Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 47
Draumurinn um stórt hús
í úthverfi hefur lengi fylgt
Bandaríkjunum, því stærra því
betra. Draumurinn verður þó æ
fjarlægari eftir því sem húsaverð
og kostnaður hækkar. Því hefur
það gerst hægt og rólega að
hugmyndir ungra Bandaríkja-
manna eru að breytast. Þannig
hafa til að mynda orðið til heilu
samfélögin og hverfin þar sem
lögð er áhersla á lítil heimili þar
sem hagkvæmni og nægjusemi
er látin ráða. Hér eru nokkur
dæmi um slík samfélög:
Bestie Row
Fern vinahjón ákváðu einn
daginn að segja skilið við
gamlan lífsstíl sinn og byggja
í sameiningu lítil umhverfis-
væn hús í Llano í Texas. Hver
fjölskylda hefur yfir að ráða
um 40 fm húsi en sameigin-
legt 140 fm útisvæði er notað
til að elda saman og halda
veislur.
Dignity Village
Vandi heimilislausra fer
sífellt stækkandi. Dignity
Village í Portland var í upp-
hafi tjaldborg sem var reist
til að vekja athygli á slæmri
meðferð á heimilislausum í
borginni. Árið 2003 voru reist
lítil hús í stað tjaldanna þar
sem heimilislausir gátu átt
sitt heimili.
Orlando Lakefront
Orlando Lakefront er svæði
með litlum húsum og hús-
bílum. Í samfélaginu eru 13
smáhýsi og 50 pláss undir
húsbíla. Bestie Row.
Samfélög í smáhýsum
Þegar innrétta á litla sumarbústaði
er eitt og annað sem gott er að hafa
í huga. Góð hugmynd er að hafa
hurðir með gleri í staðinn fyrir þær
hefðbundnu, það stækkar rýmið
og hleypir birtunni inn.
Annað gott ráð til að stækka
rýmið er að hafa stóran spegil, til
dæmis sem stendur á gólfinu og
nær upp eftir veggnum. Rýmið
stækkar til muna við þessa litlu
breytingu.
Sólin lýsir upp umhverfi og
stækkar það um leið. Þess vegna
ættu að vera stórir gluggar á
sumarbústöðum, sérstaklega út
á veröndina. Gluggatjöld ættu að
vera óþörf.
Áríðandi er að velja ekki of stór
húsgögn í lítið rými. Sófasett ætti
til dæmis ekki að vera mjög þung-
lamalegt, betra er að velja léttari
húsgögn, til dæmis í skandinavísk-
um stíl. Ef hægt er að koma því við
er betra að hafa húsgögn frístand-
andi heldur en upp við vegg.
Veggi ætti að mála í ljósum
litum. Það er allt í góðu lagi að
mála einn og einn vegg í lit en
ljósari litir stækka rýmið. Ágætt er
að nýta lofthæðina og setja hillur
og skápa ofarlega á vegginn til að
geyma hluti sem annars eru lítið
notaðir, sérstaklega í svefnher-
berginu.
Lítil rými geta
verið stærri
Bandaríski arkitektinn Luke Clark
Tyler vakti athygli fyrir nokkru á
YouTube fyrir að hafa komið sér
vel fyrir í einungis 7,2 fermetra
íbúð á Manhattan. Með útsjónar-
semi og mímímalískan lífsstíl
að leiðarljósi innréttaði hann
íbúðina og kom fyrir rúmi, sófa
skrifborði, hirslum og ísskáp. Vatn
þurfti hann að sækja á baðher-
bergi frammi á gangi. Þetta var þó
ekki hans fyrsta smáíbúð, hann
bjó áður í heilum 9 fermetrum og
hafði því minnkað talsvert við sig.
9 fermetra íbúðin var innréttuð
á svipaðan máta, einbreitt rúmið
féll niður úr veggnum eins og hilla
og undir því var þriggja sæta sófi.
Miðsætinu í sófanum mátti snúa
við og breyta í lítið borð. Á vegg
kom hann fyrir hillum og skrif-
borði og í öðrum enda íbúðarinnar
var pínulítill vaskur og ísskápur,
ofan á ísskápnum voru eldavéla-
hellur og yfir þeim vinnuborð á
hjólum sem hann dró fram til að
elda.
Myndir af íbúðinni má sjá á
www.villagevoice.com.
Útsjónarsamur
mínímalisti
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 8 . j ú l í 2 0 1 7
0
8
-0
7
-2
0
1
7
0
3
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
4
8
-4
5
C
8
1
D
4
8
-4
4
8
C
1
D
4
8
-4
3
5
0
1
D
4
8
-4
2
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
_
7
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K