Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 46
Rammahús má fá af mörgum stærðum og gerðum. Hér eru fjórar íbúðir á einni lóð. Magnús H. Ólafsson, arkitekt hjá Markstofu, Sigurjón Þórhallsson, sölumaður Byko Rammahúsa, og Guðlaugur I. Maríasson, starfsmaður Markstofu. Hér standa þeir fyrir framan sýningarhús Rammahúsa á lóð BYKO í Breidd. MYnd/VIlHelM 140 Rammahús hafa verið seld frá því verkefnið fór af stað. Upphaflega hugmyndin að Rammahúsunum var að finna hagkvæma lausn á timburhúsum, sem gætu komið í stað bjálkahúsa sem eru óraun- hæfur kostur á Íslandi,“ segir Sigurjón Þórhallsson, sölumaður BYKO Rammahúsa. Hönnuður húsanna er Magnús H. Ólafsson arkitekt FAÍ, hjá Markstofu ehf, sem er mjög reyndur hönnuður á sviði verksmiðjuframleiddra húsa. „Þróun húsanna hófst árið 2009 en tveimur árum síðar kom BYKO að verkefninu enda leist okkur mjög vel á það,“ segir Sigurjón. „Á sumarmánuðum 2011 fór fram mikil þróunarvinna til að samræma framleiðslu á Römm- um með tilliti til burðarþols og eftir að ný byggingareglugerð var kynnt 2012 voru Rammarnir endurhannaðir algerlega með tilliti til hennar,“ lýsir Sigurjón en í dag eru allir burðarviðir í Rammahúsum forsniðnir, bor- aðir og að hluta samsettir í verk- smiðju BYKO í Lettlandi og koma þannig til landsins. „Tölvustýrðar vélar eru í verksmiðjunni og nákvæmnin því mikil.“ Til í öllum stærðum Sigurjón segir áhugann á Ramma- húsunum hafa verið nokkuð jafn- an í gegnum árin. Í allt hafa 140 slík hús verið seld og á þessu ári hafa þegar verið seld 20 slík hús Rammahús – hagkvæm leið til að byggja timburhús Rammahús BYKO eru timburhús sem framleidd eru eftir ströngustu gæðakröfum. Þau eru for- sniðin og að hluta sett saman í verksmiðju. Rammahúsin má fá í ýmsum stærðum og þau henta vel sem frístundahús, ferðaþjónustuhús, íbúðarhús, veiðihús og sjálfstæðar kennslustofur. 32000 2 8 2 0 0 5000 22000 5000 5 0 0 0 1 8 2 0 0 5 0 0 0 Magnús H. Ólafsson FAÍ 091116 Séð inn í sýningarhús BYKO í Breidd. Rammahúsin nýtast vel fyrir ferðaþjónustuna. á að minnsta Rammahúsið sé 7 m² snyrting á golfvelli Leynis á Akranesi og stærsta húsið 343 m² leikskóli í Mosfellsbæ. Vel skilgreint ferli Þegar væntanlegur viðskiptavin- ur hefur samband við sölumenn BYKO vegna kaupa á Rammahúsi þarf hann að byrja á því að fylla út eyðublað þar sem fram koma ýmsar upplýsingar á borð við lóðarheiti, landnúmer, sveitar- félag og svo framvegis. Einnig þarf að tilgreina samþykkt deiliskipu- lags lóðar eða lands og tegund byggingar og stærð. Engar tillögur eru gerðar nema fyrir liggi deili- skipulag af lóð eða ákvæði í aðal- skipulagi um að byggja megi hús. „Innifalin í kaupsamningi við BYKO er tillaga að Ramma- húsi og ein breytingartillaga en fyrir frekari hönnunarvinnu er greitt sérstaklega,“ lýsir Sigurjón en vegna mikilla möguleika á útfærslum er ekki til eitt verð heldur fer það eftir stærð hússins og fleiri þáttum. „Viðskiptavinur- inn getur til dæmis ráðið mjög miklu um efnisval, þar með talið klæðningu að utan sem innan.“ 15% staðfestingargjald er greitt við undirritun kaupsamnings en innifalið í kaupsamningi eru allar aðal- og sérteikningar aðalhönn- uðar svo og burðarþolsteikningar og umsókn um byggingarleyfi ásamt nauðsynlegum gögnum. „Viðskiptavinur þarf að sjá um alla lagnahönnun og gerð undir- staða vegna þess að aðstæður eru mismunandi á hverjum stað. Þegar allar teikningar liggja fyrir eru þær sendar til viðkomandi byggingarfulltrúa ásamt skrán- ingartöflu,“ útskýrir Sigurjón. Er mikið mál að byggja Rammahús? „Það er enginn munur á að byggja Rammahús og önnur timburhús en byggjandi skal fara eftir ákvæðum bygg- ingarreglugerðar um ábyrgðir iðnmeistara og byggingarstjóra. Við hjá BYKO erum með nokkra aðila sem við getum bent á varðandi uppsetningu en að öðru leyti komum við eingöngu að sölu efnispakkanna.“ Nánari upplýsingar veita sölu- menn timburverslunar BYKO í síma 515-4000 eða með tölvu- pósti á serlausnir@byko.is. af ýmsum stærðum. „Hagkvæmni Rammahúsa felst í að viðskipta- vinur kaupir „pakka“ þar sem allt er innifalið; hönnun, framlagning gagna og allt efni til byggingar- innar,“ útskýrir Sigurjón. En hvernig húsum er fólk helst að leita að? „Það er afar misjafnt, allt frá sumar- og íbúðarhúsum til ferðaþjónustu- og þjónustu- húsa og lausra kennslustofa,“ svarar Sigurjón. Hann bendir Teikning af fjórum íbúðum saman í klasa. 8 KYnnInGARBlAÐ FÓlK 8 . j ú l í 2 0 1 7 l AU G A R dAG U R 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 4 8 -5 4 9 8 1 D 4 8 -5 3 5 C 1 D 4 8 -5 2 2 0 1 D 4 8 -5 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.