Fréttablaðið - 27.06.2017, Page 20

Fréttablaðið - 27.06.2017, Page 20
Vera Einarsdóttir vera@365.is Anna Margrét Ólafsdóttir og Rannveig L. Garðarsdóttir, eða Nanný eins og hún er kölluð, starfa báðar á Bókasafni Reykjanesbæjar. Anna Margrét er jógakennari að mennt og Rannveig leiðsögumaður. Rannveig hefur boðið upp á Reykjanesgöngur um langt skeið og þekkir svæðið eins og lófann á sér. Anna Margrét smitaði Rannveigu af jógabakteríunni sem varð til þess að hún fór í jógakenn- aranám sem hún lauk nú í vor. Þær Anna Margrét og Rannveig kenndu saman jóganámskeið í Ómsetrinu í Reykjanesbæ í vetur og ákváðu að færa kennsluna út þegar sól tók að hækka á lofti. „Ég var með „pop up“ jóga í fyrrasumar ásamt breskri vinkonu minni og við ákváðum að prjóna við það,“ segir Anna Margrét en fyrsta ferðin var farin á Þorbjörn í byrjun júní. „Við stoppuðum í Þjófagjá og gerðum jóga og náttúru- og núvitundar- hugleiðslu,“ lýsir Anna Margrét. Hún segir fátt jafnast á við að anda fersku fjallaloftinu ofan í maga. „Náttúran er svo mögnuð. Hún veitir kraft og ég grínast stundum með að útijóga sé eins og að gera jóga á sterum. Þú færð allt annað út úr því en í lokuðum sal með fullt af sveittu fólki.“ Í annarri ferð- inni héldu þær stöllur með hópinn að Hvalsneskirkju og gerðu jóga á nærliggjandi hvítri strönd. „Það var magnað og yndislegt að hlusta á sjávarniðinn á meðan.“ Þær Anna Margrét og Nanný stefna að því að bjóða upp á úti- jóga í allt sumar, um allt Reykja- nes. „Við reynum að halda okkur við miðvikudaga en högum þessu annars eftir veðri og vindum og bætum við og drögum úr eins og hentar.“ Hægt er að fylgjast með Facebook-síðunum Jóga hjá Önnu Margréti og Reykjanesgöngur. „Þar tökum við líka fram hentugan búnað hverju sinni. Stundum er nóg að hafa vatnsbrúsa en stundum er gott að hafa jógadýnu. Þá mælum við yfirleitt með því að fólk sé í ull næst sér svo slái ekki að því í hugleiðslunni. Ekkert jafnast á við útijóga Boðið verður upp á göngu- og útijóga á Reykjanesi í sumar. Farið verður á fjöll og niður í fjöru og gerðar jógastöður og farið í hugleiðslu. Anna Margrét Ólafsdóttir leiðir hópinn í fersku útilofti. Fyrsta ferðin var farin á Þorbjörn eða Þorbjarnarfell og verða þær fleiri í sumar úti í náttúrunni á Reykjanesinu. Nanný lauk jógakennara- námi í vor. Margnota dömubindi Umhverfisvæn og heilbrigð leið fyrir konur Bjóðum uppá kynningar fyrir einstaklinga og hópa Bambus.is netverslun og verslun í Borgartúni 3 Opnunartími mánudaga og fimmtudaga kl.10-14 einstök matvara Taktu elginn á þetta BCAA 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 0 -F 1 E 0 1 D 3 0 -F 0 A 4 1 D 3 0 -E F 6 8 1 D 3 0 -E E 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 3 2 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.