Fréttablaðið - 08.07.2017, Side 46

Fréttablaðið - 08.07.2017, Side 46
Rammahús má fá af mörgum stærðum og gerðum. Hér eru fjórar íbúðir á einni lóð. Magnús H. Ólafsson, arkitekt hjá Markstofu, Sigurjón Þórhallsson, sölumaður Byko Rammahúsa, og Guðlaugur I. Maríasson, starfsmaður Markstofu. Hér standa þeir fyrir framan sýningarhús Rammahúsa á lóð BYKO í Breidd. MYnd/VIlHelM 140 Rammahús hafa verið seld frá því verkefnið fór af stað. Upphaflega hugmyndin að Rammahúsunum var að finna hagkvæma lausn á timburhúsum, sem gætu komið í stað bjálkahúsa sem eru óraun- hæfur kostur á Íslandi,“ segir Sigurjón Þórhallsson, sölumaður BYKO Rammahúsa. Hönnuður húsanna er Magnús H. Ólafsson arkitekt FAÍ, hjá Markstofu ehf, sem er mjög reyndur hönnuður á sviði verksmiðjuframleiddra húsa. „Þróun húsanna hófst árið 2009 en tveimur árum síðar kom BYKO að verkefninu enda leist okkur mjög vel á það,“ segir Sigurjón. „Á sumarmánuðum 2011 fór fram mikil þróunarvinna til að samræma framleiðslu á Römm- um með tilliti til burðarþols og eftir að ný byggingareglugerð var kynnt 2012 voru Rammarnir endurhannaðir algerlega með tilliti til hennar,“ lýsir Sigurjón en í dag eru allir burðarviðir í Rammahúsum forsniðnir, bor- aðir og að hluta samsettir í verk- smiðju BYKO í Lettlandi og koma þannig til landsins. „Tölvustýrðar vélar eru í verksmiðjunni og nákvæmnin því mikil.“ Til í öllum stærðum Sigurjón segir áhugann á Ramma- húsunum hafa verið nokkuð jafn- an í gegnum árin. Í allt hafa 140 slík hús verið seld og á þessu ári hafa þegar verið seld 20 slík hús Rammahús – hagkvæm leið til að byggja timburhús Rammahús BYKO eru timburhús sem framleidd eru eftir ströngustu gæðakröfum. Þau eru for- sniðin og að hluta sett saman í verksmiðju. Rammahúsin má fá í ýmsum stærðum og þau henta vel sem frístundahús, ferðaþjónustuhús, íbúðarhús, veiðihús og sjálfstæðar kennslustofur. 32000 2 8 2 0 0 5000 22000 5000 5 0 0 0 1 8 2 0 0 5 0 0 0 Magnús H. Ólafsson FAÍ 091116 Séð inn í sýningarhús BYKO í Breidd. Rammahúsin nýtast vel fyrir ferðaþjónustuna. á að minnsta Rammahúsið sé 7 m² snyrting á golfvelli Leynis á Akranesi og stærsta húsið 343 m² leikskóli í Mosfellsbæ. Vel skilgreint ferli Þegar væntanlegur viðskiptavin- ur hefur samband við sölumenn BYKO vegna kaupa á Rammahúsi þarf hann að byrja á því að fylla út eyðublað þar sem fram koma ýmsar upplýsingar á borð við lóðarheiti, landnúmer, sveitar- félag og svo framvegis. Einnig þarf að tilgreina samþykkt deiliskipu- lags lóðar eða lands og tegund byggingar og stærð. Engar tillögur eru gerðar nema fyrir liggi deili- skipulag af lóð eða ákvæði í aðal- skipulagi um að byggja megi hús. „Innifalin í kaupsamningi við BYKO er tillaga að Ramma- húsi og ein breytingartillaga en fyrir frekari hönnunarvinnu er greitt sérstaklega,“ lýsir Sigurjón en vegna mikilla möguleika á útfærslum er ekki til eitt verð heldur fer það eftir stærð hússins og fleiri þáttum. „Viðskiptavinur- inn getur til dæmis ráðið mjög miklu um efnisval, þar með talið klæðningu að utan sem innan.“ 15% staðfestingargjald er greitt við undirritun kaupsamnings en innifalið í kaupsamningi eru allar aðal- og sérteikningar aðalhönn- uðar svo og burðarþolsteikningar og umsókn um byggingarleyfi ásamt nauðsynlegum gögnum. „Viðskiptavinur þarf að sjá um alla lagnahönnun og gerð undir- staða vegna þess að aðstæður eru mismunandi á hverjum stað. Þegar allar teikningar liggja fyrir eru þær sendar til viðkomandi byggingarfulltrúa ásamt skrán- ingartöflu,“ útskýrir Sigurjón. Er mikið mál að byggja Rammahús? „Það er enginn munur á að byggja Rammahús og önnur timburhús en byggjandi skal fara eftir ákvæðum bygg- ingarreglugerðar um ábyrgðir iðnmeistara og byggingarstjóra. Við hjá BYKO erum með nokkra aðila sem við getum bent á varðandi uppsetningu en að öðru leyti komum við eingöngu að sölu efnispakkanna.“ Nánari upplýsingar veita sölu- menn timburverslunar BYKO í síma 515-4000 eða með tölvu- pósti á serlausnir@byko.is. af ýmsum stærðum. „Hagkvæmni Rammahúsa felst í að viðskipta- vinur kaupir „pakka“ þar sem allt er innifalið; hönnun, framlagning gagna og allt efni til byggingar- innar,“ útskýrir Sigurjón. En hvernig húsum er fólk helst að leita að? „Það er afar misjafnt, allt frá sumar- og íbúðarhúsum til ferðaþjónustu- og þjónustu- húsa og lausra kennslustofa,“ svarar Sigurjón. Hann bendir Teikning af fjórum íbúðum saman í klasa. 8 KYnnInGARBlAÐ FÓlK 8 . j ú l í 2 0 1 7 l AU G A R dAG U R 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 4 8 -5 4 9 8 1 D 4 8 -5 3 5 C 1 D 4 8 -5 2 2 0 1 D 4 8 -5 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.