Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Blaðsíða 10
Er við reynum að svara þessari spurningu
verðum við að gera okkur grein fyrir því,
að við erum ekki aðeins Kiwanismenn,
heldur einnig hluti af því samfélagi, sem
við viljum þjóna sem Kiwanismenn. Áður
en við gerðumst Kiwanismenn, hafði sam-
félagið sem við erum hluti af, næg tækifæri
til þess að hafa áhrif á andlegt atgerfi okk-
ar, áhrif til þess að móta okkur sem ein-
staklinga, sem lærðu að lifa í samfélaginu
og einnig áhrif til þess, að gera okkur að
hluta heildarinnar og leggja fram okkar
skerf til þróunar þessa samfélags. Þess
vegna getum við tæplega mótmælt því, að
við lifum samkvæmt reglum þessa samfé-
lags, hvort sem við gerum svo ómeðvitað
eða meðvitað.
Spurningin um það, hvort afrek okkar
svara til þess afls, sem i okkur býr leiðir af
sér enn aðrar spurningar, sem eru:
A. Að hvaða marki eru afrek, sem geta
leitt af því afli sem í okkur býr, tak-
mörkuð af okkur sjálfum, Kiwanis-
mönnum, vegna þess að við störfum —
jafnvel í okkar samtökum — í samræmi
við reglur þess samfélags, sem við vilj-
um þjóna?
B. Að hvaða leyti fyrirbyggir samfélagið
sjálft, vegna uppbyggingar þess, frekari
afrek af hálfu Kiwanishreyfingarinnar,
sem er boðin og búin til frekari afreka
fyrir samfélagið?
Það er ekki á mínu færi, að gefa almenn
svör við þessum tveim spurningum. Þó er
augljóst, að vinni hver okkar að okkar eig-
in markmiðum, sem einstaklingar í okkar
samfélagi á aðra hönd og sem Kiwanis-
menn á hina höndina, ef hver okkar man
eigin fortíð meðan unnið er að ná þessum
markmiðum og metur um leið eigin hegð-
un, þá munum við ekki nýta þetta afl á
báðum sviðum, þá munum við ekki ná góð-
um árangri.
10
Ástæðurnar, nefndar hér fyrr, eru þær
sömu á báðurh sviðum. Það er ekki okkar
verk í dag, að rannsaka allar ástæðurnar.
Ef við samt sem áður gerum okkur grein
fyrir nokkrum aðalástæðunum, þá getum
við frekar yfirunnið grundvallarvandamál-
in og aukið afrek okkar og gagnsemi þess,
sem við vinnum að.
Við getum kynnst þessum ástæðum með
því, að athuga á gagnrýninn hátt uppbygg-
ingu samfélagsins og hegðan okkar innan
þess. Samfélag virkar þegar hver einstakl-
ingur þess leggur fram sinn skerf og þá fjár-
muni, sem nauðsynlegt er til góðrar þjón-
ustu við samfélagið og með sem minnstum
hömlum á hvern einstakling.
Því miður hefur þessi hefð, að gefa og
taka, sem haldið er við af þeim sem treyst
er fyrir samfélagsþjónustu, breyst mjög frá
því, sem upphaflega var ætlað. Einstakling-
ar samfélagsins hafa að mestu takmarkað
gjafmildi sína við veraldleg verðmæti, aðal-
lega með því að inna af hendi, með vax-
andi andúð, síhækkandi skatta, þjónustu-
gjöld og annað slíkt. Litill tími og áhugi er
eftir fyrir persónulegt starf til endurbóta
samfélagsins.
Samtímis þessu hafa margir tekið upp
hegðun, sem virðist byggð á þeirri firru, að
samfélagið hafi ótakmörkuð fjárráð og geti
leyst allan vanda. Það hefur orðið að tísku,
að berjast aðeins fyrir réttindum, að krefj-
ast alls og þar með auka gifurlega á vanda
samfélagsins. Að síðustu er samfélagið
ábyrgt fyrir heilsu, menntun, störfum og
eftirlaunum einstaklinganna, einnig fyrir
ódýru húsnæði, framfæri barna og jafnvel
fyrir kynferðislegri fullnægingu og almennu
lífi einstaklinganna.
Sú staðreynd, að sérhver er, í fyrsta lagi
ábyrgur eigin gerða og ætti því að hegða sér
samkvæmt því, er oft að fullu gleymd.
Með því, að hlaða síaukinni og marg-
K-FRETTIR