Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 2
Lokað yfir helgi
Geirsgötu var lokað í gær og stendur lokunin fram yfir helgi. Hjáleið er um Skúlagötu, Ingólfsstræti, Hverfisgötu og Tryggvagötu á meðan. Hjáleiðin
er færð svo framkvæmdir við bílakjallara Hafnartorgs geti fram haldið. Ný Geirsgata mun liggja ofan á kjallaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Veður
Fremur hæg norðanátt í dag, en
vestlæg átt sunnanlands. Yfirleitt
bjart á suðvestanverðu landinu,
en sums staðar skúrir austan til,
einkum seinnipartinn. sjá síðu 32
menning „Það er aðeins of mikið
framboð af of líkum viðburðum og
maður finnur að það hefur áhrif.
Við ákváðum því að bjóða þetta
tveir fyrir einn tilboð og núna
flýgur þetta út,“ sagði tónleika-
haldarinn Þorsteinn Stephensen
við Fréttablaðið í gær um miðasölu
á tónleika rapparans Young Thug
í Laugardalshöllinni sem haldnir
voru í gærkvöldi.
Athygli vakti þegar viðburða-
fyrirtæki Þorsteins, Hr. Örlygur,
tilkynnti að viðskiptavinum Nova
og þeim sem nota snjallforritið Aur
byðust tveir miðar á tónleikana
Kronik Live, þar sem Young Thug
var aðalatriðið, á verði eins. Þar
komu einnig fram ellefu innlendir
flytjendur, þar á meðal Emmsjé
Gauti, Gísli Pálmi og rappsveitin
Úlfur Úlfur, og var miðaverð 9.900
krónur. Um fjögur þúsund miðar
voru í boði og þegar blaðamaður
heyrði í Þorsteini fyrir hádegi í gær
var búið að selja um 3.100.
„Miðasalan var aðeins undir
væntingum en ég var svo sem
ekkert stressaður. Við erum með
frábæran viðburð en vildum hafa
hann vel aðgengilegan fyrir krakk-
ana sem eru komnir í sumarvinn-
una og verðum með stútfullt hús.“
Þorsteinn bendir á að á tónleika-
hátíðinni Secret Solstice í Laugar-
dalnum í júní hafi stigið á svið
bæði innlendir og erlendir lista-
menn hip hop senunnar og fór þar
bandaríski rapparinn Rick Ross
fremstur í flokki. Í næstu viku muni
svo bandaríski rapparinn Post
Malone halda tónleika í Hörpu
og hljómsveitin Migos troða upp
í Laugardalshöll um miðjan ágúst.
Einnig megi sjá vinsælustu inn-
lendu rapparana á Þjóðhátíð 2017
og á mörgum öðrum tónleikum í
sumar.
„Þetta er verkefni sem ég er að
vinna með gömlum samstarfs-
manni, Robba Kronik, og þetta
hafði staðið lengi til. Við ákváðum
að prófa og ég held að við endur-
tökum þetta klárlega á næsta ári
með einhverjum svipuðum hætti.
Að ég verði með mikið af rappi þar
inn á milli finnst mér ekki líklegt,“
sagði Þorsteinn.
haraldur@frettabladid.is
Offramboð á rappi
heggur í miðasölu
Sala á tónleika Young Thug í Laugardalshöll var undir væntingum þangað til
tveir miðar fengust á verði eins. Tónleikahaldari segir stefna í offramboð á rapp-
tónleikum enda séu margir innlendir og erlendir listamenn að stíga á svið.
Bandaríski rapparinn Rick Ross tróð upp á Secret Solstice. FRÉTTABLAÐIÐ/AndRI
Bibione
Feneyjar
Verona
Ljubljana
Bled
ADRIAHAF
Króatía - Porec & Umag
TRIESTE
Garda
TRIESTE
Frá kr.
39.950
báðar leiðir
m/sköttum
og tösku.
á flugsæti
FY
RI
R2 1
ÁÐUR KR.
79.900
NÚ KR.
39.950FL
UG
SÆ
TI
flugsæti í sólina
sAmgÖnguR Landamæraeftirlit yfir
ytri landamæri Schengen-svæðis-
ins verður hert og mun breytingin
einnig taka gildi á Íslandi. Regl-
urnar tóku gildi 7. apríl. Ísland til-
kynnti að sex mánaða aðlögunar-
tími fyrir Keflavíkurflugvöll yrði
nýttur og tekur breytingin því gildi
hér á landi þann 7. október nema
óskað verði eftir frekari framleng-
ingu.
Meginreglan verður sú að kerfis-
bundið/ítarlegt eftirlit verður með
öllum, að því er segir í skriflegu
svari dómsmálaráðuneytisins til
Fréttablaðsins.
Breytingin tekur einnig gildi
á Kastrup-flugvelli í Danmörku.
Stjórnendur á Kastrup sögðu við
danska ríkisútvarpið að búast
mætti við lengri bið og seinkun á
flugi til 2019 vegna aukins eftirlits.
Þegar mest sé að gera megi jafnvel
gera ráð fyrir að farþegar missi af
tengiflugi.
Ólafur Helgi Kjartansson, lög-
reglustjóri á Suðurnesjum, segir
í skriflegu svari til Fréttablaðs-
ins að skoðað verði á næstunni
hvernig staðið verði að því að
mæta þessum nýju reglum. „Ekki
er ljóst á þessari stundu hvort
tafir verða og þá hversu miklar
þær kunni að verða. Það verður
að koma í ljós. Lögreglustjórinn
á Suðurnesjum vinnur stöðugt að
því að fylgjast með og bregðast við
breytingum.“ – ibs
Mögulegar
tafir vegna
herts eftirlits
Hert eftirlit verður á Keflavíkurflug-
velli í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Young Thug
sLYs Erlendur ferðamaður lést
þegar hann féll fram af hamrabrún
í Hljóðaklettum í gær. Slysið átti sér
stað á fjórða tímanum í gær.
Maðurinn féll um fimmtán til
tuttugu metra. Nánari tildrög
liggja ekki fyrir en ekki er uppi
grunur um saknæmt athæfi. Þyrla
Landhelgisgæslunnar var kölluð
út vegna slyssins en send til baka
eftir að maðurinn var úrskurðaður
látinn á vettvangi.
Þyrlan var einnig kölluð út eftir
að kona hrapaði sextíu metra í
Kirkjufelli við Grundarfjörð. Konan
var í hópi fólks sem gekk óvanalega
leið upp fjallið.
Konan var flutt til Reykjavíkur
með þyrlunni en nánari upplýsing-
ar um líðan hennar lágu ekki fyrir
þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Björgunarsveitarfólk aðstoðaði
samferðafólk hennar af fjallinu.
– jóe
Banaslys í
Hljóðaklettum
8 . j ú L í 2 0 1 7 L A u g A R D A g u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t A B L A ð i ð
0
8
-0
7
-2
0
1
7
0
3
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
4
8
-0
0
A
8
1
D
4
7
-F
F
6
C
1
D
4
7
-F
E
3
0
1
D
4
7
-F
C
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
7
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K