Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 4
WWW.GÁP.IS FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ FINNA UPP HJÓLIÐ – ÞÚ FINNUR ÞAÐ HJÁ GÁP OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10 - 16 „Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Jón var metinn ellefti hæfasti umsækjandinn í starf dómara í Landsrétti en var ekki í tillögum dómsmálaráðherra um þá fimmtán sem skipa ber í starfið. Í bréfi sínu til nefndarinnar and- mælir Jón tillögu dómsmálaráð- herra og segir: „Af þessu tilefni leyfir undirritaður sér að vekja athygli stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á því að með tillögu ráð- herra er undirritaður tekinn út einn héraðsdómara án þess að finna megi ástæðu þessa í skýringum ráð- herrans. Undirritaður var skipaður héraðsdómari 15. maí 2010, eða fyrir sjö árum. Meðal þeirra sem ráðherra gerir tillögu um er héraðs- dómari sem skipaður var sama dag og undirritaður og hefur því gegnt embætti héraðsdómara nákvæm- lega jafn lengi.“ Jóhannes Karl Sveinsson hæsta- réttarlögmaður ritaði nefndinni einnig umsögn. Hann segir tillögu ráðherra stefna í að vera ríkinu dýr vegna bótaréttar sem skapast. „Lét dómari stjórnmálaskoðanir (for- tíðar) ráða þegar tilteknir umsækj- endur voru látnir gossa út af dóm- nefndarlistanum? Urðu vina- og pólitísk tengsl til þess að aðrir voru teknir inn í þeirra stað o.s.frv. Svona hugsanir vill maður ekki þurfa að hlusta á í eigin höfði en það er því miður óhjákvæmilegt.“ Í umsögn Lögmannafélags Íslands segir að félagið telji ákvörðun dóms- málaráðherra síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýð- ræðisþjóðfélagi. „Að sama skapi eru það vonbrigði að ráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu, samanborið við reynslu af dómsstörfum, og raun ber vitni.“ – snæ Spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna Lét dómari stjórn- málaskoðanir (fortíðar) ráða þegar tilteknir umsækjendur voru látnir gossa út af dómnefndar- listanum? Jóhannes Karl Sveinsson, hæsta­ réttarlögmaður Aðeins eitt mál lá fyrir sjö tíma löngum þingfundi í gær, degi eftir að þingfrestun var áætluð. Þingmönnum var heitt í hamsi og blótsyrði voru látin falla í pontu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráð- herra um að hræra í lista dómnefndar yfir umsækjendur um embætti dóm- ara við Landsrétt, og skipta fjórum af þeim fimmtán hæfustu út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Fyrir lá að tveir þingmenn yrðu fjarverandi við atkvæðagreiðsluna, þau Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Brynjar er eiginmaður Arn- fríðar Einarsdóttur sem færð var upp á lista Sigríðar en Svandís fyrrverandi eiginkona Ástráðs Haraldssonar, sem færður var niður í sömu andrá. Umræður í þingsal snerust að megninu til um rökstuðning ráð- herra, eða skort á rökstuðningi hans, í málinu. Reifuð voru jafnréttissjónar- mið, því með ákvörðun Sigríðar verða kvendómarar sjö talsins og karldóm- arar átta. Þá tókust á sjónarmið um hvort Sigríður hefði lagalega heimild til að gera þær breytingar sem hún gerði, ítarlega var farið yfir þá bóta- ábyrgð sem hún gæti með ákvörðun- inni skapað ríkinu og hvaða áhrif ákvörðunin hefði á virðingu og traust Alþingis og hins nýja Landsréttar. Eins og áður segir stóð til að fresta þingi á miðvikudag og voru þingmenn margir hverjir komnir í sumarstellingar. Það voru því átta varaþingmenn sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem útlit var fyrir að svo mjótt yrði á munum að ekki mætti taka neina áhættu með mætingu þingmanna í þingsal. Að endingu varð niðurstaðan sú að alls ekki var mjótt á munum. Frétta- blaðið hefur heimildir fyrir því að stjórnarandstaðan hafi, ekki mjög löngu fyrir atkvæðagreiðslu, reynt að stilla saman strengi um hvernig kjósa bæri í málinu. Niðurstaðan varð þó sú að þingflokkur Framsóknar sat hjá í málinu en Vinstri græn, Píratar og Samfylking kusu gegn tillögu dóms- málaráðherra. Atkvæði fóru því svo að 31 þingmaður stjórnarliðsins kaus með tillögu Sigríðar, 22 greiddu gegn henni og 8 sátu hjá. snaeros@frettabladid.is Tíðrætt um traust Alþingis Ríkisstjórnarflokkarnir höfðu betur gegn minni- hlutanum þegar kosið var um tillögu dóms- málaráðherra um fimm- tán dómara við Lands- rétt. Alþingismönnum var heitt í hamsi í um- ræðum um málið. Dóms- málaráðherra var á öðru máli í febrúar en nú. Þessi verða dómarar við Landsrétt Aðalsteinn E. Jónasson Arnfríður Einarsdóttir Ásmundur Helgason Davíð Þór Björgvinsson Hervör Þorvaldsdóttir Ingveldur Einarsdóttir Jóhannes Sigurðsson Jón Finnbjörnsson Kristbjörg Stephensen Oddný Mjöll Arnardóttir Ragnheiður Bragadóttir Ragnheiður Harðardóttir Sigurður Tómas Magnússon Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Þorgeir Ingi Njálsson Skipt um skoðun Meðal raka Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra fyrir því að hræra í niðurstöðu nefndarinnar var að reynsla af dómarastörf­ um hefði haft minna vægi en efni stóðu til. Af þeim sem voru skipaðir dómarar eru átta sem starfa við dómstóla landsins, sex héraðsdómarar, settur hæsta­ réttardómari og dómstjóri. Í ræðu á Alþingi, þann 7. febrúar síðastliðinn, sagði Sig­ ríður meðal annars um skipan landsréttardómara: „Það er mjög mikilvægt að til starfa þar veljist fólk með ólíkan bakgrunn úr heimi lögfræðinnar, ekki bara núverandi embættisdómarar eða menn sem hafa sinnt dóm­ störfum heldur líka alls kyns öðrum lögfræðistörfum.“ Landsréttur Óttarr Proppé „Rökstuðningur er ekki endilega betri ef hann er á fleiri […]. Margar af þeim merkustu upplýsingum, bókum og svo framvegis sem ég hef lesið, segjum t.d. bara Bókin um veginn, eru mjög stuttar.“ Katrín Jakobsdóttir „Minnihlutinn á Alþingi hefur gert athuga­ semdir við röksemdir ráðherra og telur ekki sýnt, út frá rökstuðn­ ingnum, að rannsóknarskyldu hafi verið fylgt.“ Pawel Bartoszek „[Þingmaður­ inn] sagði í einni setningu að hér væri ráðherra að velja dómara sem eru henni þóknanlegir en ákvörð­ un Pírata snerist ekki um þetta tiltekna fólk. Ég veit ekki hvort háttvirtum þingmanni þykir gæta ákveðinnar mótsagnar þarna en mér þykir gera það.“ Jón Þór Ólafsson „Þingmaðurinn hlær. Þingmenn verða að átta sig á því að á þetta þing veljast almennir borgarar sem eru ekki allir lög­ menn og við þurfum fokking tíma til þess að geta unnið þetta mál.“ „Mér sýnist á öllu að gamla Ísland vinni, jibbý“ sagði Birgitta Jónsdóttir háðskt í atkvæðagreiðslunni í gær og gekk úr pontu. Í bakgrunni situr ráð- herra dómsmála, Sigríður Á. Andersen, með óræðan svip. fréttABlAðið/ernir 2 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R4 F R é T T i R ∙ F R é T T A B L A ð i ð 0 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F E -6 8 6 4 1 C F E -6 7 2 8 1 C F E -6 5 E C 1 C F E -6 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.