Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Blaðsíða 9
Avarp Evrópuforseta
fyrir árið 1977 - 78
Takið ábyrgð.
Þetta verða einkunnarorð fyrir komandi
Kiwanisár, markmiðin beinast að því, að
laka ábyrgð,
— sem einstaklingur,
— sem Kiwanismaður,
— á störfum klúbbs þíns,
— á vexti Kiwanishreyfingarinnar.
Ég ætla mér ekki að kynna einkunnar-
orðin og markmiðin til þessarar heiðruðu
samkomu með því, að nota svokallaða ný-
tísku list og tækni. í fyrsta lagi eru eink-
unnarorðin og markmiðin svo mikilvæg, að
þau gefa mér varla tækifæri til þess, að
reyna á ófundna hæfileika mína sem kvik-
myndatökustjóri. Ennfremur er ég þeirrar
skoðunar, að talað mál gefi okkur næga
möguleika tii þess, að ræða þetta efni stutt-
lega og hjálpa okkur til þess, að skilja mein-
ingu þessarra einkunnarorða og takmarka
að fullu.
Samkvæmt grein VII, kafla fjögur í
stofnlögum okkar, skulu virkir meðlimir
Kiwanisklúbbs vera menn, sem meðal ann-
ars hafa sýnt vilja og hæfileika til ábyrgðar
hver á sínu sviði. Hin sex markmið Kiw-
anis eru sett fram, til þess að ná eftirfarandi
markmiðum:
— Að leggja höfuðáherslu á mannleg og
andleg verðmæti, frekar en veraldleg
lífsgæði.
K-FRÉTTIR
— Að hafa í heiðri hina gullnu reglu.
— Að stuðla að meiri gæðum á öllum svið-
um lífsins.
— Að kenna öðrum þessi lífsgæði, með
góðu fordæmi.
— Að efla vináttu og þróa betra samfélag
með starfi Kiwanisklúbba.
— Að vinna saman að myndun heilbrigðs
almenningsálits, sem byggt er góðvilja,
réttsýni og skyldurækni.
Við erum samankomnir hér í dag vegna
þess, að við höfum sýnt, sem leiðandi á okk-
ar starfssviði, að við viljum og höfum hæfi-
leika til þess að taka ábyrgð til að ná þess-
um sex markmiðum með starfi í Kiwanis-
hreyfingunni. Ég vil joó leggja áherslu á, að
viljinn og hæfileikinn til þess að taka
ábyrgð krefst ekki endilega sönnunar úr for-
tíðinni, að þessi vilji og þessir hæfileikar búi
i hverjum okkar í dag og í framtíðinni.
Ég hefi stuttlega reynt að skýra hvað við
Kiwanismenn erum og einnig markmið
okkar til þess að gefa ykkur hugmynd um
aflið, sem býr í samfélögum okkar. Ég
sagði „býr“ af ásettu ráði, ekki „ætti að
búa“ vegna þess, að þetta afl býr í Kiw-
anishreyfingunni, svo sem hreyfingin hefur
sannað með miklum afrekum sínum.
Þrátt fyrir þetta vildi ég bera fram spurn-
ingu um, hvort unnin afrek eru í réttu
hlutfalli við það afl, sem við búum yfir.
9