert hægt að fela að það er langt síðan ég spilaði fótbolta en mér líður mjög vel í dag og hef verið að æfa vel og lengi. Ég hefði kannski getað byrjað að æfa aðeins fyrr en við tókum þá ákvörðun að það væri betra að bíða aðeins með það þar sem það var langt í landsleikinn. Ég held að það hafi verið klókt hjá okkur,“ segir Birkir en hann byrjaði að æfa af fullum krafti um miðjan síðasta mánuð. „Ég er orðinn 100 prósent góður og finn ekki fyrir neinum eymslum eftir æfingar. Er ekkert smeykur við að beita mér. Ég verð því fullkom- lega klár í þennan leik gegn Króöt- um og get ekki beðið eftir að mæta í þann leik.“ Liðið ætlar sér stærri hluti Birkir hafði vistaskipti í upphafi árs er hann fór frá Sviss yfir til Eng- lands þar sem hann leikur með Aston Villa. Það gekk bölvanlega hjá liðinu er hann kom þangað en liðið átti þó ágætan endasprett í ensku B- deildinni. Þrátt fyrir smá bras innan vallar þá sér Birkir ekkert eftir því að hafa farið til Englands. „Þó svo hafi gengið illa þá var liðið að spila alveg ágætlega. Mér gekk bara vel en við náðum bara ekki að vinna. Við unnum leikinn sem ég meiddist í og svo unnum við átta í röð. En liðið ætlar sér stærri hluti og við ætlum upp næsta vetur,“ segir Birkir sem kann vel við sig á Englandi. Aston Villa er stórt félag og mikill fjöldi sem mætir á leiki liðsins. „Mér líkar vel við þetta allt saman. Umgjörðin er frábær og ég hef auð- vitað alltaf viljað spila á Englandi. Það er mikil ástríða í Birmingham og reyndar bara í allri deildinni. Við slógum met í vetur yfir flesta áhorf- endur í deildinni.“ Gaman að vera með frá byrjun Nú mun Birkir ná fullu undirbún- ingstímabili með liðinu og hann er strax farinn að klæja í puttana að byrja á nýjan leik næsta haust. „Það verður gaman að vera með frá byrjun. Það er alltaf svolítið erfitt að koma inn á miðju tímabili. Ég hlakka mikið til að byrja og hef fulla trú á því að þetta verði gott tímabil hjá okkur,“ segir Birkir en hann náði aðeins að spila átta leiki fyrir Villa í vetur. Hann var í byrjunarliðinu í fimm af þessum leikjum. Ensku B-deildinni lauk frekar snemma þannig að Birkir hefur fengið ágætis frí. Venju samkvæmt eyddi hann drjúgum hluta af fríinu á Akureyri. „Það er alltaf gott að koma heim og hitta ættingja. Ég fer alltaf norður enda á ég marga ættingja þar. Mér líður alltaf langbest fyrir norðan,“ segir Birkir glaður. Fagnaði í Sviss Hann fór einnig til Ítalíu og var svo í Sviss á dögunum þar sem hann fagnaði með gömlu liðsfélögunum sínum í Basel er þeir fengu afhent sigurverðlaunin fyrir að vinna sviss- nesku deildina enn eitt árið. Birkir spilaði með þeim fyrri hluta tíma- bilsins og fékk því að sjálfsögðu verðlaunapening. „Ég fékk boð um að koma í fögnuðinn. Það var líka verið að kveðja forsetann og íþróttastjór- ann hjá félaginu. Þetta var virkilega skemmtilegur dagur. Það var reynd- ar svolítið skrítið að fagna með liði sem ég er ekki lengur í en ég var hluti af þessu liði hálfa leiktíðina og gaman að sjá alla strákana aftur og upplifa þetta.“ henry@frettabladid.is Ég verð klár í Króataleikinn Birkir Bjarnason hefur ekki spilað fótboltaleik í rúma þrjá mánuði en verður tilbúinn fyrir stórleikinn gegn Króatíu um helgina. Hann spilar á Englandi en var í Sviss á dögunum að fagna meistaratitli með Basel. Það var létt yfir Birki Bjarnasyni fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær og hann er klár í slaginn stóra gegn frábæru liði Króata. FréttaBLaðið/ernir Sendu okkur fimm toppa af Merrild umbúðum og þú gætir unnið gjafabréf fyrir utanlandsferð að upphæð 100.000 kr. Að auki verða dregnar út 10 kaffikörfur á tímabilinu. Dregið verður í júní, júlí og ágúst. Gildir fyrir alla Merrild pakka. Toppar af öllum Merrild umbúðum gilda. Þátttökuumslög er að finna í öllum verslunum. Úrslit verða birt á Facebook-síðu Merrild á Íslandi, og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um leikinn. 7 . j ú n í 2 0 1 7 M i Ð V i K U D A G U R12 S p o R t ∙ f R É t t A b l A Ð i Ð sport 01.00 Cleveland - Golden St. Sport inkasso-deildin: 19.15 Keflavík - Haukar Keflavík Í dag VEiKiNdi Hrjá AlfrEð Alfreð finnbogason gat ekki tekið þátt í æfingu íslenska landsliðsins á laugardalsvelli í gær vegna ælu- pestar. Vonir standa til að hann hristi veikindin fljótt af sér. Alfreð er einn þriggja framherja í íslenska hópnum ásamt Birni Berg- mann Sigurðarsyni og jóni daða Böðvarssyni. Alfreð hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan í 2-0 sigrinum á Tyrkjum 9. októ- ber í fyrra en hann var mikið meiddur í vetur. Alfreð er marka- hæsti leik- maður Íslands í undan- keppni HM 2018 með þrjú mörk. rAKiTic fjArri góðU gAMNi ivan rakitic, miðjumaður Barce- lona, verður ekki með króatíska landsliðinu gegn því íslenska í undankeppni HM 2018 á sunnudaginn kemur. rakitic er meiddur og verður því fjarri góðu gamni á laugardalsvellinum. Þetta er vatn á myllu Íslendinga en rakitic hefur verið í hópi bestu miðjumanna Evrópu undanfarin ár. rakitic, sem er 29 ára, hefur verið í herbúðum Barcelona frá 2014. Hann hefur leikið 83 lands- leiki fyrir Króatíu og skorað 13 mörk. Mateo Kovacic, leikmaður Spánar- og Evrópumeistara real Madrid kemur væntanlega inn í byrjunarlið Króatíu stað rakitic. Ef GsW klára þessa seríu þá er ekkert sem mælir gegn því að þeir séu besta lið sögunnar. #NBA365 #Korfu- bolti Snorri Örn Arnaldsson @snorriorn 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 3 -C 0 1 4 1 D 0 3 -B E D 8 1 D 0 3 -B D 9 C 1 D 0 3 -B C 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.