Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 30
Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Rannsóknin við vinnslu lokaverkefnisins snerist um afbökun á ímynd hinnar full- komnu húsmóður. Ég skoðaði hlut- verk konunnar og húsmóðurinnar á sjötta og sjöunda áratugnum og hvað það hlutverk er fjarlægt raun- veruleikanum í dag, allavega fyrir íslenskum konum. Hugmyndin um þessa fullkomnu húsmóður er í raun orðin blætistengd,“ útskýrir María Nielsen, nýútskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. „Út frá þeim pælingum skoðaði ég þráhyggju fyrir fullkomnun og blætið leiddi mig út í rannsókn á bindingum og hnútum. Ég skoðaði meðal annars japanska bindingar- fræði sem bæði hefur listrænan tilgang og kynferðislegan. Í línunni kemur þetta fram í munstrum og í frágangi.“ María stefndi á nám í fatahönnun strax að stúdentsnámi loknu en til að undirbúa sig fór hún í kjólaklæð- skeranám í Tækniskólanum. Hún segir klæðskeranámið hafa nýst vel í námi sínu við Listaháskólann. „Ég fór í Tækniskólann eftir stúdent frá Versló og kunni ekkert að sauma. Mig langaði í fatahönnun en treysti mér ekki strax í skapandi nám án þess að hafa neinn grunn í tækni- legum útfærslum. Ég ætlaði mér bara eitt ár en endaði á að klára námið í Tækniskólanum. Grunnurinn í sníðagerð og saumaskap nýttist mér að sjálfsögðu við fatahönnunina og þar að auki eignaðst ég marga vini í klæðskeranáminu sem voru síðan boðnir og búnir til að hjálpa mér við lokaverkefnið. Þetta er svo stórt verkefni að maður getur þetta ekki einn. Fjölskyldan var einnig virkjuð öll kvöld síðustu vikurnar fyrir sýningu. Ég vann einnig með feld í línunni og fékk mikla hjálp hjá Heiðari feldskera. Það var ótrú- lega gaman að finna hvað allir voru boðnir og búnir að hjálpa.“ Hvað tekur við eftir útskrift? „Draumurinn er að fara út og víkka sjóndeildarhringinn, annaðhvort í framhaldsnám í fatahönnun eða í starfsnám en ég hef áður farið til Par- ísar í starfsnám. Kærastinn minn á eftir eitt ár af sínu námi hér heima og ég verð hér meðan hann klárar. Nú fer ég að vinna sem flugfreyja og vinn sjálfstætt áfram í lokaverkefninu mínu. Línan er gerð fyrir sýningu og mig langar að færa flíkurnar meira í átt að notagildi.“ Húsmæðrablæti og fullkomnunarárátta María Nielsen sökkti sér í rannsóknir á hinni fullkomnu hús- móður við vinnslu lokaverkefnis síns í fatahönnun frá LHÍ. María Nielsen lauk námi í fatahönnun frá LHÍ í vor. Hún rannsakaði ímynd hinnar fullkomnu húsmóður við vinnslu loka- verkefnisins. MyNdir/Leifur wiLberg orrasoN 8 KyNNiNgarbLaÐ fÓLK 2 . j ú N Í 2 0 1 7 f Ö s T u dag u r 0 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F E -8 6 0 4 1 C F E -8 4 C 8 1 C F E -8 3 8 C 1 C F E -8 2 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.