Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 55
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru, yndislegu Stefaníu Bergmann Hrafnistu, Reykjanesbæ, áður Skólavegi 14, Keflavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu Reykjanesbæ, fyrir hlýhug og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Hulda Matthíasdóttir Magnús Björgvinsson Stefán B. Matthíasson Ingunn Ingimundardóttir Ingólfur H. Matthíasson Sóley Birgisdóttir Magnús B. Matthíasson Mekkín Bjarnadóttir Guðlaug B. Matthíasdóttir Birgir Þór Runólfsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Elskulegi faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Þórir G. Ísfeld frá Neskaupstað, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þann 25. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýju. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir góða umönnun og vinarhug. Ásgerður Ísfeld og fjölskylda. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og vinur, Jón Torfason Ágústsson (Gusturinn) bílstjóri, Lækjarbrún 5, Hveragerði, lést á gjörgæslu LSH 5. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. júlí klukkan 13. Ágúst J. Jónsson Laufey K. Berndsen Bára Jónsdóttir Gunnar R. Hafsteinsson María Jónsdóttir Marta Jónsdóttir Ragnar Magnússon Dóróthea Jónsdóttir Helgi H. Schiöth barnabörn og barnabarnabörn systkini Guðlaug Bjarnadóttir, börn og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ósk Ólafsdóttir andaðist á Sjúkrahúsinu á Akranesi, þann 3. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð St. Franciskusspítala, sjá heimasíðu: www.hve.is. Hildur Hallkelsdóttir Guðmundur Smári Valsson Þ. Heidi Johannsen Sigþór Kr. Skúlason Hrönn Johannsen Gunnar Andrésson Guðbjörg Ásmundsdóttir Birgir Andrésson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Þorkelsdóttir Álfhólsvegi 54, Kópavogi, lést á heimili sínu sunnudaginn 18. júní 2017. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar LSH svo og krabbameins- og kvennadeildar LSH. Karl G. Karlsson Elínborg Chris Argabrite Hafdís Inga Karlsdóttir Þorvaldur Jónasson Karl Dúi Karlsson Þórunn Sævarsdóttir Margrét Karlsdóttir Sigurður Hannesson ömmubörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Einarsdóttir frá Lambhól, Reynihvammi 1, Kópavogi, lést fimmtudaginn 29. júní. Útförin fer fram frá Digraneskirkju, þriðjudaginn 11. júlí kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktar- og minningarsjóð Tónstofu Valgerðar, kt. 501100-3580, rnr. 515-14-405790. Einar Ólafsson Anna Sigmundsdóttir Viðar Ólafsson Rannveig Tómasdóttir Ólafía Jóna Ólafsdóttir Þór Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Steinunnar Ragnheiðar Árnadóttur Ránargötu 25, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grenihlíðar á dvalarheimilinu Hlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Jóhanna Maríanna Antonsdóttir Ingibjörg Antonsdóttir Þórarinn Arinbjarnarson Ragnheiður Antonsdóttir Árni Freyr Antonsson Dóra Margrét Ólafsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Íslensku konurnar slógu öll met. Af samtals 40 konum sem tilnefndar voru til verðlauna frá ýmsum löndum voru sex íslenskar og fimm þeirra hlutu verðlaun, þar af ein aðalverðlaunin. Ef miðað væri við hina frægu höfðatölu þjóða hefðu Bretar átt að tilnefna 1.000 konur og Ítalir annað eins.“ Þetta segir Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður Kvenn, sem er Íslandsdeild alþjóðasamtaka uppfinninga og frumkvöðlakvenna (Global Women Inventors and innova­ tors Network; skammstafað GWIIN). Hún er nýkomin af ráðstefnu og verð­ launaveitingu samtakanna í Bari á Ítalíu. „Bari er yndislegur strandbær út við Adríahafið, skammt frá Róm, þar voru konur frá ýmsum löndum og má nefna Bretland, Ítalíu, Taíland, Malasíu og Finnland og var mjög gaman. Verð­ laun voru veitt í mismunandi flokkum nýsköpunar, frá hönnun upp í flóknar vísindalegar stúdíur.“ Mestan ljóma segir Elinóra stafa af aðalverðlaununum sem Sandra Mjöll Jónsdóttir fékk fyrir nýsköpun sína sem snýst um að nota blóðvökva til að rækta stofnfrumur í. „Blóðvökvann fær Sandra Mjöll hjá Blóðbankanum en hingað til hefur honum verið hent. Stofnfrumumeðferðum í lækningaskyni fer fjölgandi í heiminum og hingað til hefur verið notaður dýravökvi til að rækta frumurnar í. Sandra Mjöll ver doktorsritgerð sína um verkefnið í sept­ ember og ég spái því að hún eigi eftir að verða heimsfræg.“ Elinóra lýsir öllum verkefnum verð­ launahafanna stolt. Byrjar á Biodome Reykjavik sem Hjördís Sigurðardóttir skipulagsfræðingur stendur fyrir. „Hjör­ dís er búin að fá lóð inni í Elliðaárdal, þar ætlar hún að reisa byggingu með hvolfþaki fyrir ræktun og ráðstefnur. Margrét Júlíana Sigurðardóttir tón­ listarkona er höfundur músíkmúsar­ innar Maximúsar, nú hefur hún þróað tölvuleik sem hjálpar fólki að læra nótur á skemmtilegan hátt. Listakonan Sigrún Lára Shanko fékk verðlaun fyrir hönnun sína á gólf­ og veggteppum sem hún vinnur í þrívídd með flosnál að vopni og bæta hljóðvist húsa. Þorbjörg Jensdóttir, doktor í næringarvísindum, stendur á bak við Hap+ töflurnar sem auka munnvatnsframleiðslu 20­falt, án þess að eyða glerungi tanna og Hildur Magnúsdóttir þurrkar og malar lamba­ lifur og setur í belgi. Þar er ný afurð komin á markað.“ Íslandsdeildin Kvenn verður tíu ára þann 11. þessa mánaðar. Elinóra stóð fyrir stofnun hennar og kveðst hingað til hafa tilnefnt 59 íslenskar konur til viðurkenninga. „En okkur hefur aldrei gengið eins vel og núna. Það var yndis­ legt að upplifa það.“ gun@frettabladid.is Þær íslensku slógu öll met Íslendingar rokkuðu feitt á ráðstefnu alþjóðasamtaka uppfinninga- og frumkvöðla- kvenna. Af 15 verðlaunum sem veitt voru fékk Ísland fimm, þar á meðal aðalverðlaunin. „Okkur hefur aldrei gengið eins vel og núna. Það var yndislegt að upplifa það,“ segir Elinóra. Fréttablaðið EyÞór ÁrnasOn sandra Mjöll fékk aðalverðlaun GWiin. Vefsíður íslensku verð- launahafanna l sandra Mjöll www.platome.com l Hjördís www.sporisandinn.is l Margrét Júlíana www.mussila.com l sigrún lára www.shankorugs.com l Þorbjörg www.happlus.com l Hildur www.purenatura.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Gisela Fr. E. Steffen húsmóðir og fatahönnuður, Hamraborg 16, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 28. júní. Hún verður jarðsungin frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 11. júlí klukkan 14. Ingimundur Einarsson Stefán Einarsson Arna Ævarsdóttir Tómas Einarsson Hanna Júlía Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haukur K. Gunnarsson Sólarsölum 7, lést að kveldi sunnudagsins 2. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hans fer fram í kyrrþey. Gréta Óskarsdóttir Helga G. Hauksdóttir Þorsteinn Guðbjörnsson Margrét Hauksdóttir Hilmar Kristinsson Kristbjörn Hauksson Grétar, Björg, Hildur Ýr, Íris Björk og langafadætur. Sandra Mjöll ver doktorsritgerð sína um verkefnið í september og ég spái því að hún eigi eftir að verða heimsfræg. T í m a m ó T ∙ F R É T T a B L a ð i ð 27L a U G a R D a G U R 8 . j ú L í 2 0 1 7 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 8 -0 F 7 8 1 D 4 8 -0 E 3 C 1 D 4 8 -0 D 0 0 1 D 4 8 -0 B C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.