Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 58
Jón Sverrir Árnason er að reima
á sig hlaupaskóna og í þann
veginn að taka á sprett. Hann
æfir fyrir Reykjavíkurmaraþonið
og ætlar að leggja þar 10 kíló-
metra að baki. Hann er nýorðinn
13 ára, á afmæli 28. júní. En af
hverju ætlar hann að taka þátt
í Reykjavíkurmaraþoninu?
Af því að mér finnst gaman að
hlaupa og langaði að þakka
félaginu Einstökum börnum
fyrir allt sem það hefur gert fyrir
mig, bróður minn og mömmu og
pabba.
Hefur þú tekið þátt áður? Já,
nokkrum sinnum og það hefur
alltaf verið jafn gaman. Ég
safnaði 363.000 í fyrra fyrir félag-
ið Einstök börn og núna langar
mig að ná 750.000.
Af hverju styrkir þú Einstök
börn? Ég og bróðir minn erum
með mjög sjaldgæfan, gena-
tengdan og meðfæddan ónæmis-
galla sem heitir CVID og ég er
líka með mjög sjaldgæfan húð-
sjúkdóm sem heitir EAC.
En ert hlaupagikkur samt! Já,
mér finnst svakalega gaman
að hlaupa og get alltaf leitað í
hlaupin þó ég sé búinn að vera
lasinn.
Setur þú þér ákveðin markmið
í maraþoninu? Ég vil komast í
mark á innan við klukkustund.
Ætlar þú að hlusta á tónlist
á leiðinni? Já, mér finnst það
hjálpa mér að halda einbeitingu.
Hvernig tónlist er í uppáhaldi
hjá þér? Bara alls konar, ég
hlusta á flest.
Hvað gerir þú helst í frístund-
um, annað en hlaupa? Spila
körfubolta eða hjóla með vinum
mínum, svo æfi ég badminton.
Ætlar þú að flakka eitthvað í
sumar? Ég verð nánast hverja
helgi á Flúðum í sumar í útilegu.
Pabbi minn og konan hans,
Gerður, eru með hjólhýsi þar og
amma mín og afi líka.
Get alltaf
leitað í hlaupin
Jón Sverrir ætlar að safna fé fyrir félagið Einstök börn í Reykjavíkurmara-
þoninu. FRéttablaðið/EyþóR ÁRnaSon
Gulrótabóndinn
Þetta er hópleikur og einn þátt-
takandinn er bóndi sem ætlar að
fara að taka upp gulræturnar sínar.
Hinir þátttakendurnir liggja allir á
jörðinni og haldast í hendur eða
krækja saman höndum.
Þegar bóndinn nær að losa ein-
hvern frá hringnum þannig að hann
haldi ekki í neinn lengur þá breytist
sá í gulrótabónda líka og fer að
hjálpa til við uppskeruna. Það skal
þó tekið fram að ekki má meiða
neinn í þessum átökum, enda þurfa
gulræturnar allar að vera heilar og
fínar.
Sá sem losnar síðastur byrjar
sem næsti gulrótabóndi.
Leikurinn
Hvað er skemmtilegast við
bækur? Að lesa þær!
Hvaða bók lastu síðast og um
hvað var hún? Ég las Lára fer í
flugvél eftir Birgittu Haukdal, hún
er um stelpu sem heitir Lára og
fer til útlanda með flugvél. Ég las
hana vegna þess að ég er sjálf að
fara í flugvél eftir nokkra daga.
Manstu eftir fyrstu bókinni
sem var í uppáhaldi hjá þér? Já,
bækurnar um Snuðru og Tuðru
og svo líka Lárubækurnar.
Hvernig bækur finnst þér
skemmtilegastar? Mér finnst
skemmtilegast að lesa ævintýra-
bækur.
Í hvaða skóla gengur þú? Ég er
að fara að byrja í 4. bekk í Norð-
lingaskóla í haust.
Ferðu oft á bókasafnið? Já, mjög
oft.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Mér finnst skemmtilegt að leika
við vinkonur mínar með bangsa
og skauta á línuskautum. Svo
er líka skemmtilegt að borða
nammi!
Lestrarhestur vikunnar
Snædís Anna
Heimisdóttir
Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til
sumarlesturs meðal barna. Á bókasafninu skrifa þau nafn á áhuga-
verðri bók sem þau hafa lesið á bókarkjöl ásamt nafni, aldri og síma-
númeri. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok
sumarsins er veittur einn veglegur vinningur.
krakkar
8 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
Nú var illt í efni, þau voru
rammvillt uppi á regin-
fjöllum. „Hvar skyldum
við nú vera?“ sagði Kon-
ráð hugsi. „Við erum á
leiðinni á Langanes og
fórum norðurleiðina og
núna eru bara endalaust
há fjöll allt um kring og
ég veit ekkert hvar við
erum.“ Jafnvel fjalla-
búinn Róbert þagði. „Ró-
bert,“ sagði Kata lymsku-
lega, en Róbert svaraði
engu. „Við erum með
kort, skoðum það,“ sagði
Lísaloppa. „Sko,“ bætti
hún við, „samkvæmt
kortinu virðist þetta
vera heljarmikill
skagi með
háum
fjöllum.“
257
Veist þú hvaða skagi þetta er? Er þetta:
A. Tröllaskagi B. Reykjanesskagi D. Skipaskagi
?
?
?
SVAR: A
0
8
-0
7
-2
0
1
7
0
3
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
4
8
-2
8
2
8
1
D
4
8
-2
6
E
C
1
D
4
8
-2
5
B
0
1
D
4
8
-2
4
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
7
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K