Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 10
FM95BLÖ ALLA FÖSTUDAGA KL. 16-18 Topp tónlistarstöðin LoftsLagsmáL Bandaríkin munu draga sig út úr Parísarsamkomulag­ inu. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaða­ mannafundi í Hvíta húsinu í gær. „Ég vil ekki að neitt haldi aftur af okkur. Ég berst á hverjum degi fyrir þessa frábæru þjóð. Þess vegna, til að uppfylla skyldu mína til að vernda Bandaríkin og Bandaríkja­ menn, munum við draga okkur út úr Parísarsamkomulaginu,“ sagði forsetinn. Hann sagði þó að Bandaríkin myndu þegar í stað hefja viðræður um að koma á ný inn í samkomu­ lagið, eða taka þátt í gerð nýs sam­ komulags, með ákvæðum sem hann teldi sanngjarnari. „Frá og með deginum í dag munum við hætta allri innleiðingu ákvæða Parísarsamkomulagsins og létta þannig hinar gífurlegu efna­ hagslegu byrðar sem það leggur á landið okkar,“ sagði Trump enn fremur. Með þessu verða Bandaríkin þriðja ríki Sameinuðu þjóðanna til að standa utan samkomulagsins, hin eru Níkaragva og Sýrland. Kína og ríki Evrópusambands­ ins ætla ekki að feta sömu slóð. Að þeirra sögn eru markmið Par­ ísarsamkomulagsins um að draga úr loftslagsbreytingum mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þetta segir í sam­ eiginlegri yfirlýsingu sem vænst er að leiðtogar Kína og Evrópusam­ bandsins sendi frá sér og BBC hefur komist yfir. Búist er við því að hún verði formlega birt í dag. Samkvæmt heimildum BBC hefur verið unnið að yfirlýsingunni í rúmt ár. Í henni mun vera að finna umfjöllun um hættur vegna lofts­ lagsbreytinga og áhrif þeirra á jafn­ vægi í samfélögum heimsins. „Evrópusambandið og Kína telja Parísarsamkomulagið sögu­ legt afrek sem hraði samdrætti í útblæstri gróðurhúsalofttegunda,“ segir í uppkastinu. Enn fremur segir að Parísarsamkomulagið sé sönnun á því að með samvinnu og trausti sé hægt að finna sanngjarnar og áhrifa­ ríkar lausnir á erfiðustu vandamál­ um okkar tíma. „Evrópusambandið og Kína ítreka ótvíræða skuldbindingu sína er varðar öll ákvæði Parísarsamkomu­ lagsins,“ segir þar enn fremur. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, var í opinberri heimsókn í Þýskalandi í gær. Þar sagði hann baráttuna gegn loftslagsbreyting­ um þjóna hagsmunum Kínverja. „Kínverjar munu halda áfram að innleiða ákvæði Parísarsamkomu­ lagsins en auðvitað vonumst við til þess að geta gert það í samvinnu við aðra,“ sagði Keqiang, en Kína blæs út meiri gróðurhúsalofttegundum en nokkurt annað ríki. Rússar, sem eru í þriðja sæti á þeim lista, einungis á eftir Banda­ ríkjunum og Kína, ætla heldur ekki að víkja frá ákvæðum samkomu­ lagsins. Hins vegar myndi brott­ hvarf Bandaríkjanna hafa áhrif á samkomulagið. „Það þarf vart að taka það fram að áhrif þessa sam­ komulags dvína líklega án slíks lykilríkis,“ segir í yfirlýsingu frá for­ setaembætti Rússlands í gær. Antonio Guterres, framkvæmda­ stjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng í gær og sagði stuðning Bandaríkjanna skipta sköpum. „En burtséð frá ákvörðun bandarísku ríkisstjórnarinnar er mikilvægt að aðrar ríkisstjórnir haldi áfram á sinni braut,“ sagði Guterres við BBC. Forsætisráðherrar Norður­ landanna eru á sama máli og Gut­ err es og sendu Trump í gær sameig­ inlegt bréf þar sem hann var hvattur til að standa við samkomulagið. Í bréfinu var jafnframt lögð áhersla á mikilvægi þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. thorgnyr@frettabladid.is Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. Forsætisráðherrar Norðurlandanna skora á Trump að standa við samkomulagið. Hversu mikið mun meðalhiti jarðar hafa hækkað árið 2100? l Ef haldið er áfram á sömu braut: 4,2°C l Ef Parísarsamkomulagi er fylgt án Bandaríkjanna: 3,6°C l Ef Bandaríkin eru með í Par- ísarsamkomulaginu: 3,3°C l Markmið Sameinuðu þjóðanna: 1,5°C Heimild: Climate Interactive Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dregur land sitt út úr Parísarsamkomulaginu. NorDICPHoTos/AFP fiLippseyjar Hið vinsæla hótel Resorts World Manila í filipps­ eysku höfuðborginni Maníla, var girt af í gærkvöldi eftir að lögreglu bárust tilkynningar um skothríð og sprengingar. Greindi CNN Philippines frá því að grímuklæddur byssumaður væri á annarri hæð hótelsins og skyti á gesti og starfsmenn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu ekki borist fregnir af mögu­ legu mannfalli eða hversu margir hefðu særst. Rauði kross Filippseyja tísti því hins vegar að starfsmenn samtak­ anna hefðu flutt þrjá af hótelinu og á sjúkrahús. Stephen Reilly, yfirlögregluþjónn í borginni, staðfesti í samtali við CNN að skotum hefði verið hleypt af. Hann gat þó ekki sagt til um hversu margir árásarmenn hefðu verið á hótelinu. Er Donald Trump Bandaríkjafor­ seti tilkynnti að Bandaríkin myndu draga sig út úr Parísarsamkomu­ laginu í gær sagðist hann fylgjast náið með framgangi mála í Maníla. Jafnframt sagði forsetinn að bænir hans væru helgaðar fórnarlömbum og aðstandendum þeirra. – þea Skotárás á fjölsótt hótel á Filippseyjum Lögregla gerði áhlaup á hótelið. FréTTABLAðIð/EPA BaNDarÍKiN Hópur Demókrata hefur kallað eftir því að hæsta­ réttardómarinn Anthony Kennedy dragi það í lengstu lög að setjast í helgan stein. Heimildir ytra herma að Kennedy íhugi alvarlega að láta af embætti. Kennedy settist í Hæstarétt í árs­ byrjun 1988 en þá var hann rétt rúmlega fimmtugur. Bandarískir hæstaréttardómarar geta setið út ævina, kjósi þeir svo, en fólk í kring­ um hinn áttræða Kennedy segir að hann velti því fyrir sér að hætta fyrr. Þrátt fyrir að Kennedy hafi verið skipaður af Repúblíkana, og þyki hallast til hægri, vilja Demókratar halda honum meðan honum endist ævin. Eða að minnsta kosti þangað til að forsetatíð Donalds Trump rennur sitt skeið. Óttast þeir að ef Kennedy hættir muni Trump skipa einhvern enn íhaldssamari sem myndi hafa gífurleg áhrif á réttinn. Í apríl síðastliðnum var meirihlut­ inn, til að öldungadeildin geti fallist á tilnefningu hæstaréttardómara, minnkaður. Áður þurfti sextíu atkvæði, af hundrað þingmönnum, til að komast í gegn en sú tala hefur nú verið lækkuð niður í 51. „Akkúrat núna er Kennedy mikil­ vægasti maðurinn í Bandaríkjunum. Hann hefur oddaatkvæðið í hönd­ um sér í málum þar sem dómara greinir á,“ segir Elizabeth Wydra, einn af forsvarsmönnum þeirra sem vilja Kennedy áfram. Í málefnum sem varða fjármál og trúarbrögð hefur Kennedy verið með öðrum hægrisinnuðum dóm­ urum við réttinn. Í málum sem varða fóstureyðingar og réttindi samkynhneigðra hefur hann hins vegar snúist á sveif með frjálslyndari dómurum. – jóe Demókratar vilja halda íhaldssömum dómara Anthony Kennedy ásamt ruth Bader Ginsberg sem einnig er dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna. NorDICPHoTos/ AFP 2 . j ú N Í 2 0 1 7 f Ö s t U D a g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 0 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F E -6 3 7 4 1 C F E -6 2 3 8 1 C F E -6 0 F C 1 C F E -5 F C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.