Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 22
8 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R22 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Staða: Markvörður
Félagslið: Djurgården í Svíþjóð
Fædd: 1985
Landsleikir (mörk): 51 (0)
Treyjunúmer: 1
Markvörðurinn magnaði þurfti lengi að standa
í skugganum af Þóru Björgu Helgadóttur en fékk
tækifærið á EM fyrir fjórum árum og hefur ekki
litið um öxl síðan. Meistari á Íslandi, meistari í
Noregi, bara algjör meistari sem er eins mikill
lykilmaður í íslenska liðinu og þeir gerast.
Dagný Brynjarsdóttir
Staða: Miðjumaður
Félagslið: Portland Thorns í BNA
Fædd: 1992
Landsleikir (mörk): 70 (19)
Treyjunúmer: 10
Einn allra mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins.
Rangæingurinn hefur allt til brunns að bera en
hún er stór, kraftmikil, góð á boltann og skorar
mörk. Dagný hefur verið mikið meidd og spilað
lítið í nýju leikkerfi landsliðsins en það eina
sem skiptir máli er að hún sé heil og geti
spilað alla leiki íslenska liðsins. Hún er
rétt á eftir Söru Björk sé liðið sett upp á
styrkleikalista leikmann fyrir leikmann og
svona gæði þarf að hafa inni á vellinum.
Harpa
Þorsteinsdóttir
Staða: Framherji
Félagslið: Stjarnan
Fædd: 1986
Landsleikir
(mörk): 61 (18)
Treyjunúmer: 16
Harpa „Marka“ Þorsteins-
dóttir var lengi í gang
fyrir íslenska landsliðið
en þegar stíflan brast
gerðist það með látum.
Þessi markheppni og
öflugi framherji var
markahæst í undan-
keppni EM en eignaðist
svo barn og var óvíst
hvort hún færi með til
Hollands. Hún gerði nóg
til að heilla Frey á lokametr-
unum, meðal annars með
góðu samtali. Hún er síðan í
síðustu leikjum í Pepsi-deild-
inni byrjuð að skora aftur að
vild. Það eru einhver ánægju-
legustu tíðindi sem íslenska
liðið gat fengið. Freyr talaði um
að hún yrði í minna hlutverki
en áður en ef hún er að skora
eins og hún á að sér
verður erfitt fyrir hann
að halda Hörpu fyrir
utan byrjunarliðið í
fyrsta leik.
Agla María Albertsdóttir
Staða: Framherji
Félagslið: Stjarnan
Fædd: 1999
Landsleikir (mörk): 4 (0)
Treyjunúmer: 17
Annar EM-nýliði sem stal farseðli á
lokametrunum. Kópavogsstúlkan
sem yfirgaf Breiðablik, fór í Val en
fann sig svo í Stjörnunni er aðeins
17 ára gömul en virðist vera, eins
og svo margir aðrir ungir leikmenn,
klár í slaginn. Gríðarlega kraftmikill
leikmaður sem byrjaði síðustu tvo
leiki Íslands.
Anna Björk Kristjánsdóttir
Staða: Varnarmaður
Félagslið: LB07
Fædd: 1989
Landsleikir (mörk): 31 (0)
Treyjunúmer: 19
Stjörnukonan var búin að festa sér
sæti við hlið Glódísar Perlu í byrjun-
arliðinu en síðan kom Sif Atladóttir
á fullu til baka og nýtti sér meiðsli
Önnu eins og Anna gerði þegar Sif
var frá. Núna geta þær allar spilað
saman í þriggja manna miðvarða-
kerfinu. Ekki slæmt þríeyki það
með Glódísi Perlu.
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Staða: Varnarmaður
Félagslið: Valur
Fædd: 1992
Landsleikir (mörk): 12 (1)
Treyjunúmer: 21
Önnur frá Norðurlandi sem hefur
staðið sig vel í þeim landsleikjum
sem hún hefur spilað. Komst út í
atvinnumennsku en kom heim til
Vals þar sem hún spilar núna. Mið-
vörður sem gefur ekkert eftir en
spurning er hvort hún komi mikið
við sögu á mótinu.
PANTAÐU FRÍAN TÍMA
Í SKOÐUN STRAX Í SÍMA
893-0098
HÁRÆÐASLIT Í ANDLITINU ?
ÞAÐ ER TIL LAUSN - VIÐ FJARLÆGJUM
HÁRÆÐASLIT ENDANLEGA Í ANDLITI
Hraunbæ 102 • Reykjavík • S. 893 0098 • snyrtistofanhafblik@gmail.com
Snyrtistofan Hafblik
Fyrir Eftir
Þetta eru
stelpurnar
Glódís Perla
Viggósdóttir
Staða: Varnarmaður
Félagslið: Eskilstuna í Svíþjóð
Fædd: 1995
Landsleikir (mörk): 54 (2)
Treyjunúmer: 4
Fyrir fjórum árum
var Glódís Perla
efnilegasti varnar-
maður íslenska
landsliðsins, að-
eins 17 ára gömul.
Hún var valin í
lokahópinn fyrir EM
2013 eftir að spila fyrsta
landsleikinn sinn árinu
áður. Nú er Glódís Perla besti
varnarmaður íslenska liðsins
og algjör lykilmaður. Glódís er
hugsandi varnarmaður sem
staðsetur sig frábærlega
og er ótrúlega góð á
boltann. Það gerist
varla að sendingar frá
henni út úr vörninni
rati ekki á samherja.
Hún er búin að spila
54 landsleiki þrátt fyrir
að vera aðeins 22
ára gömul.
Sara Björk Gunnarsdóttir
Staða: Miðjumaður
Félagslið: WfL Wolfsburg í
Þýskalandi
Fædd: 1990
Landsleikir (mörk): 106
(18)
Treyjunúmer: 7
Heill sé þér, fyrirliði
góður. Sara Björk er besta
fótboltakona sem Ísland
á í dag og það styttist í að
talað verði um hana sem
þá bestu allra tíma. Engin
hefur náð jafn langt og
það er ekki að ástæðulausu.
Óþreytandi baráttujaxl sem
hefur lagt ævintýralega mikið á
sig til að komast í eitt besta fé-
lagslið heims. Sara Björk er jafn
mikilvæg fyrir kvennalands-
liðið og Gylfi Þór er fyrir
karlaliðið. Það er ekkert að
því að vera með einn besta
miðjumann Evrópu í sínu liði.
Hún tók við fyrirliðabandinu
af Margréti Láru eftir
að hún meiddist.
okkar
0
8
-0
7
-2
0
1
7
0
3
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
4
8
-1
E
4
8
1
D
4
8
-1
D
0
C
1
D
4
8
-1
B
D
0
1
D
4
8
-1
A
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
7
2
s
_
7
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K