Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 6
Tvær hæðir hrundu Slökkviliðsmenn virða fyrir sér rústir húss í bænum Torre Annunziata nærri Vesúvíusi á Ítalíu. Tvær hæðir hússins hrundu í gær með hörmulegum afleiðingum. Átta er saknað. Ítalska blaðið Il Corriere greindi frá því í gærkvöldi að þrjú börn væru á meðal þeirra sem er saknað, það yngsta aðeins átta ára. Nordicphotos/AFp orkumál Bæta þarf þeim, sem urðu fyrir skakkaföllum þegar rafmagni sló út á Suðurlandi og Austfjörðum í vor, tjónið að fullu án frekari tafar, segir bæjarráð Fljótsdalshéraðs sem fengið hefur umbeðna greinargerð Landsnets vegna atviksins. „Upphaf truflunar er rakið til fyrirvaralausrar útleysingar álags Norðuráls klukkan 07.05 en ker- skáli 2 leysti út vegna kerleka með um 340 MW álag. Áhrifin voru svo mikil að í beinu framhaldi drógu bæði ISAL og Járnblendið úr álagi ásamt Fjarðaáli. Alls fóru því 560 MW af neti á skömmum tíma. Orsök straumleysis og truflana í rafmagnsgæðum (spennu) er hins vegar kerfislæg og tengist veikri byggðalínu,“ segir í greinargerð- inni um óhappið sem varð 17. maí síðastliðinn. Fram kemur að Landsneti hafi borist tilkynningar um tjón frá þrjá- tíu aðilum á Fljótsdalshéraði einu, af þeim séu fimmtán einstaklingar og fimm fyrirtæki auk einnar opin- berrar stofnunar á Egilsstöðum og átta einstaklingar og ein stofnun í dreifbýli. „Enn eru tilkynningar að berast en allar tilkynningar eru sendar í úrvinnslu til Sjóvá, trygg- ingafélags Landsnets,“ segir um stöðu tjónamálanna. Útskýrt er í greinargerðinni að við hina skyndilegu álagsbreytingu hafi orðið miklar og ódempaðar sveiflur á milli vinnslueininga í Sig- öldu og á Austurlandi sem tengist með langri byggðalínu með lítilli flutningsgetu. „Kerfisvarnir unnu samkvæmt stillingum en viðbrögð þeirra voru ekki nægjanleg til að bjarga kerfinu frá hruni,“ segir áfram. Hefðbund- inn varnarbúnaður geti ekki varið gegn öllum tegundum af ódemp- uðum spennusveiflum eins og þarna urðu og ollu því að allt kerfið frá Fljótsdal í austri að Sigöldu í suðri leysti út.“ Landsnet segir að meðal áætlaðra úrbóta sé endurskoðun flutnings- marka byggðalínunnar og takmark- ana í vinnslu eftir landsvæðum til að minnka líkur á kerfishruni við sam- bærilega atburði. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs kveðst þakka skjót svör frá Landsneti en ítrekar fyrri bókanir um eflingu dreifi- kerfis raforku um landið. „Mikilvægt er að ráðist verði í þær úrbætur sem tilgreindar eru í svörum Landsnets sem fyrst.“ gar@frettabladid.is Krafa vegna 30 tjóna á Héraði eftir spennufall Landsnet segir 30 tilkynningar úr Fljótsdalshéraði hafa borist vegna spennu- hækkunar og rafmagnsleysis sem þar varð 17. maí í vor. Óhappið varð í kjölfar kerleka hjá Norðuráli en Landsnet segir veika byggðalínu hafa valdið óhappinu. Óhapp hjá Norðuráli í hvalfirði olli straumleysi á Austfjörðum vegna veik- leika í byggðalínukerfinu, segir Landsnet. FréttAbLAðið/steFáN föstudaginn 7. júlí milli kl. 14:59 - 18:30 laugardaginn 8. júlí milli kl. 10:01 - 13:20 Undirfatnaðaður frá Anita og eldri týpur á allt að 70% afslætti taramy.is - ERF ehf ýmsar forvitnilegar vörur verða með - sjá vefverslun Nærbuxur og sundföt frá 38-54 Guðmundarbúð Ísafirði Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Fegrum utandyra DEKAPRO útimálning, 10 lítrar 7.490 Oden þekjandi viðarvörn 2,8 lítrar, A stofn 4.890 ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l. 3.680 Bakki, 25 cm rúlla, grind og pensill. - Sett 1.490 Landora tréolía Col-51903 3 l. 1.980 Dicht-Fix þéttiefni. 750ml 1.795 Þakmálning 10 lítrar Rauð og svört 8.990 Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Volvo Penta Kubbur_10x10_20170615_Draft1.indd 1 20.6.2017 13:47:16 ÁSKRIFTIN FYLGIR ÞÉR Með sjónvarpsáskrift hjá 365 getur þú horft á uppáhaldssjónvarpsefnið þitt, hvar og hvenær sem er – því áskriftin fylgir þér 365ASKRIFT.is 8 . j ú l í 2 0 1 7 l A u G A r D A G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 8 -2 8 2 8 1 D 4 8 -2 6 E C 1 D 4 8 -2 5 B 0 1 D 4 8 -2 4 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.