Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Það er áhugavert að gægjast inn um glugga Alþingis nú við lok þingsins og rýna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hún er meginafrakstur þessa
þingvetrar, hvernig sem á það er litið. Hún virðist í ein-
faldri mynd ganga út á þrennt: samdrátt í ríkisrekstri,
lágmarksfé í uppbyggingu innviða og það að létta skatt-
byrði af þeim efnaðri.
Þessari stefnu er svo ætlað að keyra áfram nútímalegt
og blómlegt samfélag, byggt á nýsköpun og grænum
atvinnuháttum (í anda atvinnustefnu Vinstri grænna frá
því fyrir um áratug).
En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Nýsköpun
kemur ekki upp úr engu. Sprotar fæðast ekki í fjár-
sveltu menntakerfi. Ferðaþjónusta þrífst illa á holóttum
malarvegum, einfasa rafmagni og ótraustu netsam-
bandi. Þessir breyttu atvinnuhættir og sá veruleiki sem
við stöndum frammi fyrir útheimtir einfaldlega veru-
lega öflugri innviði og sterkari samrekstur.
Það er bleikur fíll í þessu líka. Það er engin alvöru pen-
ingastefna til að jarðtengja fjármálaáætlunina. Engin
sátt um það hvernig skuli ná stjórn á ofrisi krónunnar.
Það er svo komið að við Íslendingar erum orðin vön því
að hugsa og reka okkur sjálf eins og vogunarsjóðir. Þeir
þrífast líka á áhættu og óvissu.
Kjarni vandans birtist svo þegar þessir stóru gallar
fjármálaáætlunarinnar leggjast allir saman á eitt; það
myndast olía á eld ójöfnuðar. Óstöðugleiki og veik sam-
neysla eykur ójöfnuð. Og það er ójöfnuðurinn sem er
mesta áhyggjuefni stjórnmálanna um allan heim. Með
breikkandi bilinu fjölgar reiðum á öðrum endanum og
firrtum á hinum endanum.
Verst af öllu er svo að á endanum geta jaðrarnir náð
saman, þannig að réttlát reiði þeirra sem of lítið hafa
umbreytist í byr í segl þeirra firrtu. Og þá geta myndast
kjöraðstæður til að rækta pólitísk skrímsli í skápum,
sem hafa alltof víða verið að láta á sér kræla í alþjóð-
legum stjórnmálum. Það vill held ég ekkert okkar fara
þangað.
En við verðum þá að taka beygjuna þegar kemur að
næstu gatnamótum.
Olía á eld ójöfnuðar
Óli Halldórsson
varaþingmaður
VG
Það er
bleikur fíll
í þessu líka.
Það er engin
alvöru pen-
ingastefna til
að jarðtengja
fjármála-
áætlunina.
Slíkir aug-
ljósir veik-
leikar í efna-
hagsmálum
þjóðarinnar
hverfa ekki
við það eitt
að breytt sé
um gjaldmið-
ilsstefnu.
L innulaus gengishækkun krónunnar er flóknasta viðfangsefni Seðlabankans og stjórnvalda um þessar mundir. Gengið hefur hækkað um meira en 20 prósent á einu ári, sem er mesta styrking á jafn skömmum tíma frá því í byrjun sjöunda
áratugarins, og samtímis fer samkeppnishæfni þjóðar-
búsins hratt þverrandi. Stjórnvöld hafa meðal annars
brugðist við þessari stöðu með skipun verkefnisstjórn-
ar sem á að koma með tillögur í haust um endurmat á
forsendum peninga- og gjaldmiðlastefnu Íslands.
Ljóst er hins vegar að forystumenn ríkisstjórnarinn-
ar eru ekki sammála um áfangastaðinn í þeirri vinnu.
Formaður Framsóknarflokksins, benti – réttilega – á
það stefnuleysi sem virðist ríkja í þessum efnum í eld-
húsdagsumræðum á Alþingi í vikunni. Á sama tíma
og forsætisráðherra segir að krónan sé framtíðargjald-
miðill þjóðarinnar talar fjármálaráðherra hins vegar
krónuna „niður hvenær sem færi gefst“ og reynir eftir
„fremsta megni að koma hér á myntráði sem líklega á
að ljúka með upptöku evru“. Þetta er undarleg staða
sem er uppi innan ríkisstjórnarinnar.
Það vill stundum gleymast þegar rætt er um stefnu
í gjaldmiðlamálum að valið snýst öðrum þræði um
mismunandi slæma valkosti. Fjármálaráðherra hefur
ekki farið leynt með þá skoðun sína að festa eigi gengi
krónunnar, þar sem einkum er horft til evrunnar, með
svonefndu myntráði. Það má efast stórkostlega um að
slíkt fyrirkomulag þjóni hagsmunum Íslands. Eigi fast-
gengisstefna í gegnum myntráð að vera farsæl til lengri
tíma litið er lykilatriði að það séu náin tengsl við hag-
sveiflu þess myntsvæðis sem gengið er fest við. Fyrir
liggur að svo er alls ekki í tilfelli evrusvæðisins þar sem
Ísland hefur lítil sem engin tengsl við hagsveifluna í
kjarnaríkjum myntbandalagsins. Hagsaga Íslands,
hvort sem litið er til ríkisfjármála eða vinnumarkaðar-
ins, gefur að sama skapi ekki tilefni til að ætla að
stjórnvöld og atvinnulífið hafi þann aga sem til þarf til
að framfylgja trúverðugri fastgengisstefnu. Slíkir aug-
ljósir veikleikar í efnahagsmálum þjóðarinnar hverfa
ekki við það eitt að breytt sé um gjaldmiðilsstefnu.
Myntráðsleið myndi jafnframt útheimta gríðarlega
gjaldeyrisforðasöfnun af hálfu Seðlabankans með
tilheyrandi auknum vaxtakostnaði. Þótt bankinn hafi
byggt upp forða sem nemur þriðjungi af landsfram-
leiðslu þá þyrfti hann að vera margfalt stærri. Ófull-
nægjandi gjaldeyrisvarasjóður myndi að öðrum kosti
auka stórlega líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjald-
miðilinn um leið og fastgengið væri hætt að endur-
spegla undirliggjandi efnahagsstærðir í hagkerfinu.
Vogunarsjóði George Soros tókst eftirminnilega að
fella breska pundið árið 1992 og það má efast um að
800 milljarða forði Seðlabankans yrði mikil fyrirstaða
ef sambærilegir sjóðir myndu sjá tækifæri í því að láta
reyna á fastgengisstefnu Benedikts Jóhannessonar.
Það er áhyggjuefni að engin samstaða er á meðal
helstu leiðtoga ríkisstjórnarinnar í mikilvægasta verk-
efni núverandi stjórnvalda – endurskoðun peninga-
stefnunnar. Og á meðan svo er má tæplega ætla að sú
vinna eigi eftir að skila nokkrum árangri.
Stefnuleysi
Minna fúsk
Afstaða Bjartrar framtíðar í
umræðum á Alþingi í gær, um þá
ákvörðun dómsmálaráðherra
að hræra í lista hæfustu umsækj-
enda um dómarastöðu í Lands-
rétti, kom nokkuð á óvart. Björt
framtíð gerði það að kosninga-
loforði sínu að minnka fúsk og
í ræðu á Alþingi 26. september
síðastliðinn sagði Óttarr: „Við
þurfum að snúa frá óreiðustjórn-
málum og lausatökum síðustu
ára. Handarbaksvinnubrögð og
fúsk eiga ekki rétt á sér. Það þarf
að vanda sig. Það er kallað eftir
meiri heiðarleika í stjórnmálum
og meiri sanngirni í samfélaginu.“
En afstaða Bjartrar framtíðar á
þingi einkenndist frekar af ræðu
Óttars frá nýliðnum eldhúsdegi:
„Við erum ekki í stjórnmálum til
að keppast um vinsældir.“
Guli takkinn
Það munar einum manni á stjórn
og stjórnarandstöðu á þessu
kjörtímabili. Eftir sjö tíma heitar
umræður á Alþingi um réttmæti
ákvörðunar dómsmálaráðherra
valdi Framsóknarflokkurinn gula
takkann í þingsal. Þegar málið
verður gert upp, jafnvel vegna
mögulegs misbrests á trausti í
garð dómstólsins, verður eftir því
tekið að þingflokkurinn valdi að
greiða ekki atkvæði. Á kjörtíma-
bili þegar stjórnarandstaðan
hefur raunveruleg tækifæri til að
fá sitt fram. Það hefði kannski
verið heiðarlegra að ýta bara á
Framsóknargræna takkann.
snaeros@frettabladid.is
2 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R12 S k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
SKOÐUN
0
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
F
E
-4
F
B
4
1
C
F
E
-4
E
7
8
1
C
F
E
-4
D
3
C
1
C
F
E
-4
C
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K