Fréttablaðið - 02.06.2017, Side 1

Fréttablaðið - 02.06.2017, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 2 9 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 2 . j ú n Í 2 0 1 7 FrÍtt Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Gríptu afsláttarkortið næst þegar þú kaupir daglinsur í Augastað Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN FJÖRÐUR Fréttablaðið í dag sKOðun Þórlindur Kjartansson skrifar um fréttir af frægum. 13 plús 2 sérblöð l FólK l eyesland gleraugnaverslun *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Siggu Kling Stjörnuspá sÍða 28 verslun Vísbendingar eru um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar, samkvæmt tölum Meniga. Þær upplýsingar byggja á kortaveltu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var veltan í Costco 32 prósent af heildarveltunni á dag- vörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Meniga hefur ekki viljað gera tölurnar opinberar í ljósi þess að enn á eftir að fullvinna upplýsingarnar. Þetta er mun meiri markaðshlutdeild en keppinautar Bónuss og Krónunnar á markaðnum hafa hingað til haft. Tölurnar eru eftirtektarverðar í ljósi þess að Bónus rekur 32 verslanir um allt land, þar af 20 á höfuðborgar- svæðinu. Costco rekur hins vegar eina verslun í Kauptúni í Garðabæ. Á hinn bóginn selur Costco meira en bara dagvöru. Það eru oft vörur sem kosta tugi þúsunda. Verslanirnar eru því ekki að öllu leyti sambærilegar. Tölurnar benda engu að síður til auk- innar samkeppni á dagvörumarkaði með opnun Costco. Samkeppniseftirlitið gaf út skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði árið 2015. Þar er vakin athygli á að ójöfn kjör verslana hjá birgjum kynnu að hindra samkeppni á lág- vöruverðsmarkaði. Nokkrir nýir aðilar hafi náð að hasla sér völl á dagvörumarkaði og samkeppni því aukist. Þar er vísað til þess að versl- anakeðjan 10-11 var seld frá Högum árið 2011 og til varð sjálfstæð eining sem sameinaðist síðan Iceland versl- ununum. Að auki voru verslanirnar Kostur og Víðir settar á fót. „Ef umræddar verslanir (og hugsanlega fleiri keppinautar) eiga að hafa raunhæfa möguleika á að hasla sér völl á lágvörumarkaði fyrir dagvörur er nauðsynlegt að birgjar jafni kjör verslana nema þeir geti sýnt fram á að hlutlægar ástæður réttlæti mismunandi kjör. Að mati Samkeppniseftirlitsins er mikið verk óunnið í þessu sambandi,“ segir í skýrslunni. Fullyrt var í Viðskiptablaðinu í gær að Hagar hefðu sent íslenskum fram- leiðendum skilaboð um að ef þeir hygðust selja vörur sínar í Costco yrðu þær teknar úr hillum Bónuss og Hagkaupa. Finnur Árnason, for- stjóri Haga, segir þessar fullyrðingar vera rógburð. jonhakon@frettabladid.is Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. Aðstöðu fyrir ferðamenn hefur verið komið upp í Raufarhólshelli og er gjaldtaka hafin. Heimsókn inn í hellinn kostar 4.900 krónur. Hann hafði verið lokaður frá því um áramót en fyrirtækið Raufarhóll tók landið á leigu í fyrra. Á meðal fjárfesta í Raufarhóli er Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway. Fréttablaðið/Vilhelm 32% af heildarveltu á dagvöru- markaði var velta Costco fyrstu dagana eftir opnun. lÍFið Jóhannes Haukur Jóhannsson hefur fengið hlutverk í kvikmynd- inni The Sisters Brothers. Hann leik- ur þar við hlið stórleikara á borð við Jake Gyllenhaal og Joaquin Phoen ix. Tökur á myndinni fara fram á Spáni og heldur Jóhannes þangað á næstu dögum. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Patric deWitt. – gha / sjá síðu 32 Jóhannes leikur í stórmynd  viðsKipti Líftæknifélagið WuXi Next- CODE, sem Hannes Smárason stýrir, hyggst sækja allt að 200 milljónir dala, jafnvirði um 19,7 milljarða króna, til fjárfesta á næstu vikum og mánuðum. Fjár- mögnuninni er ætlað að skjóta styrkari stoðum undir starfsemi félagsins á alþjóðavísu, sérstaklega í Kína. – kij / sjá síðu 2 Hannes leitar milljarða alþingi Aðeins eitt mál lá fyrir sjö tíma löngum þingfundi í gær, degi eftir að þingfrestun var áætluð. Þingmönnum var heitt í hamsi og blótsyrði voru látin falla í pontu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að hræra í lista dómnefndar yfir umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt og skipta fjórum af þeim fimmtán hæfustu út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Ekki var mjótt á munum þegar til atkvæðagreiðslu kom. Sat þing- flokkur Framsóknar hjá í málinu en þingmenn VG, Pírata og Sam- fylkingar kusu gegn tillögunni. – snæ Heitt í hamsi á síðasta þingfundi 0 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F E -4 F B 4 1 C F E -4 E 7 8 1 C F E -4 D 3 C 1 C F E -4 C 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.