Fréttablaðið - 07.06.2017, Síða 20

Fréttablaðið - 07.06.2017, Síða 20
 Á Open Mic gefst konum tækifæri til að koma fram, frumflytja efni, útsetningar, texta eða gera tilraunir þvert á allar tónlistarstefnur, um leið og þær tengjast öðrum tónlistarkonum. • Nýtt útlit, öfl ugri og hljóðlátari • Stiglaus hraðastýring ásamt pulse rofa og 5 prógrömmum • Uppskriftabók fylgir Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Pro750 galdurinn á bak við ferskt hráefni Að hlusta og horfa á aðrar konur í tónlist fyllir mann innblæstri og sköpunar- krafti,“ segir söngkonan og tón- menntakennarinn Guðrún Árný Karlsdóttir sem er gestgjafi á Open Mic-kvöldi KÍTON á Café Rosenberg í kvöld. Bæði þekktar og óþekktar tónlistarkonur troða upp á Open Mic-kvöldum, félagar í KÍTON, félagi kvenna í tónlist. „Á Open Mic gefst konum tæki- færi til að koma fram, frumflytja efni, útsetningar, texta eða gera til- raunir þvert á allar tónlistarstefnur, um leið og þær tengjast öðrum tónlistarkonum. Viðtökurnar hafa alltaf verið æðislegar og stemningin er einstök,“ segir Guðrún Árný. Á hverju Open Mic-kvöldi eru gjarnan fimm mismunandi atriði þar sem hver og ein tónlistarkona leikur tvö til þrjú lög. „Þetta er kærkomið tækifæri til að koma með eigið efni til flutnings en líka til að brjóta upp daginn og flytja sín eftirlætis tökulög. Sjálf syng ég mikið í brúðkaupum og afmælum, oftast nær óskalög ann- arra, en á Open Mic get ég sungið mín eigin óskalög. Þar má vissu- lega sjá söngkonur sýna á sér nýjar hliðar en líka að njóta þess til hins ítrasta að flytja lagið sem þær eru einmitt þekktastar fyrir.“ KÍTON stendur fyrir konur í tónlist og er tilgangur félagsins að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og starfsvettvang á meðal kvenna í tónlist. Guðrún Árný segir félagið fyrir allar konur sem vilja lifa og hrærast í tónlist. „Margar ungar konur, sem hafa áhuga á að starfa við tónlist, hafa skráð sig í félagið og fyrr en varir eru þær komnar á fullt skrið. Það er gaman að fylgjast með kröftugri framvindu þeirra, hvort sem það er á Open Mic eða heimasíðu félags- ins þar sem maður getur séð þær blómstra og vinna fullt af litlum sigrum, eins og að komast í spilun í útvarpi og fleira gagnlegt.“ Dýrmætir reynsluboltar Open Mic-kvöldið er opið fyrir gesti og gangandi og öllum velkomið að fylgjast með. Mælt er með skrán- ingu þátttakenda fyrirfram en það er líka hægt að mæta á staðinn og skrá sig til leiks. Dagskrá kvöldsins er því aldrei auglýst fyrirfram heldur kemur ætíð á óvart. „Það er alveg sama í hvaða fagi maður starfar; það er alltaf dýrmætt að fá að hitta reynsluboltana sem segja manni sögur af því sem gekk illa eða er erfitt við bransann. Þá veistu að þú ert ekki ein í heim- inum með þínar upplifanir, eins og að komast ekki að í útvarpinu eða fara klukkutíma of seint upp á svið af því allir hinir voru of seinir. Maður er ekkert minna mikilvægur fyrir vikið; þessu hafa allir lent í og það koma alltaf önnur tækifæri,“ segir Guðrún Árný. Hún bætir við að líf tónlistar- kvenna sé í engu öðruvísi en ann- arra. Alltaf megi eiga von á að eitthvað óvænt gerist. „Söngkonuvandamál númer eitt er kvef en söngröddin er líffræðilegt hljóðfæri sem er ekki hægt að gera kröfu um að sé alltaf í fullkomnu standi. Þegar ég var ung að byrja í bransanum fékk ég í magann ef röddin var ekki fullkomin og hafði áhyggjur af því að fólk fengi ekki sitt fyrir peninginn sem það borgaði mér fyrir sönginn. Með aldrinum gerði ég mér grein fyrir að hin fimmtíu prósentin af mér voru í fínu standi. Þá söng ég bara aðeins lægra og meira á tilfinningunni og útkoman varð ekkert síðri.“ Strembið og erfitt umhverfi Allar kynslóðir íslenskra tónlistar- kvenna eru einstaklega hæfileika- ríkar og skapandi, segir Guðrún Árný, og að nýr veruleiki blasi við ungum tónlistarkonum. „Heimur ungra tónlistarkvenna hefur gjörbreyst með tilkomu samfélagsmiðla og margar hafa sjálfmenntað sig í hljóðfæraleik í gegnum aðgengilegt efni á YouTube. Nú er hægt að gera allt strax og ekki lengur þörf á að bíða eftir því að röðin komi að manni í tónlistar- skólanum. Möguleikarnir eru meiri en að sama skapi er þetta strembið og erfitt umhverfi. Fái efnið ekki nógu mörg læk strax er hætt við að tónlistamaðurinn telji efnið sitt vonlaust og missi kjarkinn. Þetta hef ég upplifað í gegnum nemendur mína sem tónmenntakennari.“ Guðrún Árný hvetur konur í tón- list til að koma saman á kvöldi sem þessu enda alltaf skemmtilegt. „Við notum tækifærið og hitt- umst og kynnumst betur því það er svo mikill kraftur í því fólginn. Oft spjöllum við saman á undan og sitjum líka lengur á eftir,“ segir Guðrún Árný sem er að drukkna í verkefnum þessa dagana, spilar virka daga á Grand Hóteli Reykja- vík og í brúðkaupum og í Græna herberginu um helgar, ásamt því að sinna börnum og búi heima. „Ég hef sjálf upplifað drifkraftinn sem fylgir í kjölfar Open Mic-kvöld- anna því maður gefur sér ekki alltaf tíma til að sinna eigin tónlistar- sköpun vegna annríkis. Síðast fór ég bara til að hlusta og endaði með að bralla í stúdíóinu í marga daga á eftir. Maður er manns gaman og þótt við þekkjumst öll voða vel á samfélagsmiðlum höfum við ekki alltaf hist í raunveruleikanum. Það er alltaf best að hittast augliti til auglitis; tala saman, hlæja og upp- lifa lífið og sköpunina saman.“ Open Mic-kvöld KÍTON eru haldin fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði og hefst klukkan 20.30 á Café Rosenberg í kvöld. Hægt er að skrá sig á kiton@kiton.is eða senda Guðrúnu Árnýju tölvupóst á gudrunarny@gmail.com. Einstök stemning Konur í tónlist hittast, syngja og gera tón- listartilraunir á Open Mic-kvöldum KÍTON. Guðrún Árný Karlsdóttir hefur í nógu að snúast við barnauppeldi, söng og tónmenntakennslu. Hún er gestgjafi á Open Mic-kvöldi KÍTON á Café Rósenberg í kvöld. MYND/ANTON bRiNK Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is 4 KYNNiNGARbLAÐ FÓLK 7 . j ú N Í 2 0 1 7 M i ÐV i KU DAG U R SUMARYFIRHAFNIR 20% AFSLÁTTUR Skoðið laxdal.is/ spice Bazaar Fylgdu okkur á facebook.com/laxdal.is Laugavegi 63, Skipholti 29b • S. 551 4422 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 3 -C E E 4 1 D 0 3 -C D A 8 1 D 0 3 -C C 6 C 1 D 0 3 -C B 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.