Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 14
Fótbolti Bilið á milli Pepsi-deildar-
innar og Inkasso-deildarinnar er
eflaust minna en margur heldur.
Það eru nýliðar Pepsi-deildarinnar
að minnsta kosti að sýna og sanna
í fyrstu fimm umferðum sumarsins.
Átján stig og nítján mörk í fimm
leikjum er frábært veganesti fyrir
framhaldið hjá liðunum sem stóðu
sig langbest í Inkasso-deildinni í
fyrra og hafa síðan fylgt því eftir með
góðri byrjun í úrvalsdeildinni.
Búist við miklu af KA
Það var vissulega búist við meiru af
KA-mönnum en af mörgum nýlið-
um Pepsi-deildarinnar á síðustu
árum enda hefur Akureyrarliðið
verið duglegt að safna að sér leik-
mönnum í Pepsi-deildar klassa á
síðustu árum. Frábær frammistaða
Grindvíkinga hefur aftur á móti
komið mun fleirum á óvart. Nýlið-
unum hefur báðum tekist að gera
betur en stórlið KR og FH og sitja
þau nú bæði meðal fjögurra efstu
liða Pepsi-deildarinnar.
Topplið Stjörnunnar þurfti jöfn-
unarmark á lokamínútum til að ná
stigi á móti Grindavík og skoraði
síðan sigurmark á sjöttu mínútu í
uppbótartíma á móti KA. Valsmenn,
sem eru í öðru sætinu, töpuðu fyrsta
leik sumarsins á móti Grindavík en
eiga eftir að mæta KA.
Glötuð stig í uppbótartíma
KA-menn gætu verið með fleiri stig
og gráta eflaust þessi þrjú stig sem
þeir misstu í uppbótartíma í tapinu
á móti Stjörnunni og jafnteflinu á
móti Víkingi R.
Grindvíkingar geta aftur á móti
þakkað Bolvíkingnum Andra Rún-
ari Bjarnasyni fyrir sigurleikina þrjá
enda var hann með sigurmarkið á
móti Víkingi R. og Val og þrennu í
sigrinum upp á Skaga.
Nýliðar eru ekki oft í kringum
toppinn þegar um fjórðungur
Íslandsmótsins er að baki. Það að
báðir nýliðarnir séu inni á topp
fjögur verður enn merkilegra þegar
litið er á það að aðeins samtals fimm
nýliðar af nítján frá 2008 til 2016
voru meðal fjögurra efstu. Það þarf
síðan að fara 25 ár aftur í tímann til
að finna tvo nýliða meðal fjögurra
efstu liðanna eftir fimm umferðir.
Sumarið 1992 seint jafnað
Sumarið 1992 verður líklega seint
toppað hvað varðar innkomu nýliða í
efstu deild karla. Þetta sumar komu lið
ÍA og Þór Akureyri upp í deildina og
slógu bæði í gegn það sumar. ÍA varð
fyrsta og eina liðið sem nær að verða
Íslandsmeistari á fyrsta ári og Þórsarar
náðu þriðja sætinu.
Það hefur gengið ágætlega hjá
Inkasso-liðunum síðustu ár en fjórir
af síðustu sex nýliðum eru enn að spila
í Pepsi-deildinni (Fjölnir, Víkingur R.,
ÍA og Víkingur Ó.). Á árunum 2010 til
2013 náðu hins vegar aðeins tveir af
átta nýliðum að halda sér uppi.
Eftir að fjölgað var í deildinni sum-
arið 2008 mátti alltaf búast við að
bilið á milli deildanna myndi
aukast en nú bendir allt til
þess að innrásarliðin úr
Inkasso komi nú upp betur
vopnum búin en áður.
Það er hins vegar tiltölu-
lega lítið búið af mótinu og
því geta bæði lið enn
opinberað frekar
veikleika sína eða
hin lært betur á
þau. Eins og er
líta þau hins
vegar út eins
og lið sem eru
fær í flestan sjó
í Pepsi-deild-
inni.
ooj@frettabladid.is
Innrásin úr Inkasso-deildinni
Nýliðar Grindavíkur og KA hafa sett mikinn svip á Pepsi-deild karla í upphafi móts og gott betur því þetta
er í fyrsta sinn í aldarfjórðung þar sem báðir nýliðarnir eru meðal fjögurra efstu liða eftir fimm umferðir.
KA-mennirnir Hallgrímur Mar Stein-
grímsson og Emil Sigvardsen Lyng fyrir
ofan. Andri Rúnar Bjarnason til hægri.
Leiknir fékk síðasta farseðilinn í átta liða úrslit Borgunarbikarsins
Dramatík í Breiðholtinu Síðasti leikur 16 liða úrslitanna í Borgunarbikar karla fór fram í gær er Leiknir tók á móti Grindavík í Breiðholtinu. Staðan
var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Leiknir hafði betur í vítaspyrnukeppni. Úrslit komu eftir bráðabana. FRéttABLAðið/ERniR
Báðir nýliðar í
efri hluta eftir
fimm umferðir
(Síðan þriggja stiga regla var
tekin upp 1984)
1984
KA í 4. sæti og Fram í 5. sæti
1990
ÍBV í 4. sæti og Stjarnan í 5. sæti
1992
Þór Ak. í 1. sæti og ÍA í 2. sæti
2012
ÍA í 1. sæti og Selfoss í 6. sæti
2017
Grindavík í 3. sæti og KA í 4. sæti
Bestu sæti nýliða eftir
fimm umferðir í 12 liða
deild 2008-17:
1. sæti ÍA 2012
1. sæti Stjarnan 2009
3. sæti Grindavík 2017
3. sæti Víkingur Ó. 2016
3. sæti Fjölnir 2008
4. sæti KA 2017
4. sæti Fjölnir 2014
5. sæti Leiknir 2015
6. sæti Selfoss 2012
6. sæti Selfoss 2010
Stórt kvöLD hjá SteLpunum
Það er bikardagur hjá íslenskum
knattspyrnukonum en alls fara
fram sjö leikir í 16 liða úrslitunum í
Borgunarbikar kvenna. Lokaleikur
umferðarinnar á milli Breiðabliks og
Þór/KA verður spilaður á morgun á
Kópavogsvelli.
Þróttur og Haukar hefja fjörið
klukkan 16.30, tveir leikir hefjast
klukkan 18.00 og síðustu fjórir leikir
kvöldsins hefjast klukkan 19.15.
Þetta eru markmenn KR.
Jakob er eldri en ég var þegar
ég spilaði alla leikina í Pepsi.
Fáranlegt ef þeir fá að sækja
keeper.
Hjörvar Hafliðason
@hjorvarhaflida
SiGur oG tap í San marínó
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta
tapaði sínum öðrum leik á Smá-
þjóðaleikunum í San Marínó í gær
þegar strákarnir töpuðu í spennuleik
á móti Andorra.
Andorra vann leikinn 83-81 eftir
að hafa unnið fimm síðustu mínútur
leiksins 18-9.
Jón Axel Guðmundsson átti mjög
flottan leik og skoraði 24 stig á 30
mínútum fyrir íslenska liðið. Það
dugði hins vegar ekki til.
Miðherjinn Tryggvi Snær Hlina-
son var með tvennu þriðja leikinn í
röð en í dag var kappinn með 12 stig
og 10 fráköst á 24 mínútum.
Íslenska liðið er nú ekki líklegt til
að komast upp á pall á mótinu en
liðið á enn eftir að mæta Svartfjalla-
landi og Lúxemborg.
Stelpurnar unnu aftur á móti
flottan sigur á Kýpur, 61-47. Þetta var
fyrsti sigur liðsins á leikunum en það
tapaði fyrir Möltu í fyrsta leik.
Sara Rún Hinriksdóttir átti stórleik
fyrir íslenska liðið en hún skoraði 19
stig í leiknum og tók 7 fráköst.
Hildur Björg Kjart-
ansdóttir og Emelía
Ósk Gunnarsdóttir
skoruðu báðar 12
stig í dag.
16.00 ShopRite LPGA Sport 4
18.30 Memorial tournam. Golfst.
19.50 Þróttur - Keflavík Sport
21.00 teigurinn Sport
22.00 1 á 1 Sport
23.15 Búrið Sport
Í dag
FaLLa um eitt Sæti hjá FiFa
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
fellur um eitt sæti á nýjum styrk-
leikalista FIFA, Alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins, sem var
gefinn út í gær.
Ísland er í 22. sæti
listans og er áfram
besta liðið á Norður-
löndunum.
Svíþjóð er í 34. sæti, Danmörk í 51.
sæti, Færeyjar í 80. sæti, Noregur í 87.
sæti og Finnland í 108. sæti.
Króatía, sem Ísland sem mætir á
Laugardalsvellinum 11. júní næst-
komandi, er í 18. sæti, fjórum sætum
fyrir ofan Íslendinga.
Engar breytingar eru á 10 efstu
sætum listans. Brasilía er áfram
í fyrsta sæti, Argentína í öðru og
Þýskaland í þriðja. Fjögur af fimm
efstu liðunum á listanum koma frá
Suður-Ameríku.
Brasilía er í fyrsta sæti, Argentína
í öðru, Þýskaland í þriðja og Síle í
fjórða.
2 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö S t U D A G U R14 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð
sPoRt
0
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
F
E
-5
E
8
4
1
C
F
E
-5
D
4
8
1
C
F
E
-5
C
0
C
1
C
F
E
-5
A
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K