Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 13
Þórlindur
Kjartansson
Í dag
Sorpílát verða fjarlægð úr görðunum vegna
undirmönnunar en ekki er mannskapur til að
flokka rusl og ekki fjármagn til að farga því.
Aðstandendur leiða eru beðnir að sjá um
förgunina.
Umhirða í görðunum verður skert. Þar verður
reynt að sinna lögbundinni þjónustu, þ.e.
frágangi nýrra leiða, laga sigin leiði og slá gras á
grafarsvæðum. Mikilvægt er að aðstandendur
gangi þannig frá leiðum að auðvelt sé að slá í
kringum þau.
Snyrtingu leiða verður ekki sinnt að öðru leyti
en því sem snýr að afgreiðslu blómapantana.
Þeir sem eiga ástvini sína í ofangreindum
kirkjugörðum eru beðnir um að sýna
starfsmönnum og ástandi garðanna skilning vegna
þessara óhjákvæmilegu ráðstafana.
Stjórn og forstjóri KGRP
MIKILVÆG SKILABOÐ TIL ÍBÚA
HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Á þjónustusvæði Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) eru sveitarfélögin
Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnesbær og þar
búa 48% þjóðarinnar. Í umsjón KGRP eru
Hólavallagarður, Fossvogskirkjugarður, Sólland,
Viðeyjarkirkjugarður, Kópavogskirkjugarður og
Gufuneskirkjugarður.
Sumarstarfsfólki fækkað um helming
Á undanförnum áratugum hafa vel á annað hundrað
ungmenni hjálpað til við garðyrkjustörf
yfir sumartímann og hefur grassláttur og
umhirða gengið vel og íbúar verið sáttir.
Vegna stórfelldrar rýrnunar á framlagi ríkisins til
garðanna er nú óhjákvæmilegt að fækka
sumarstarfsmönnum um helming og fresta
endurnýjun véla og viðhaldi húsnæðis.
Framlög rýrnað um 40% frá 2008
Undanfarin 8 ár hefur framlag ríkisins ekki hækkað í
takt við stækkun garðanna. Frá árinu 2008 hefur
framlagið raunar rýrnað um 40% ef miðað er við
verðlagsþróun en kirkjugarðarnir og verkefni tengd
þeim hafa jafnframt aukist verulega. KGRP hafa því
verið reknir með tapi mörg síðustu ár. Stjórnvöldum
landsins er fullkunnugt um þessa stöðu KGRP og
margra annarra kirkjugarða á landinu en samt er
ekki vilji til að auka fé til þessarar starfsemi.
Viðbrögð dómsmálaráðuneytis benda enn sem
komið er ekki til þess að gera megi ráð fyrir að
framlagið verði leiðrétt.
Afleiðingar skerts framlags
Í bók sinni „Skáldað í skörðin“ segir þjóðskáldið Ási í Bæ söguna á bak við Göllavísur, lagið um Gölla Valdason. Ási segir frá erfiðu lífi Gölla og öllum hans góðu mannkostum, en getur þess
að hófsemi í neyslu áfengis hafi ekki
verið meðal þeirra helstu.
Svo gerðist það, sem varð tilefni text-
ans fræga, að „einn af siðferðispostulum
Eyjanna verður fyrir því slysi að birta
mynd af Gölla í blaði sínu—ég segi slysi
því ég hef löngum vonað að manninum
hafi ekki verið sjálfrátt. Á myndinni var
Göllinn í sínu versta ásigkomulagi og
undir stóð: Til aðvörunar ungu fólki.“
Þessari meðferð reiddist Ási heiftarlega
og skrifaði sinn ódauðlega texta með
viðlaginu:
Og þó þeir væru að segja
sem sjálfir eitt sinn deyja
hve svakalegur værir þú, ó Gölli
Valdason,
þá vil ég bara segja
að sumir ættu að þegja,
það saknar þeirra enginn, ó Gölli
Valdason.
Annarlegt ástand
Nú í vikunni birtust myndir í flestum
fjölmiðlum heims af golfgoðsögninni
Tiger Woods. Hann hafði verið hand-
tekinn grunaður um ölvunarakstur. Af
myndinni að dæma er ekki ósennilegt
að grunurinn sé á einhverjum rökum
reistur; Tiger lítur út fyrir að vera
nývaknaður eftir slæmt fyllerí—þótt
ekki sé hægt að útiloka að hann sé
svona útleikinn eftir að hafa étið eitt
meterslangt Toblerone súkkulaðistykki
úr Costco. Lögreglan í heimabæ hans
bætti svo um betur í gær og setti á netið
myndskeið sem sýnir handtökuna; þar
sem hann svarar spurningum út í hött
og rambar veiklulega um malbikið
eins og í leiðslu. Hugtakið „annar-
legt ástand“ gæti allt eins hafa fengið
sína endanlegu skilgreiningu í mynd-
bandinu.
Það er rétt að geta þess, áður en
lengra er haldið, að samband mitt við
Tiger Woods er flókið. Hann er sá jafn-
aldri minn sem var fljótastur að komast
á toppinn og verða bestur í heimi í
einhverju sem skiptir fólk máli. Ástæða
þess að þetta er flókið er sú að fram að
þeim tíma að Tiger Woods varð lang-
besti kylfingur heims þá var mér óhætt
að líta með barnslegri aðdáun upp til
heimsklassa íþróttamanna. Þetta var
erfitt að leyfa sér þegar um var að ræða
manneskju sem hefði alveg eins getað
verið með mér í bekk.
Reyndar hef ég aldrei hitt hann—
eða réttara sagt þá hefur hann aldrei
hitt mig. Sambandið er sem sagt mjög
einhliða. En þetta gildir almennt um
ofurstjörnur; öll heimsbyggðin á í
flóknu en einhliða tilfinningalegu
sambandi við þær. Við höldum með
þeim eða hötum þær; dáum þær eða
fyrirlítum; og þegar eitthvað bjátar á
hjá þeim þá veltum við okkur upp úr
vandamálum þeirra og höfum jafn-
vel áhyggjur af þeim, eins og þetta séu
frændur okkar og frænkur eða gamlir
vinir.
Dósastrákurinn
Og Tiger Woods var einmitt maðurinn
sem enginn hafði áhyggjur af. Hann
var eins og dósastrákur sem hafði enga
sýnilega galla eða lesti. Svo mjög var
hann dáður að faðir hans gaf út met-
sölubók með ráðleggingum til foreldra
um hvernig ala ætti upp slík óaðfinnan-
leg eintök. Sú bók (Raising a Tiger)
fæst enn á Amazon og er í sjö hundruð
og sautján þúsund fjögur hundruð
nítugasta og fyrsta sæti yfir mest seldu
bækur verslunarinnar.
Ef samband okkar Tiger hefði verið
gagnkvæmt fyrir tuttugu árum þá hefði
klárlega verið miklu meiri ástæða fyrir
hann að hafa áhyggjur af mér heldur en
mig að hafa áhyggjur af honum.
Þannig fer stundum um veraldar-
frægðina. Á tuttugu árum hafa spilin
snúist við. Þá var það Tiger sem hafði
tök á tilverunni og jafnaldrar hans
flestir í mesta basli. Nú er það afreks-
maðurinn sem hefur misst alla stjórn á
sjálfum sér.
Þetta skrýtna samband okkar við
frægt afreksfólk er einmitt ástæða þess
að við sogumst svo ómótstæðilega að
„fréttaflutningi“ um persónuleg vand-
ræði þess.
Það saknar þeirra enginn
Þegar myndin af Gölla var birt í Vest-
mannaeyjum var það gert undir því
yfirskini að það gæti haft einhvers
konar forvarnaráhrif, og öll umfjöllunin
um Tiger er réttlætt með því að hann sé
frægðarmenni og að um hann gildi því
aðrar reglur en okkur. En hvort tveggja
er í raun hluti af sömu lágkúrunni, þar
sem einstaklingar eru sýndir í sínu
versta ljósi til þess að öðrum gefist færi
á að hneykslast og líða ögn betur með
sig sjálfa.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er
líklega mikið til í því hjá Ása í Bæ að
þeir sem kjósa sífellt að hneykslast og
hossa sér á vanköntum og mistökum
annarra séu einmitt þeir sem enginn
kemur til með að sakna mikið á meðan
blessaðir gallagripirnir gleymast seint.
Til aðvörunar ungu fólki
og friðþægingar fullorðnu
Ef samband okkar Tiger hefði
verið gagnkvæmt fyrir tuttugu
árum þá hefði klárlega verið
miklu meiri ástæða fyrir hann að
hafa áhyggjur af mér heldur en
mig að hafa áhyggjur af honum.
S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 13F Ö S T u d a g u R 2 . j ú n Í 2 0 1 7
0
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
F
E
-5
9
9
4
1
C
F
E
-5
8
5
8
1
C
F
E
-5
7
1
C
1
C
F
E
-5
5
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K