Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Blaðsíða 21
K. I.
Maurice Gladman, félagi í Kiwanisklúbb
Santa Ana í Kaliforniuríki í Bandaríkjun-
um, var kosinn forseti heimssambands
Kiwanismanna 29. júní 1977 á 62. heims-
þinginu í Dallas, Texas. Gladman tók við
embættinu 1. október.
Gladman hefur þjónað sem kjörforseti,
féhirðir, varaforseti stjórnar KI og einnig
sem alþjóðafulltrúi í stjórn KI í tvö ár.
Hann hefur einnig verið forseti Kiwanis-
klúbbs Santa Ana, svæðisstjóri og umdæm-
isstjóri Kaliforníu-Nevada-Hawaii um-
dæmisins innan KI. Hann hefur þjónað
sem formaður nefndar um almenn við-
skiptamál á alþjóðasviði, fyrir stjóm
Bandaríkjanna og unnið önnur opinber
störf fyrir land sitt.
Gladman er aðstoðarbankastjóri og
bankastjórnarformaður, einnig er hann í
framkvæmdastjórn KI, formaður KI
stjórnarnefndar um framtíðarskipulagningu
Kiwanisstarfsins, meðlimur i þingnefnd KI
og stjórnarmaður í Kiwanis International
Foundation, Kiwanis stofnuninni. Glad-
man hefur starfað sem Kiwanismaður í yfir
22 ár.
Gladman er atkvæðamaður á mörgum
sviðum, svo sem framkvæmdastjóri Sam-
bands hjólbarðasala í Suður-Kaliforníu,
formaður stjórnar American Bank of Or-
ange. Hann er fyrrverandi forseti Lands-
sambands hjólbarðasala.
Hann er fyrrverandi forseti verslunarráðs
Santa Ana. Gladman er fyrrverandi forseti
K-FRÉTTIR
Santa Ana Tustin KFUM og handhafi
KFUM heiðursmerkisins fyrir störf að
unglingamálum. Hann er fyrrverandi for-
maður ráðgjafanefndar Hjálpræðishersins
og fyrrverandi formaður stjórnar söfnunar-
sjóðs St. Joseph-sjúkrahússins, starfandi
enn í báðum þessum nefndum. Gladman er
einnig í stjórnarnefnd Chapman mennta-
skólans og meðlimur ráðgjafanefndar
skátahreyfingarinnar.
Hann er nýlega kominn á eftirlaun, sem
ofursti í varaliði landhers Bandaríkjanna,
síðasta starf hans þar var í skrifstofu að-
stoðar hermálaráðherra landhersins um
málefni bygginga og birgða.
Gladman og kona hans Rósabclla, eiga
son og dóttur.
21