Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 26
Eyesland býður upp á gler og umgjarðir á góðu verði svo að fólk geti leyft sér að taka fleiri en ein gleraugu í einu, enda kostur að geta skipt um útlit með lítilli fyrirhöfn og jafnvel eftir skapi.
Ljósari og hlýrri tónar koma sterkir inn í sumar en svartar umgjarðir verða sennilega
alltaf vinsælastar og spurning
hvort þær taki yfirhöndina í haust,
þó vonandi ekki,“ segir Edda Frið-
finnsdóttir, aðstoðarverslunar-
stjóri Eyesland gleraugnaverslunar
í Glæsibæ.
Edda segir mun á gleraugna-
tísku karla og kvenna ekki vera
afgerandi.
„Allavega ekki hjá fólki fram að
miðjum aldri en eftir það tekur
maður eftir aðeins látlausari
umgjörðum í gleraugnavali. Eldra
fólk er meira fyrir léttari umgjarðir
og vill síður hafa þær miklar eða
mjög áberandi. Það er þó virki-
lega gaman að sjá hvað eldra fólk,
sem hefur alla tíð verið með frekar
látlaus gleraugu, verður oft hissa
og jafnframt ánægt þegar maður
setur á andlit þeirra litsterka og
meira áberandi umgjörð. Það er
heldur aldrei of seint að breyta um
stíl í gleraugum og hægt að gera
alla flotta með réttu umgjörðinni.
Falleg gleraugu eru hluti af heild-
arútliti og setja oft punktinn yfir
i-ið.“
Af vinsælum umgjörðum nú
nefnir Edda kringlótt gleraugu og
umgjörðir úr málmi.
„Þar má nefna Aviator-gler-
augun sem hafa verið mjög vinsæl
undanfarið, jafnt í sólgleraugum
og venjulegum, og hjá báðum
kynjum. Þar eru gylltar umgjarðir
og með tvöfaldri brú sem hafa
vinninginn.“
Runninn er upp sá árstími þegar
fólk vill breyta til og gera vel við
útlitið, segir Edda.
„Af því tilefni bjóðum við upp á
gler og umgjarðir á góðu verði svo
að fólk geti leyft sér að taka fleiri
en ein gleraugu í einu, enda gaman
að geta skipt um útlit með lítilli
fyrirhöfn eða skipta um gleraugu
eftir því hvernig skapi fólk er í.“
Dæmi um verð á margskiptu
gleri með glampavörn er frá 19.980
krónum og einfókus gler með
glampavörn frá 7.380 krónum.
„Nú fást líka hjá okkur ítölsku
umgjarðirnar iGreen sem fengu
hönnunarverðlaun á Ítalíu á þessu
ári. Þær hafa fengið mjög góðar
undirtektir í verslun okkar enda
litríkar og úr mjög léttu plasti. Það
sem er sniðugt við þær er að það
er hægt að kaupa auka arma á þær
og eiga til skiptanna. Verðið er frá
11.900 krónum og auka armar á
2.900 krónur,“ upplýsir Edda.
Umgjarðir með segulsólhlíf frá
Centro-Style hafa einnig verið
mjög vinsælar í Eyesland og fást
í mörgum stærðum og gerðum,
bæði með speglagleri og venju-
legu sólgleri. Þær kosta frá 16.800
krónum.
„Einnig hafa umgjarðir og sól-
gleraugu frá Eye-Space, það er
Jensen, Cocoa Mint, Zips, Louise
Marcel, Bacebox og Rock Star
barnaumgjarðir, verið mjög
vinsælar. Þær eru klæðilegar
og á mjög góðu verði frá 4.900
krónum,“ segir Edda. „Við höfum
jafnframt fjölbreytt og mikið úrval
af umgjörðum og sólgleraugum frá
Ray-Ban, Red-Bull, Boss og Tommy
Hilfiger og vorum til að mynda að
fá í hús nýjar Ray-Ban umgjarðir
sem eru alltaf jafn vinsælar.“
Hjá Eyesland gleraugnaverslun
er einnig hægt að fá margskiptar
linsur.
„Sá valkostur er tilvalinn fyrir
þá sem stunda mikla útivist, jafnt
yfir sumar- og vetrartímann. Lins-
urnar eru fínar í golfið og fyrir þá
sem ganga mikið á fjöll og vilja
geta skellt flottum golf- og útivistar
sólgleraugum á nefið. Þær henta að
sjálfsögðu einnig vel innandyra,“
segir Edda og býður viðskiptavini
hjartanlega velkomna í verslanir
Eyesland til að máta heillandi
úrval gleraugna.
Eyesland gleraugnaverslun er
að Grandagarði 13 og á 5. hæð í
Glæsibæ. Opið er frá klukkan 10 til
18 virka daga og á laugardögum frá
11 til 16 á Grandagarði en virka daga
frá klukkan 8.30 til 17 í Glæsibæ.
Rétt umgjörð gerir alla flotta
Falleg gleraugu eru hluti af heildarútliti og setja punktinn yfir i-ið. Gleraugnatíska sumarsins
er fjölbreytt og skemmtileg og hefur að geyma litfagrar umgjarðir, yfir í glærar og hvítar.
Edda Friðfinnsdóttir er aðstoðarverslunarstjóri í Eyesland gleraugnaverslun í Glæsibæ. Hér heldur hún á ítölsku verðlaunaumgjörðunum frá iGreen sem komu nýlega í hillurnar í Eyesland. Umgjarð-
irnar eru þeim frábæra eiginleika búnar að hægt er að kaupa á þær auka arma sem auðvelt er að skipta um og með því brydda upp á alveg nýju útliti. MYND/ERNIR
Fólk verður oft
hissa og jafnframt
ánægt þegar maður setur
á andlit þess litsterka og
meira áberandi umgjörð.
Edda Friðfinnsdóttir
4 KYNNINGARBLAÐ 2 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
0
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
F
E
-5
E
8
4
1
C
F
E
-5
D
4
8
1
C
F
E
-5
C
0
C
1
C
F
E
-5
A
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K