Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 48
Einingahúsin er hægt að fá í öllum stærðum og gerðum. Kaupendur geta ráðið herbergjastærð eða -fjölda. Margir möguleikar eru í boði.Hægt er að innrétta húsin að eigin smekk. Seve er eitt af stærstu fyrirtækj-um í einingahúsaframleiðslu í Eistlandi. Húsin eru á mjög hagstæðu verði en í Noregi má sjá um það bil átta hundruð slík hús af öllum stærðum og gerðum. Þá hafa húsin verið seld til Finnlands, Svíþjóðar og Sviss, að því er Ingvar Skúlason, ráðgjafi á fagsölusviði Húsasmiðjunnar, upplýsir. „Húsasmiðjan hefur starfað í framleiðslu og sölu einingahúsa í meira en sextíu ár. Við byggjum því á gömlum grunni. Nýlega tókum við upp samstarf við Seve í Eist- landi en þeir hafa áratuga reynslu í framleiðslu einingahúsa. Þetta eru íbúðarhús, parhús, smáhýsi og í rauninni einingahús af öllum stærðum og gerðum. Nefna má leikskóla, grunnskóla ásamt alls kyns húsum sem henta vel í ferða- þjónustu,“ segir Ingvar. Fyrstu húsin risin á Íslandi Nýlega risu fyrstu húsin á Íslandi í Hrífunesi, skammt frá Vík í Mýrdal. Það sem vakti mesta athygli var hve byggingarkostnaðurinn var hagstæður og byggingarhraðinn ótrúlegur. „Það var byrjað að grafa grunn fyrir fjórum húsum þar í byrjun mars og þau voru fullbúin í byrjun júní. Aðeins tók fjórtán vikur frá því að byggingaframkvæmdir hófust þar til hægt var að afhenda húsin. Þetta eru allt fullbúin einbýlishús af stærðinni 120-145 fermetrar. Einkennandi fyrir þessi hús er bygg- ingarhraðinn ásamt því að húsin eru fagmannlega unnin og má þakka það gæðakerfi framleiðand- ans og góðu skipulagi við verklegar framkvæmdir. Húsin eru mjög vel einangruð, í samræmi við kröfur til einangrunar húsa í Noregi, enda hitunarkostnaður hærri þar en á Íslandi. Ódýr og vönduð hús „Einingahúsin eru ódýr en vandaður byggingamáti. Með því að velja þessa leið styttir hús- byggjandinn byggingartímann til muna og lækkar fjármagnskostnað. Þegar keypt er hús af Húsasmiðj- unni þá er kaupandanum boðið að kaupa annan búnað sem þarf til að fullgera húsið með afslætti hjá Húsasmiðjunni, þetta getur sparað verulegar upphæðir þar sem Húsasmiðjan selur m.a. bað- tæki, innréttingar, hurðir, gólfefni, hreinlætistæki og heimilistæki. Húsin er hægt að fá afhent á þremur byggingarstigum. Á fyrsta byggingarstigi eru einingar út- og innveggja afhentar. Á öðru bygg- ingarstigi er húsinu skilað fullbúnu að utan. Á þriðja byggingarstigi er húsinu skilað tilbúnu undir spörslun og málun að innan, án vatns- og raflagna.“ Afgreiðslutími er stuttur og húsin eru fljótleg í uppsetningu. Hægt er að velja um margvíslegar utanhússklæðningar hjá Húsasmiðjunni. Sérfræðingar hjá Húsasmiðjunni ráðleggja kaupendum um hvernig hús hentar best, miðað við hönnun að innan, herbergjastærð og fleira. „Hægt er að breyta hönnun innan- húss á meðan ekki eru gerðar breyt- ingar á burðarvirki hússins. Húsin henta vel íslenskum aðstæðum og standast allar byggingakröfur. Þetta er falleg hönnun, einföld og skemmtileg,“ segir Ingvar. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessum einingahúsum. Margir eru þegar búnir að panta hús og eru með teikningar hjá skipulagsyfirvöldum til sam- þykktar. Þessi hús munu rísa hér á höfuðborgarsvæðinu og víða um landið. Jafnframt erum við með sumarbústaði úr stöðluðum einingum og sérhönnuð hús. Hér er um að ræða frábær hús sem gott er að búa í,“ segir Ingvar. „Við erum líka að bjóða margs konar lausnir fyrir ferðaþjónust- una, þar er um að ræða hús sem eru 22-30 fermetrar. Þetta eru eininga- hús þar sem hægt er að koma fyrir gistirými, snyrtingu og eldunarað- stöðu,“ segir Ingvar. Frekari upplýsingar um Seve einingahúsin, stálgrindarhús, kross- límd einingahús, svalalokanir og fleira tengt húsbyggingum má fá hjá Ingvari Skúlasyni, s: 660-3087, ingvar@husa.is á fagsviði í Kjalar- vogi þar sem veitt er fagleg og per- sónuleg þjónusta. Einnig er hægt að skoða heimasíðuna: husa.is. Vönduð hús á góðu verði Nýlega opnaði Húsasmiðjan glæsilega fagmannaverslun og timbursölu að Kjalarvogi 12-14 en þar er boðið upp á glæsileg einingahús frá Seve. Hér er dæmi um 147 fermetra einbýlishús með 4 svefnher- bergjum. Húsið fæst afhent frá Húsasmiðjunni tilbúið til uppsetningar á eigin grunn fyrir aðeins 12.350.00 kr. Uppsett tilbúið fyrir spörslun og málningu en án vatns- og hita- lagna kostar það aðeins rúmlega 19,8 milljónir. 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . j ú l í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 4 8 -4 0 D 8 1 D 4 8 -3 F 9 C 1 D 4 8 -3 E 6 0 1 D 4 8 -3 D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.