Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 40
Nú slaknar á streituorkunni Elsku Hrúturinn minn, þó að þú hafir lent í mýmörgum hindrunum undanfarið þá sérðu að það eru bara áskoranir. Þú munt brátt finna til svo mikillar gleði eins og þú hafir sigrað í hindrunarhlaupi, og þótt það sé svo margt fram undan, enn þá fleiri hindr- anir – skaltu nota orðið „spenna“ frekar en „hindrun“ því þetta er bara tilhlökkun fyrir því nýja sem bíður þín. Ég veit að þér finnst margt hafa verið ósanngjarnt, en þetta er bara reynsla í sparifötunum. Þú átt eftir að vera orðheppinn og munt treysta miklu meira á innsæi en áður. Það slaknar á streitu- orkunni í andliti og herðum og þú munt eiga auðvelt með að taka áskorunum og vinna þær jafnharðan. Snúðu verkefnum þér í vil með því að hafa skemmtilegheit og sýna öðrum að þeir hafi ávinning af því að gera eins og þú segir. Spáin gildir fyrir júní Lengri útgáfa af stjörnuspá á visir.is/SiggaKlingJúníspá Siggu Kling 21. mars–19. apríl Hrúturinn 20. apríl–20. maí Nautið 21. maí–20. júní Tvíburinn Krabbinn 23. júlí–22. ágúst Ljónið 23. ágúst–22. september Meyjan 23. september–22. október Vogin 23. október–21. nóvember Sporðdrekinn 22. nóvember–21. desember Bogmaðurinn 22. desember–19. janúar Steingeitin 20. janúar–18. febrúar Vatnsberinn 21. júní–22. júlí 19. febrúar–20. mars Fiskarnir Spáin birtist fyrsta föstudag hvers mánaðar Þú átt gott karma inni Elsku Krabbinn minn, þú ert það merki sem hefur mest áhrif á fólk í kringum þig – þú ert „the Bold and the Beautiful“. Innra með þér býr líka mikil „business“-týpa, þú kemur þér á óvart frá ári til árs. Að sjálfsögðu hefur þú átt þín erfiðu tímabil eins og allir, en það er í eðli þínu að þó þú fallir kröftuglega á rassinn þá stendur þú upp aftur eins og búmerang. Þetta er besti kraftur sem er nokkurn tímann hægt að hafa svo þú skalt faðma erfið- leikana, það eru þeir sem komu þér þangað sem þú ert! Þú hefur svo litríka framkomu og annaðhvort elskar fólk þig (algjörlega meiri- hlutinn!) eða reynir að níða af þér skóinn eða eyðileggja fyrir þér, það skaltu bara nota sem eldsneyti. Þú ert svo hvetjandi og mikill kennari, þannig skapar þú þér mjög gott karma. Þannig að ef þú heldur að allt sé að fara til fjandans mun lífið redda því af því að þú átt það inni. Í þér býr sálfræðingur Elsku Ljónið mitt, þú tekur þátt í lífinu af ólg- andi krafti! Það hafa verið töluverðar sveiflur í kringum þig undanfarið, en alltaf stendur þú upp aftur eins og fallegi bambusinn; bognar en brotnar ekki. Þú byrjaðir í svo merkilegri orku í kringum þann 25. maí og þessi orka á eftir að hækka og sýna þér hvernig þú getur breytt henni þér og öllum þeim sem þú elskar í vil. Þetta er tímabilið þar sem sorgir og sár gróa og þú tekur eftir því að kvíðinn yfir lífinu er ekki nándar nærri eins mikill og þú hefur fundið fyrir áður. Í kringum 9. júní er svo ótalmargt búið að gerast sem bætir hag þinn, þannig að ef þú verður með áhyggjur af einhverju þá mundu að áhyggjur eru einskis nýtar! Þú munt aldrei svíkja þá sem þú elskar, það er í eðli þínu því þú ert með hjarta úr gulli. Það er líka gaman að segja þér að þú munt hjálpa öðrum að finna út úr sínum ástar- eða vandamálum, því að í þér býr sál- fræðingur. Þú mátt vera kærulaus Elsku Meyjan mín, það er búin að vera mikil og há tíðni hjá þér og þú þolir illa að bíða. Þér finnst eins og hlutirnir hafi ekki gengið upp eins og þú vildir. Ég minni þig á að það er bara smá seinkun á fegurðinni sem þú vissir að væri á leiðinni, hún er að banka upp á. Það er svo oft þannig að lausnirnar á öllu þessu erfiða í lífinu eru beint fyrir framan nefið á manni. Þú átt það til að leita langt yfir skammt. Og eins og þú getur verið sterk og veist þú átt ekki að láta annað fólk fara í taug- arnar á þér, þá býr svo mögnuð tilfinning í þér því í raun og veru hefurðu lítið lóuhjarta. Þú ert svo sannarlega í sterkasta merkinu en hjartað mitt, leyfðu þér að vera svolítið kæru- laus og afslöppuð! Og mundu þessa sterku setningu sem þú ættir að segja hvern dag: „Ég læt lífið leysa þetta fyrir mig.“ Þú skalt svo alveg sleppa því að búast við í eina mínútu að aðrir muni gera daginn þinn ánægjulegri. Gefðu þér tíma til að fagna Elsku Vogin mín, það er mjög mikil spenna í loftinu og ef þú notar hana rétt þá mun hún breytast í orku. Þú vinnur allra best undir pressu svo vertu ánægð og þakklát fyrir pressuna. Það verða mörg „wake up calls“ í kringum þig og þú finnur kraftinn koma, en þú þarft reyndar að ganga frá málum sem tengjast fólkinu í kringum þig fyrst. Það virðist vera sem þú þurfir að hefja einhvers konar uppgjör, illu er best af lokið. Kláraðu það sem þér finnst leiðinlegt því þá mun það að minnsta kosti ekki flækjast fyrir þér meira. Gefðu þér því tíma til að fagna og eftir því sem þú fagnar meira færðu meiri fegurð inn í lífið. Í útgeislun ertu með svipaðan ljóma og Amor, ástarengillinn sjálfur. Svo þú skalt hugsa um það sem þú vilt og skrifa það svo niður, því þá stimplast óskirnar betur inn í orkuna þína. Og skoðaðu vel það sem þú skrifar niður, því þá skilur þú miklu betur hvað það er sem þú óskar þér. Hættu að ofhugsa Elsku Sporðdrekinn minn, það væri svo rosa gott fyrir þig að hætta bara að hugsa. Allt of margar hugsanir og pælingar skapa í raun bara rykugan heila. Þú magnar upp allt sem þú hugsar og síendurteknar hugsanir af hinu sama þreyta þennan sólríka persónuleika þinn. Við hugsum 65 þúsund hugsanir á hverjum degi og í 90% tilfella eru þetta sömu hugsanirnar og í gær, þetta getur haft lamandi áhrif. Hvatvísin og fljótfærnin á það svo til að skemma fyrir þér, svo teldu upp að tíu áður en þú sendir skilaboð út eða lætur fólk fara í taugarnar á þér, fólk sem þú jafnvel þekkir ekki neitt. Gefðu þessu tímabili mikla þolin- mæði því „þolinmæði“ er lausnarorðið til að allt fari eins og þú vilt. Það er gott fyrir þig að hafa marga bolta á lofti, geta svolítið hlaupið úr einu í annað í staðinn fyrir að vinna bara í einu í algjöru í öryggi. Það er svo ótalmargt sem þú getur, en þú þarft bara að gera þér grein fyrir því. Hentu þér í djúpu laugina Elsku Bogmaðurinn minn, þú leggur svo mikla orku í að gera allt vel og ná árangri og þú hefur bæði hæfileika til að vera undirmaður og yfirmaður. Það er hins vegar alveg öruggt að þú átt eftir að vera sjálfstæðari en þú nokkurn tímann hélst. Það sem stoppar þig stundum er að þér hættir til að setja annað fólk í lífinu þínu á of háan stall og finnast það vera svo miklu merkilegra en þú og það sem í þér býr. En ef þú skoðar hlutina vel þá hefur þú meiri hæfileika en þú getur ímyndað þér og ef þú myndir peppa þig jafnmikið upp og þú reynir að peppa upp fólkið í kringum þig, þá myndi ekkert stoppa þig! Þú getur náð árangri í hvaða keppni sem er, ef þú bara setur hugann í það. Þú hefur miklu meira úthald en hin merkin svo hentu þér út í djúpu laugina. Að taka áhættu er það sem byggir upp Bogmanninn, ef þú tekur enga áhættu þá fyllist þú andleysi. Í ástarmálunum getur þú náð þér í hvaða manneskju sem er, þú hefur nefnilega svo tindrandi húmor og aðdrátt- arafl. Þú laðar að þér flott fólk Elsku Steingeit, það er búið að vera mikið að gera hjá þér og verkefnin hafa hlaðist upp. En það þýðir ekkert að reyna að klára málin á allt of skömmum tíma, þú hefur nægan tíma og óskir þínar sem þú varst svo hrædd um að myndu ekki uppfyllast eru að koma til þín hver á fætur annarri. Þú ert alltaf svo flott og mikil týpa að fólk í kringum þig dáist að þér og hefur þá hugmynd um þig að þú hafir svo miklu meira en þú sjálf gerir þér grein fyrir. Vanmáttur einkennir þig oft, en það er orð sem á ekki að vera í þínu merki. Þú laðar að þér svo flotta vini sem eru svo miklar týpur og fólk er algjörlega þitt áhugamál. Þú þarft ekki að breiða yfir einföld mistök sem þú kvíðir að aðrir frétti af. Öll mistök munu gera þig merkari svo hafðu bara húmor fyrir sjálfum þér og gerðu grín að aðstæðum því það skiptir öllu máli hvernig þú tekur að- stæðum því þá smitarðu þeim skoðunum til allra í kringum þig – þú ert það sem þú hugsar. Gefðu ástinni tíma Elsku Vatnsberinn minn, þú ert eitthvað svo hress-andi. Þú hefur bæði skemmtilegan húmor og andlega sál. Þú nýtur þín náttúrlega langbest í að vera stjórnandi, bæði í vinnunni og á heimilinu, án þess að vera með yfirgang. Þú ert samningamaður í eðli þínu og átt mjög ólíka vini. Þú þolir enga leti og sérstaklega ekki hjá sjálfum þér en í sumar skaltu skoða það að leti er sexí, að hvíla sig er mikilvægt og að sofa er eitthvað sem á að vera í uppáhaldi hjá þér. Þú ert búinn að hræðast einhverja stöðu sem þú ert búinn að koma þér í en það er bara ímyndun hugans að þú eigir eftir að dvelja í henni. Svo margir hlutir eru að smella saman, reyndar alveg á síðustu stundu, en hversu spennandi væri lífið ef allt væri eins og í bíómynd? Þú ert ósigrandi en þarft að nota svolitla kænsku eins og stríðsmenn þurfa til að ná árangri. Það eru miklu fleiri í þínu lífi en þú sérð. Ástin er þarna, gefðu henni tíma. Ræddu markmiðin við aðra Elsku Tvíburi, sú tilfinning hefur komið upp að þér finnist þú vera að missa máttinn en þú hefur svo einstaka hæfileika að breiða yfir og sýna skemmtilega tilburði. Þú talar við allt fólk eins og þú þekkir það og margt fólk heldur að það þekki þig út og inn, en það er mikill misskilningur. Þú hefur þetta skemmti- kraftagen til að hressa alla við og vera stjarnan í partíinu en samt viltu ekki tengja þig of mikið við annað fólk, og alls ekki láta það stjórna þér á neinn máta. Ekki lokast af með hugmyndir þínar, ræddu markmið og áætlanir þínar við aðra og hafðu ekki áhyggjur af því að einhver steli hugmyndum þínum vegna þess að þú ert einstakur og eitthvað mjög merkilegt í sambandi við framtíð þína er að smella saman. Krafturinn þinn er óstjórnlega mikill því þú ert á besta tíma ársins og þessi framkvæmdagleði varir fram á haust. Áhyggjurnar í sjóinn Elsku Fiskur, þú ert að fara inn í svo spenn- andi og freistandi tíma og þú finnur að lífsgleðin er að magnast í þér. Sumarið þitt verður eins og hinn besti þjóðhátíðar- smellur og þú sérð lífið í öðrum litum og betra ljósi. Þú öðlast þessa innri ró sem er þér svo mikilvæg og þú tekur þetta sumar með trompi. Að sjálfsögðu verða ein- hverjar pestir í kringum þig en þú ert svo uppveðraður af lífinu sjálfu að það mun ekki ná neinum tökum á þér. Þó þér finnist þú eyða um efni fram gerir það ekkert til, því heppnin fylgir þér og þú færð allt svo margfalt til baka. Eftir því sem þú eldist, gengur þér betur. Það er svolítið í eðli þínu að hafa sjóð, því það er þinn öryggisventill. Allt sem tengist vatni skiptir svo miklu máli ef þig vantar orku, þú ert náttúrulega fiskur – farðu í sund, sittu við sjóinn á þínum eigin sérstaka stað. Hentu áhyggjunum í sjóinn, snúðu við, farðu heim, og sjáðu að það breytist eitthvað. Skrifaðu í dagbók í sumar Elsku Nautið mitt, það er búið að vera svo- lítið nautaat í kringum þig svo þér hefur fundist þú þurfa að verja þig með kjafti og klóm. Að vera í varnarstöðu boðar bara gott, það verður ekki skorað í þitt mark á meðan vörnin er góð. Þetta á sérstaklega við um maímánuð svo að júní gefur þér betri sýn og betra yfirlit. Þá sérðu að þú hefur breytt rétt og þó að það sé eitthvað eftir sem þú þarft að passa upp á er eins og sérstakur verndar engill vaki yfir þér og passi þig. Það er mikilvægt fyrir þig að hefja hreinsun á huga og líkama til að skilja hvað sannar tilfinn- ingar eru. Slepptu því að leika þér að eldinum og þar er ég bara að tala um tilfinningar og ástina! Þú ert að fara inn í rómantíska og skemmtilega tíma og mikið sannarlega væri það mikill ávinningur að skrifa dagbók, þó ekki væru nema þrjár setningar á dag. 2 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R28 l í F i ð ∙ F R É T T A B l A ð i ð Lífið 0 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F E -6 8 6 4 1 C F E -6 7 2 8 1 C F E -6 5 E C 1 C F E -6 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.