Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 20
Við Vilborg mælum okkur mót á heimili hennar í miðbæ Reykjavíkur. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í fallegu bak- húsi í grennd við einn helsta ferða- mannastað höfuðborgarinnar. Gatan er þó sérlega friðsæl og ekki laust við að umhverfið minni eilítið á útlönd. Vilborg er með mörg járn í eldinum þessa dagana og líf hennar snýst aðallega um leiklist og leið- sögn. „Ég er að leika í sjónvarps- þáttaröð um Stellu Blómkvist, sem Saga Film framleiðir. Mér sýnist allt stefna í að þetta verði mjög gott og spennandi sjónvarpsefni, en þættirnir verða sýndir á næsta ári. Heiða Reed leikur Stellu en sjálf leik ég Láru sem er ráðuneytis- stjóri í innanríkisráðuneytinu. Mér finnst þetta afskaplega skemmti- legt, enda er mitt mottó að geta sagt að ég elski starfið mitt,“ segir Vilborg brosandi. Hún tekur daginn snemma því klukkan sjö þarf hún að vera mætt í smink. „Svo mæti ég á tökustað og er tilbúin fyrir tökur. Ég er svo heppin að vera í hópi með æðislega hæfileikaríku fólki. Í gegnum tíðina hef ég leikið meira í sjónvarpi en í kvikmyndum en þó mest á sviði. Ég lék í kvikmynd árið 2002 og svo í Hross í oss árið 2012 og á þessum tíma hafa orðið gríðarlegar fram- farir í kvikmyndagerð hérlendis.“ Konum troðið í búning Vilborg hefur alltaf haft sterkar taugar til leikhússins og mun stíga á svið í Iðnó á sjálfan þjóðhátíðar- daginn. „Ég er líka í stórskemmti- legu verkefni með leikhúslista- konum í Iðnó. Við erum að búa til sýningu sem heitir Konur og krínólín þar sem farið er yfir bún- ingasögu kvenna og öll þau form sem konum hefur verið troðið í í gegnum tíðina. Við tökum tíma- bilið frá 1890-1990 með húmorinn að vopni. Edda Björgvins er hand- ritshöfundur og sögumaður og það verður geggjuð tónlist í sýning- unni. Áður en sýningin hefst munu reiðkonur úr Fáki ríða á hestum í kringum Tjörnina, að sjálfsögðu í fallegum og kvenlegum búningum. Þetta verður mikil gleði,“ segir Vilborg, sem skorar á fólk að láta Konur og krínólín þann 17. júní sem verður sýnt kl. 16.00 ekki fram hjá sér fara en aðgangur er ókeypis. „Svo er ég að skrifa kvikmynda- handrit upp úr mjög spennandi bók. Ég vil að svo komnu máli ekki gefa upp hvaða bók þetta er, en þetta er mjög áhugavert efni,“ segir Vilborg leyndardómsfull en hún hefur áður skrifað leikrit um landnámsmanninn Gauk á Stöng. Leikritið var sett upp í Árnesi en „Ég er í stórskemmtilegu verkefni með leikhúslistakonum í Iðnó. Við erum að búa til sýningu sem heitir Konur og krínólín þar sem farið er yfir búningasögu kvenna og öll þau form sem konum hefur verið troðið í í gegnum tíðina.“ Á toppi Agung fjalls á Balí sem er 3.142 metrar á hæð, ásamt leiðsögu- manni. Þetta er brattasta fjall sem Vilborg hefur klifið. Í haust ætlar Vilborg að fara til Balí með hóp Íslendinga og kynna fyrir þeim dásemdir eyjarinnar. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is „Ég er að leika í sjón- varpsþáttaröð um Stellu Blómkvist, sem Saga Film framleiðir. Mér sýnist allt stefna í að þetta verði mjög gott og spennandi sjónvarps- efni.“ MYND/STEFÁN Vilborg leikstýrði því og sá auk þess um svið og búninga. „Þetta var ótrúlega gaman og gefandi. Þegar maður hefur lært leiklist hefur maður hana alltaf hjá sér. Mig langar að halda áfram að vinna með Gauk á Stöng og draumurinn er að setja leikritið upp í þjóð- veldisbænum Stöng í Þjórsárdal yfir sumartímann.“ Of fá kvenhlutverk Mikil umræða hefur verið um konur í leiklist og að hlutverk séu almennt of fá og fari fækkandi eftir því sem leikkonur eldast. Vilborg tekur undir þetta og þegar hún er spurð hvort hún finni fyrir þessu á eigin skinni segist hún að sjálf- sögðu gera það. „Sem betur fer er þó að verða vitundarvakning í þessum efnum. Konur verða bara að taka þetta í sínar hendur og skrifa ný hlutverk fyrir sig, skapa sér verkefni og koma þeim á kopp- inn. Það er ekki spurning hvort eða hvenær þær þurfa að gera. Þetta þarf að gerast núna. Kvenleikinn er líka alls konar. Við þurfum líka öll að vera meðvituð um hlutverk kvenna, t.d. í kvikmyndum. Eru þær bara til skrauts? Hafa þær eitthvað merkilegt að segja eða eru þær bara að tala um karlana í myndinni? Hugsaðu þér að það bráðvanti barnasögur þar sem aðalsöguhetjan er stúlka en ekki prinsessa.“ Á leiðinni til Balí síðan ’78 Vilborg hefur aldrei verið hrædd við að takast á við ný verkefni. Auk leiklistarinnar hefur hún um árabil starfað við leiðsögn og sýnt Ítölum náttúru Íslands. Í haust ætlar hún að söðla um og fara með hóp Íslendinga til Balí og sýna þeim dásemdir eyjarinnar. „Ferðin til Balí er hluti af því að gera bara það sem mér finnst skemmtilegt. Ég er í samstarfi við Farvel og þetta verður ævintýraleg ferð því við munum gista á fjórum mismunandi stöðum. Við förum m.a. út í eyju sem heitir Gili og er paradís líkust og þar munum við gista á hóteli sem samanstendur af strákofum. Ströndin þarna er guðdómleg og sjórinn sá hreinasti sem ég hef verið í. Þetta er ekki jógaferð heldur er tilgangurinn að vera til og njóta lífsins. Fólk getur gengið á fjöll, hjólað eða slakað á. Það er ástæða fyrir því að fólk leitar til Balí, fólk finnur hvað þetta er heil- agur staður. Eyjan er eins og stöðug veisla fyrir augað,“ segir Vilborg glað- lega en hún hefur kynnst Balí ágætlega og dvalið þar nokkrum sinnum. „Segja má að ég hafi verið á leiðinni þangað síðan árið 1978 þegar ég samdi textann við lagið Mér finnst rigningin góð með Grafík.“ Syngur á Lögbergi Vilborg segist hafa verið plötuð út í leiðsögn fyrir tuttugu árum því hún tali ítölsku. „Það var áskorun fyrir mig en þannig viðheld ég tungumálinu. Ég elska Ítali, hvernig þeir eru, hvað þeir hafa góðan húmor fyrir sjálfum sér og eru mikil náttúrubörn. Ítalir eru mjög hrifnir af íslenskri náttúru. Þeir eiga það sameiginlegt með okkur Íslendingum að hafa barns- legt hjarta. Þeir hafa kennt mér ótrúlega margt, og ég þeim.“ Leiklistin hefur komið sér vel í starfi leiðsögumannsins og Vil- borg segist nýlega hafa gert sér grein fyrir því að hún hafi í raun staðið á sviði í tuttugu ár. „Ég er alltaf fyrir framan hóp af fólki. Á Þingvöllum nota ég Lögberg sem svið og syng fyrir ferðamenn, og ekki bara mína. Ég syng mjög oft lagið hans Áskels Mássonar sem er við texta Halldórs Laxness „Þegar danski fáninn var týndur við Öxará“ en hann lætur ljóðið gerast þar.“ Íslensk náttúra er Vilborgu hug- leikin og hún hefur ákveðnar skoð- anir á því hvernig stjórnvöld halda á ferðamálum. „Ég hef skrifað margar greinar til varnar íslenskri náttúru og hef skoðanir á alls konar hlutum. Það er margt sem ég er ekki sátt við en ég get ekki dvalið í ósættinu og verið sífellt neikvæð. Ég vil vera sólarmegin í lífinu. Ég vona að okkur beri gæfa til að hafa rammann þannig að ferðamennskan sé í jafnvægi við lífið í landinu, eins mér finnst hafa tekist á Balí. Þar eru t.d. reglur um hvar megi byggja hótel og hvar ekki og það er bannað að byggja háa hótelturna yfir lágreista byggð eyjarinnar. Við getum tekið okkur margt þaðan til fyrirmyndar. Við Íslendingar viljum vera svo mikið í nútímanum að við gleymum hvar ræturnar okkar liggja. Það eru þær sem eru aðalaðdráttaraflið fyrir þá gesti sem sækja landið heim,“ segir hún að lokum. MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN | FERÐAMÁLASKÓLINN | LEIÐSÖGUSKÓLINN Þekking - Þroski - Þróun - Þátttaka STÚDENTSNÁM: • Alþjóðabraut • Félagsgreinabraut • Raungreinabraut • Viðskiptabraut • Opin braut • Framhaldsskólabraut KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.MK.IS OG Á FACEBOOK SÍÐU SKÓLANS GRUNNDEILD MATVÆLA OG FERÐAGREINA: • Bakari • Framreiðslumaður (þjónn) • Kjötiðnaðarmaður • Matreiðslumaður (kokkur) eða starfa í ferðaþjónustu Sími: 594 4000 Menntaskó l inn í Kópavog i - #mk l í f ið 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F E -8 1 1 4 1 C F E -7 F D 8 1 C F E -7 E 9 C 1 C F E -7 D 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.