Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Blaðsíða 15

Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Blaðsíða 15
Tómas Helgason, prófessor: Iðjuþjálfun - starfsendurhæfing ,,Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, réttlátum og hagkvæmum vinnuskil- yrðum og vernd gegn atvinnuleysi,“ segir í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Mörgum sjúklingum og öryrkj- um reynist örðugt að notfæra sér þennan rétt vegna skorts á aðstæðum, sem eru við hæfi vinnugetu þeirra. Algert iðjuleysi er flestum þungbært og leiðigjarnt. Það verk- ar niðurdrepandi, jafnt fyrir heilbrigða sem sjúka. Því er nauðsynlegt, að gera allt sem hægt er til þess að veita fólki vinnu, hverj- um við sitt hæfi. Það er tilgangur iðjuþjálfunar, eða starfsendurhæfingar, að þjálfa öryrkja og sjúklinga þannig, að þeir geti orðið hæfari til þátttöku í atvinnulífinu. Vinna er nauð- synleg sjálfsvirðingu manna og sjálfstæði. Hún rýfur einangrun og skapar tengsl milli þeirra. Þess vegna er fyrsta markmið iðju- þjálfunarinnar, að vekja áhuga, hugrekki og stuðla að endurmati sjúklinganna á eig- in getu og hæfni til þeirra starfa, sem þeir kjósa sér og ráða við. Jafnan hefur verið reynt að gera það sem unnt er til þess að veita geðsjúklingum verkefni við hæfi, en skipuleg iðjuþjálfun, sem miðar að starfsendurhæfingu hefur verið ýmsum vandkvæðum bundin og ekki kerfisbundin fyrr en á síðari árum. Einkan- lega hefur skort verkefni, sem væru þannig, að sjúklingamir, eða öryrkjarnir finndu, að þeir væm að vinna að einhverju nytsam- leg, sem hægt væri að koma í verð, en væru ekki bara að föndra sjálfum sér til dægrastyttingar. Föndrið út af fyrir sig er mikilvægt, bæði sem frístundagaman, en K-FRÉTTIR einnig til þess að byrja iðjuþjálfunina, en eftir nokkurn tíma nær hún því stigi, að nauðsynlegt er að geta veitt sjúklingunum önnur skapandi verkefni. Auk erfiðleik- anna við að finna hæfileg verkefni, er erfitt að skapa viðunandi rekstrargrundvöll fyrir starfsemina. Augljóst er, að erfitt er að láta hana bera sig fjárhagslega, þannig að hún geti staðið undir húsnæðis- og tækjakostn- aði, eða jafnvel vinnulaunum verkstjóra eða leiðbeinenda. Sá halli, sem kann að verða á starfseminni verður að skoðast eins og kostnaður við hverja aðra meðferð sjúkra eða kennslu, sem miðar að því að auka hæfni fólks. Eins og oft vill verða er það framtak ýmissa áhugamanna, sem verður til að hrinda nýrri starfsemi af stað, eða færa eldri starfsemi í nýjan farveg. Svo hefur m.a. orðið með aðstoð Kiwanismanna við uppbyggingu verksmiðju í tengslum við Kleppsspítalann, sem hefur það markmið, að veita sjúklingum og öryrkjum, sem eiga við geðræn vandamál að etja, starfsendur- þjálfun. Á sl. ári unnu rúmlega 50 manns um lengri eða skemmri tíma í þessari verk- smiðju, sem nefnd er Bergiðjan. Unnið er við framleiðslu á veggplötum og voru á árinu byggð 10 hús úr þeim. Enn vantar verkefni fyrir fleiri öryrkja og sjúklinga, sem ekki hafa komist að við þessa starf- semi og fyrir aðra, sem betur hentar að vinna við önnur verkefni. Þess vegna er nú í undirbúningi framleiðsla vegghluta, þar sem áðurnefndar plötur eru notaðar, ásamt einangrunarplasti og steypt á milli. Vegna 15

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.