Fréttablaðið - 07.06.2017, Page 36

Fréttablaðið - 07.06.2017, Page 36
Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Eftir áralanga þróun og prófanir höfum við náð markmiði okkar. Við höfum búið til eina þróuðustu dýnu heims Simba tvinndýnan er gerð úr einstakri samsetningu 2500 keilulaga gorma og móttækilegs minnissvamps. Fáðu betri svefn – sama hvert svefnmynstur þitt er. 90 x 200 cm 74.990 kr. 120 x 200 cm 89.990 kr. 140 x 200 cm 99.900 kr. 160 x 200 cm 114.990 kr. 180 x 200 cm 129.900 kr. Simba dýnurnar eru fáan­ legar í eftirtöldum stærðum Komdu og kynntu þér Simba í næstu Dormaverslun eða á www.simbasleep.is DORMA KYNNIR EINA ÞRÓUÐUSTU HEILSUDÝNU HEIMS Haley Joel Osment og Bruce Willis röltu saman um götur Philadelphiu í myndinni The Sixth Sense. NORDICPHOTOS/GETTY 7 . j ú n í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R20 l í f I Ð ∙ f R É T T A B l A Ð I Ð Íslendingar bóka nú ferðir til Phila­ delphiu í stórum stíl, þar sem nú er beint flug til borgarinnar. Vert er að rifja upp fyrir hvað borgin er þekkt­ ust svo ferðalangar geti heimsótt þekkta staði úr kvikmyndasögunni. Philadelphia hefur nefnilega verið sögusviðið í ótal kvikmyndum í gegnum tíðina og mörg þekkt atriði úr kvikmyndasögunni hafa verið tekin upp í borginni. Kvikmynda­ áhugafólk ætti því að hafa nóg að skoða. l Helst ber að nefna Rocky- myndirnar. Allir og amma þeirra ættu t.d. að kannast við atriðið þegar Rocky hleypur í Converse skónum sínum upp tröpp­ urnar fyrir framan listasafn Phila­ delphiu og baðar út höndunum, kófsveittur og vel girtur. l Að sjálfsögðu var kvikmyndin Philadelphia með þeim Tom Hanks og Denzel Wash­ ington tekin upp víða í borginni, meðal annars í ráðhúsinu. l Myndin Unbreakable með Bruce Willis var tekin upp að miklu leyti í Philadelphiu. Og það er gaman að segja frá því að í einu atrið­ inu sitja karakterar þeirra Bruce Willis og Robin Wright og sötra kok­ teil fyrir framan stærðarinnar mósaík­listaverk inni á veitinga­ stað. En í raun og veru er þetta ekki veitingastaður heldur anddyrið í höfuðstöðvum útgáfufyrirtækisins Curtis Publishing. l Eitt eftirminni­ legasta atriðið úr kvikmyndinni Witness með Harri son Ford er tekið upp í lestarstöð Philadelphiu, þegar ungur drengur verður vitni að morði. l Philadelphia spilar stórt hlutverk í myndinni The Sixth Sense. Þar kemur Fairmount­hverfið til að mynda við sögu en það er þekkt fyrir mikilfenglegan arkitektúr og skemmtilegt andrúmsloft. l Dæmi um fleiri kvikmyndir sem teknar voru upp að öllu eða einhverju leyti í Philadelphiu eru Twelve Monkeys og Trading Places og einnig Limitless og Silver Lining Playbook með Philadelphiu­manninum Bradley Cooper í aðalhlutverki. Sylvester Stall- one lék Rocky Balboa og Brad- ley Cooper lék í Silver Lining Playbook. NORDICPHOTOS/ GETTY Lífið Forsætisráðherrann sem elskar skó Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, er umdeildur leiðtogi en tískumógúlar hvaðanæva eru sammála um smekkvísi hennar á skóm. Brúnir hlébarðaskór úr skinni. Silfurlitaði hællinn setur skemmti- legan svip á þessa skó F jölmiðlar ytra hafa ítrekað fjallað um s k ó s a f n f o r s æ t i s -r á ð h e r r - ans, en May skartar gjarnan nýju pari þegar mikið liggur við. Sérfræðingar ytra hafa gert því skóna að hún sendi stundum skilaboð með skópörunum. Sem dæmi má nefna par með stáltá þegar hún flytur innblásnar ræður, svart par þegar hún vottar samúð sína, líkt og raunin var eftir hryðju- verkaárásina í London um helgina og hefðbundnum, látlausum – jafn- vel íhaldssömum – skóm á fundum Íhaldsflokksins. Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri tískutímaritsins Glamour, ræddi stíl, og aðallega skópör, for- sætisráðherrans, nú þegar styttist í kosningar í Bretlandi. „Silfurlitaði hællinn setur skemmtilegan svip á þessa skó.“ Philadelphia stór á hvíta tjaldinu sdfsdf PhiladelPhia heFur verið sögusviðið í ótal kvikmyndum í gegn- um tíðina. 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 3 -D 8 C 4 1 D 0 3 -D 7 8 8 1 D 0 3 -D 6 4 C 1 D 0 3 -D 5 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.