Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Blaðsíða 3
Við byggjum
Nú er um það bil hálfnað starfsárið
1977—1978. Mikið og gott starf hefur ver-
ið unnið að hinum margvíslegu verkefnum,
sem klúbbarnir hafa tekið sér fyrir hendur
— verkaður fiskur — veidd og fullunnin
rækja — flugeldasala — kertasala — sorp-
hreinsun — uppskipun — jólatrésala —
svo að eitthvað sé nefnt. Öll þessi störf eru
unnin af Kiwanismönnum með það í huga
að bæta hið mannlega umhverfi og sam-
félag — hver í sínu byggðarlagi.
K-dagur var 29. október 1977 og var
seldur táknlykill Kiwanismanna undir
kjörorðinu „Gleymið ekki geðsjúkum“.
Þann dag voru allir Kiwanismenn og fjöldi
sjálfboðaliða að störfum um land allt og
hefur safnast um 15 milljónir króna til
þessa málefnis.
Vil ég hér með koma á framfæri bestu
þökkum til allra þeirra, sem hjálpuðu okk-
ur Kiwanismönnum við söfnunina og öll-
um þeim fjölda, sem keyptu lykilinn eða
styrktu þetta góða mál á einn eða á annan
veg.
Fyrir hönd allra Kiwanismanna vil ég
færa K-dagsnefnd þakkir fyrir mikil og góð
störf við undirbúning og framkvæmd söfn-
unarinnar. Á umdæmisþingi í ágúst í sum-
ar verður tekin ákvörðun um hvemig ráð-
stafa eigi þessu fé og vil ég hvetja alla
klúbba til að taka þetta til umfjöllunar og
senda síðan umdæmisstjórn hugmyndir og
tillögur sem fram kunna að koma.
Við byggjum — er kjörorð Kiwanis-
hreyfingarinnar. Þetta kjörorð hefur mjög
víðtæka merkingu — við byggjum betra
samfélag —- við byggjum betri klúbb —
við byggjum okkur sjálfa upp til að vera
K-FRÉTTIR
betri menn með þátttöku í starfi og hug-
sjónum Kiwanishreyfingarinnar.
Við höfum treyst starfsemi hreyfingar-
innar m.a. með því að byggja öruggt að-
setur fyrir hana og auðveldað þannig allan
rekstur hetnnar. Ég þakka allan stuðning
klúbba og einstaklinga sem lagt hafa fé og
vinnu til að gera þetta mögulegt.
Við þurfum líka að treysta starfsemi okk-
ar eigin klúbbs — eða dótturklúbbs —
vinaklúbbs — nágrannaklúbbs.
Við sem höfum orðið þess aðnjótandi,
að starfa og vera í Kiwanishreyfingunni
spyrjum stundum okkur sjálfa: — Hvers
vegna er ég Kiwanismaður? — Hvað hef-
ur Kiwanishreyfingin gert fyrir mig? —
Hvað get ég gert fyrir Kiwanishreyfing-
una?
Allir eiga sín svör við þessum spurning-
um. Getum við ekki átt það sameiginlegt,
að vilja og vinna að því að gefa öðrum
kost á því að vera með okkur í Kiwanis-
hreyfingunni, að njóta þess félagsskapar,
sem við finnum í návist hvors annars á
klúbbfundum eða í starfi fyrir hann að
málefnum þeirra, sem þurfa hjálpar sam-
borgara sinna eða félagslegan stuðning í
reynd? — HVAÐ FINNST ÞÉR?
Við byggjum —.
Ólafur Jensson
U mdœmisstjóri.
3